Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Page 8

Heima er bezt - 01.10.1993, Page 8
Ekki geta allir grœtt Allar breytingar hafa sína kosti og galla, sumir hafa grætt og aðrir tapað. Systurnar frá Siglufirði komu á staðinn á réttum tíma, þegar ævintýrið var rétt í þann veginn að hefjast. Og þær voru tilbúnar að Ieggja allt sitt undir, líkt og síldarkóngarnir á Siglufirði forðum. „Fljótlega eftir að við komum hingað til Al- bufeira fengum við augastað á litlum bar, sem var til sölu á viðráðanlegu verði,“ segir Bára og við gefum henni orðið áfram. ..Þessi bar var þá ekki sérlega vel staðsettur, það var mikil bílaumferð um götuna, sem þýddi að færri fóru þar um gangandi í enn búinn að hrista af sér timburmennina eftir síldaræv- intýrið en hér í Albufeira var rétt að hefjast ævintýri, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Það snerist allt um að veiða sem mest af síld á Siglufirði, en hér veiðum við ferðamenn, sóldýrkendur. Síldin hvarf, en ég held að sóldýrkendur verði alltaf til,“ segir Bára. Þegar þær systur komu til Albufeira voru þar aðeins um tíu þúsund íbúar, aðallega Portúgalir, sem flestir hverjir höfðu í sig og á með því að stunda sjóinn. En það var kominn vísir að þeim breyt- ingum sem síðar hafa orðið. Albufeira hafði lengi verið vinsæll sumarleyfastaður með- al Portúgala, en nú var landið að opnast, ekki síst fyrir er- lenda fjárfesta, sem voru til- búnir að leggja fé sitt í ný hót- el. Og þeir voru margir, ekki hvað síst Bretar. Ný hótel spruttu upp út um allt og flóð ferðamanna gekk yfir litlu fiskimannabæina í Algarve. Þeir eru nú óþekkjanlegir. Þessir litlu, fallegu og vina- legu bæir með sínum þröngu steinlögðu götum hafa að mestu drukknað í nýtískuleg- um hótelbyggingum. Og enn er verið að byggja. Kátir gestir á Classic-bar. Bára og Jóhanna hafa haft marga íslendinga í vinnu á barnum. 328 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.