Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.02.1993, Blaðsíða 17
toðar eru vemdarar og mannkynsfræðarar eins og Kristur sem var sendur okkur til að vísa okkur veg- inn, en við verðum sjálf að vilja ganga hann. Spekin segir: „Þú getur teymt hestinn að vatninu, en þú getur ekki látið hann drekka.” Við höfum frjálsan vilja og þokumst stöðugt áfram með Þróuninni, það eru Guðs lög, en við getum sparað okkur sjálfum og meðbræðrum okkar miklar þjáningar með því að vinna af góðleika með þróuninni sem er vilji Guðs. HÖFUM VIÐ GENGIÐ TIL GÓÐS GÖTUNA FRAM EFTIR VEG Það er sagt að ævi manns skiptist í þrjá hluta, það eru æskan og uppvaxtarárin þegar við erum að kynnast þessum heimi sem við erum komin í og læra að búa okkur undir fullorðinsárin. Annar hluti er annatími þegar við stofnum heimili, eignumst börn, finnum okkur störf og stöðu í lífinu. Þriðji kaflinn tekur við, þegar störfin fara að minnka, bömin farin að sjá um sig sjálf og við getum farið að líta upp úr önnunum og það fer að lygna í kringum okkur. Þá er komin tími til að líta yfir farin veg og reyna að átta sig á hvert við höfum verið að hlaupa og hver sé tilgangurinn. Þessi síðasti kafli í lífi okkar ætti að vera til þroska og íhugunar. Nú getum við farið að gera ýmislegt sem ekki vannst tími til áður, lesa meira, fara jafnvel á námskeið, endumýja kunningsskap við gamla vini, eða starfa að félagsmálum. Allt þetta hef ég gert þó ég sé alls ekki hætt að leika þegar eitthvað býðst. Nú á næstu dögum fer ég til dæmis á tölvu- námskeið til að geta vélritað bréf og blaðagreinar og etv. þýðingar. Formennskan í Félagi áhuga- manna um umhverfismál, Líf og land, hefur tekið mikinn tíma og mikla vinnu. Meðal annars gekkst félagið fyrir tveim ráðstefnum um umhverfismál. Önnur ráðstefnan var haldin undir nafninu „Sjá nú hvað ég er beinaber“ ( Bólu-Fíjálmar) en hin undir heitinu „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ (Tómas Guðmundsson). HAFNARFJÖRÐUR Á SÉR STAÐ í HJARTA MÉR Þeir staðir sem við dveljumst á í æsku verða alltaf kærir í minningunni og Hafnarfjörður er mér eins og gamall og kær kunningi. Ég á þar góðar vinkonur frá skólaárunum og er meðal annars í saumaklúbb með 8 hafnfirskum konum. Við vorum 3 sem stofnuðum þennan klúbb þegar við vorum 12 til 14 ára gamlar og síðan bættust fleiri við og þá skírðum við hann „Glymjanda,” og það er svo sannarlega réttnefni því mikið er talað og hlegið. Þetta er dálítið merkilegur saumaklúbbur og sér- lega fínn. Við höfum til dæmis alltaf þríréttaðan mat fyrst og síðan kaffi og tertu seinna. Einu sinni skrifuðum við skáldsögu sem gekk á milli og hver skrifaði einn kafla, en auðvitað datt okkur aldrei í hug að gefa hana út. Oft er ort vísa í gestabókina og föndrað smádót fyrir jól og páska. Ég er einnig í matarklúbb með þrem skólasystrum frá Flensborgarárunum. Það er gaman að halda sam- bandi við fortíðina og sjá hvernig æskuvinirnir hafa mótast af lífinu. Systir mín, Þóra, fer á hverju sumri í gönguferð um Hafnarfjörð, upp á Hamar með vinkonu sinni, til að endumýja gömul kynni. Ég hef ekki getað búið í Hafnarfirði þó ég hefði gjama viljað, því það var óhagkvæmt vegna vinn- unnar. Vinnutímin var frá 10 til 2 eða 4 á daginn og svo oft sýningar á kvöldin og þar að auki útvarps- leikrit af og til og þá munaði öllu að geta skroppið heim á milli. FJÖRÐURINN MIKIÐ BREYTTUR Bærinn hefur breyst mikið og stækkað. Nú er komin byggð upp um öll hraun og fólk flust til bæjarins alls staðar að. Þegar ég var krakki voru um 3000 manns í bænum og allir þekktu alla. Strandgatan, Lækurinn og Hamarinn eru þó alltaf söm við sig og sama má segja um kirkjuna og gamla Gúttó „Þú hýri Hafnarfjörður sem horfir móti sól, þó hraun þín séu hrjóstrug er hvergi bera skjól,” stendur í kvæði sem ort var um bæinn og það er sannmæli. Mín manndómsár hef ég þó átt í höfuðborginni, heimili mitt og starf, gleði og sorg. Heima er bezt 53

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.