Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 14
Það er ekki Ameríku-hiigur í þér, enda vildi ég
ekki hvetja þig til þess að koma, því ekki vildi ég
ábyrgjast að þú yrðir ánægður. Ekki hvet ég full-
orðinn bónda frá bærilegum efnum. Einhleypt fólk
sem komist getur, ætti að koma, sömuleiðis ógiftar
persónur, því Ameríka hefur betri vinnu að bjóða
en Gamla landið og betra frelsi en Island vill
bjóða. Það er heppilegra fyrir fólk sem vill hugsa
fyrir ókominni tíð, því ólíkt er að flytja hingað en
troðast í ólöglega húsmennsku í þurrabúð sem oft
verður til að auka hinni vinsælu hreppsnefnd of
mikið álag við þá sem brjóta landsins lög...
Þú sagðir þegar við skildum að ég mætti hitta
Markús, sem var í Litlabæ og fá hjá honum 40 kr.
Nú hef ég séð hinn fyrrnenfnda Markús. Hann
skuldar sveitarsjóði Vestmannaeyja 4-500 kr. Hann
er að byggja stórt timburhús og skuldar hér líka.
Hvað getur hann misst? Þá verð ég að minnast á
máltækið: Það er ekki af skolla að hafa nema
skinnið. ...Eg hef þénað síðan ég kom til Ameríku
frítt 500 dollars...
Svona er nú efnahagur minn hvort sem þú trúir mér
eða ekki. Mér leiðist alltaf og líkar ekki
vinnan. Nú eru eftirmenn mínir að
gjöra eitthvað við Neptúnus og
veit að þeir gjöra allt betur en ég.
Hvað hyggur þú að lausamað-
ur þyrfti að hafa að krónutali til
að hafa það gott heima? Eg á
við ef einhvern langaði
heim eftir einhvern
ff
% 1.
setning teins. Það liggur hvorki meira né minna við
ef þetta er skakkt, þó lítið feil sé, en að eimlestin
fer út af brautinni.
Þú segðir víst skrýtið ef þú sæir mig þegar ég er
að matreiða í mig þegar ég sit við eldavélina og hef
2-3 merkur af kaffi.
Eg hætti á járnbrautinni þann 16. desember. Þann
17. tók ég kulda og lagðist í lungnabólgu. Það þótti
mér ekki gott því ég átti vísa vinnu fyrir 2 dolla á
dag. Þann 21. fór ég til Spanish Fork, versnaði við
flutninginn og fékk tak. Ég lá í 20 daga, svo fór ég
á fætur og það er fljótur bati. Tvær sortir af meðöl-
um hef ég fengið og fljótt skipti til batnaðar eftir
fáar inntökur.
Nú er 10. janúar og ég hef farið út í þrjá daga,
samt ekki með læknisleyfi, því strangt bann hef ég
að koma ekki undir bert loft. Þú sagðir heima að ég
drykki kaffi dauður, en 12 daga smakkaði ég það
ekki. Ekki hef ég farið til kirkju ennþá síðan ég
kom ... 300 manns liggja í Salt Lake City í lungna-
bólgu.
334 Heima er bezt