Heima er bezt - 01.10.1993, Side 4
til* liláðUMpAHMh
Agœtu lesendur
Mikil er sú óöld sem ríkir alls staöar í heiminum uin þessar
mundir. Jaf'nvel hér heima á okkar friðsæla landi berast æ tíðar
fregnir af óhæfuverkum ymiss konar, frömdum í vímu áfengis
eða annarri ólvfjan.
Úti í hinum stóra heimi ríkir vægast sagt skálmöld í sumum
ríkjum hans og þær hörmungar sem fólkið þarf að ganga í gegn-
um hreinlega með ólíkindum. Allt frá lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar hefur mannkynið hrvllt við þeim glæpaverkuin sem
unnin voru í nafni nasismans. Samt er eins og mannkynið nái
seint eða aldrei að læra af reynslu sögunnar. Mörg þau hryll-
ingsverk sem verið er að fremja nú, jafnvel á heilum þjóðum,
eru síst betri en hryllingsverk síðari heimsstyrjaldarinnar og
stundum virðist manni þau jafnvel vera verri og svívirðilegri.
Hvað er það sem veldur því að
svona stutt er í villimennsku inanns-
sálarinnar? Orsök margra stríða er
valdagræðgi og stórmennskubrjál-
æði örfárra manna. Þannig hefur
það verið frá alda öðli og virðist
aldrei breytast. Og jafnan er það
svo að það er saklaust fólk, almenn-
ingur viðkomandi þjóða, sein verst
fer út úr slíkum hremmingum. Allt
fyrir verk og oft á tíðum hégóma-
girnd örfárra aðila sem finnst að sér
vegið og aðstöðu sinni. Mann undr-
ar slíkt óréttlæti og varnarleysi almenns saklauss fólks.
Tækni sjónvarpsins hefur fært slíka atburði inn á stofugólf til
okkar og þó það sem þar er sýnt sé ófagurt er það áreiðanlega
varla neina brot af því sem raunverulega gerist. Þrátt fyrir full-
komnun sína megnar sjónvarpið einungis að sýna yfirborð at-
burðanna, bakgrunnur hörmunga einstaklingsins kemur sjaldn-
ast fram. Horfnir ástvinir, örkumla ættingjar, brostnar vonir,
örbirgð, limlestingar, flótti, sundrung, allt er þetta daglegt brauð
heilla þjóða í dag. Það virðist því heldur fátt sem þjóðir utan
þessara land geta gert almenningi þar til aðstoðar.
Vestrænum þjóðum var legið á hálsi eftir síðari heimsstyrj-
öldina fyrir að hafa horft framhjá ýmsum óhæfuverkum sem þá
var verið að fremja, eða þá talið þau svo ótrúleg að fregnir af
þeim gætu vart verið sannar. Núna vantar svo sem ekki upplýs-
ingastreymið eða möguleika á sönnunum. Samt gera þeir sem
vald og getu hafa lítið til þess að skerast beinlínis í leikinn þar
sem svona er ástatt, svo ekki virðist sagan hafa kennt mönnum
neitt í því efni, þó svo allir hefðu fordæmt slíkt á eftirstríðsárun-
um og fordæmt þá sem þá réðu.
Ýmislegt virðist hér koma til sem þessu veldur. L'ppi er veru-
legur ótti við að átök sem af íhlutun kynnu að orsakast geti
breiðst út og valdið allsherjarstríði. Þessu hóta og ala á þeir sem
hagsmuna eiga að gæta við stríðsreksturinn og tekst svo vel upp
að stórþjóðir hika. Einnig virðist liðurinn „innanríkismál“ vera
býsna sterkur þegar að slíku kemur. Stríðsherrar viðkomandi
þjóðar reka gjarnan upp ramakvein ef til álita kemur íhlutun
annarra þjóða og staðhæfa að hér sé um innanríkismál að ræða,
þeir einir hafi rétt til athafna og ráðsinennsku innan síns ríkis.
Stundum getur lýðræðið og virðing fyrir því verið til trafala og í
raun hindrun þess að það nái fram að ganga. í slíkum tilfellum
má í raun segja að hagsmunir fárra aðila sé látnir ganga fyrir
hagsmununt almennings.
Lítum til Irans. Þar er við völd einræðisherra sem, frá sjón-
arhóli leikmanns séð a.m.k., verður ekki séð að sé gera landi sínu
neitt það til góða sem réttlæti valdastól hans. Það eru fyrst og
fremst hagsmunir hans sem ganga fyrir öllu, fólkið sem byggir
landið er aukaatriði. Þar var gerð tilraun til að koma honum frá,
eða svo virtist a.tn.k. í fvrstu þegar Persaflóastríðið stóð sem
hæst, og ekki varð annað séð en að þær þjóðir sem að stóðu
hefðu til þess alla burði. Samt var það ekki gert, þrátt fyrir að
það kostaði enn frekari hörmungar og dauða þúsunda, ef ekki
milljóna nianna. Þar komu allt í einu til hagsmunir „bjargvætt-
anna.“ Af tvennu illu töldu þeir betra
að hafa harðstjórann áfram við völd þó
svo hann væri upphafsmaðurinn að
öllu saman. Skítt veri með einhvern
saklausan almenning í landinu sem
kvnni að verða hungri og hörmungum
að bráð. Hann koin ekki málinu við.
Það voru hagsmunir stjórnmálanna
sem koinu fyrst og síðast. Hvaðan kem-
ur ráðamönnum heimsins vald til að
búa milljónum manna slík örlög með
nánast einu „pennastriki,“ á meðan
þeir sjálfir halda áfram að lifa í vellyst-
ingum pragtuglega? Þeirri spurningu er vandsvarað. í allflestum
tilfellum er þetta vald sem þeir taka sér sjálflr. Það verður þó að
játa að slík mál eru flóknari en svo að hægt sé að setja orsakir og
atleiðingar þeirra upp á svo einfaldan máta sem hér er gert. Það
eru síður en svo allir sem geta farið með hlutverk sigurvegarans
svo verðugt sé eða meðhöndlað vönd réttvísinnar á réttlátan
hátt.
Næst þessu hefur þó verið komist, skyldi maður ætla, með
stofnun Sameinuðu þjóðanna, og hefur það sjálfsagt verið ein
grundvallarhugmyndin á bak við stofnun þeirra. En þar fyigir
þó böggull skainmritl eins og svo víða í heimsstjórnmálunum.
Þar hafa einstakar þjóðir algjört neitunarvald og geta því stöðv-
að mál ef þeim býður svo við að horfa og verður því ekki sagt að
lýðræðið hafi þar algjöran forgang. En svona verður þetta nú
sjálfsagt um óræða framtíð. Öllum finnst málstaður sinn og fyr-
irkomulag það réttasta hverju sinni og erfitt verður hér eftir sein
hingað til að finna flöt sem allir geta sætt sig við. Það virðast
vera örlög mannkynsins á meðan það er ekki komið lengra á
þróunar- og þroskabraut sinni.
Á fyrstu öldum íslandsbyggðar tíðkaðist það að vígamenn og
höfðingjar hyggju mann og annan. En aðfarir þeirra voru smá-
ræði á við það sem tækni og aukin útsjónarsemi gefur af sér í
höndum manna í dag. Það eru því margir fvrirvararnir sem hafa
þarf áður en hægt er að segja sem svo að heiinur batnandi fari,
a.m.k. eins og málum er háttað um þessar mundir.
Með bestu kveðjum,
Guðjótt Baldvinsson.
324 Heima er bezt