Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Síða 13

Heima er bezt - 01.10.1993, Síða 13
Vesturheimi. En landnemalífið var ekki dans á rós- um. Þá virðist af hréfum hans að hann hafi ekki gengið heill til skógar. Guðmundur kvœntist Hildi Eyjólfsdóttur frá Mið- Grund undir Eyjafjöllum, ekkju Olafs Hreinssonar frá Batavíu í Eyjum. Það hefur varla veriðfyrr en 1895 því síðasta hréf Guðmundar til Sigurðar er skrifað í júlí það ár og fram til þess tíma hvergi minnst á hjónahand. I Almanaki Olafs S. Thorgeirssonar 1897 segir um viðburði og mannalát: ,,17. nóvemher 1897 andaðist Guðmundur Magnússon í Spanish Fork, Utah (úr Vestmanna- eyjum) 34 ára gamall. (Missögn í ýmsum heimild- um að Guðmundur hafi andast 1890). Efir lát Guðmundar dvaldi Hildur, ekkja hans, í Utah til 1901 en fluttist þá til Blaine íWashingtonríki. „Hildur var prýðUega skýr kona en dul.“ (Saga Isl. íVesturheimi, II. hindi). Sigurður Sigurfinnsson (1851-1916) Sigurður var löngum kallaður Sigurður hrepp- stjóri. Hann var líka skipstjóri, útvegshóndi, hóndi, o.fl. Hann var fceddur undir Eyjafjöllum, affátæku fólki kominn, af œtt Högna prestaföðurs. Hann fluttist til Vestmannaeyja 1872, fyrst vinnumaður en varð fljótt formaður á opnum skipum og þilskip- inu Neptúnusi. Sigurður beitti sér fyrir stofnun margra félaga í Eyjum, svo sem Kf. Herjólfs, Framfarafélagsins, var einn aðalhvatamaður að stofnun Isfélags Vest- mannaeyja og Sundfélags Vm. Starfaði mikið að hindindismálum. Formaður Bátaáhyrgðarfélags Vestmannaeyja nokkur ár. Ahugamaður um slysa- varnir á sjó. Sigurður sigldi upp til Islands einum af þrem fyrstu vélbátum í Eyjum og þótti þrekvirki á þeim tíma. Hann lærði sína sjómannafræði mest af kennsluhókum. Sigurður var kvæntur Þorgerði Gísladóttur frá Görðum í Eyjum. Þeirra son var Högni hóndi í Vatnsdal og íshússtjóri, áður kennari. Þau skildu. Síðari kona hans var Guðríður Jónsdóttir frá Káragerði í Landeyjum. Börn þeirra: Einar, út- gerðarmaður og frystihúseigandi, bæjarfulltrúi og kaupmaður (Einar ríki) og Baldur bifreiðarstjóri. Spanish Fork, 21. janúar 1892. Fyrrverandi húsbóndi. Ég sest við að klóra þér fáar línur sem verða svo illa af hendi leystar að það er ekki bjóðandi nokkrum ntanni að lesa þetta klór, þó eigi að herma þér frá líð- an minni í landi þessu. Það er komið yfir 21 mánuð síðan við skildum. Að vísu hefur augað mart séð og eyrað heyrt, en slíkt væri of lángt upp að telja. Ég hef verið úti á járnbraut síðan 12. maí 1890 til 16. desember 1891. Allan tímann hef ég verið á sama stað, hérumbil í kaldasta plássi Utah. Vetrar- kuldinn er 25-40 á Fahrenheit hitamæli, sumarhit- inn 60 á sama mæli. Köld útivist, 10 tíma vinna árið um kring, út á morgnana kl. 7. Þá er varla vinnubjart í desember, einn klukkutíma til mið- dags, hættutími kl. 6 á kvöldin, aldimmt í sama mánuði í desember. Svona er í skammdeginu. Þennan tíma hef ég fætt mig sjálfur. Það hefur kostað 10 dolla unt mánuðinn, hefði ég keypt fæði vildi það hafa kost- að 20-24 dolla um mánuðinn. Járnbrautarvinnan er leiðinleg og illa borguð í samanburði við aðra vinnu hér. Ef menn vinna þessa vinnu, fæða sig sjálfir og eru fleiri ár, þá eru eins góðir peningar í þeirri vinnu og annari því alla daga er unnið allt árið, en ég held að sumir sparihnakkarnir sem heima eru, yndu illa við að draga saman með slíku móti, koma heim í dimmu á veturna eftir 10 klst. vinnu, hafa staðið úti allan daginn og unnið hart. Þeir yndu illa að eiga yfir höfði að þjóna sér til fata og matar, eiga að gjöra það í frítíma sínum. Ég held, að þeir sem hafa verið sjálfs sín herrar yndu ekki vel að standa undir yfirmönnum hér, þeim sem verstir eru. Það er ekki staðið og glápt eins og í vegabót heima. En fyrir menn sem nýkomnir eru er best að læra alla vinnu til að geta haft þann hátt á brautinni, því vinnan er nokkuð margbreytt. Það er erkislúður að járnbrautarvinnan sé ekki vandasöm. Þeir verða að láta það útúr sér sem ekki hafa þekkingu á vinnunni, því ég er fullviss að enginn íslendingur hér getur lagt járnbraut, því það er ekki nema tíundi hver yfirmaður sem kann að leggja braut, mæla út samsetningu þar sem tvær til þrjár brautir mætast eða halla þar sem brautin beygist til að mynda fyrir hæð eða eitthvað þvílíkt, því að sá halli verður að vera rétt mældur og sam- Heima er beit 333

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.