Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 15
tíma. Enginn fer til íslands til að afla sér peninga og því síður til að leita að frelsi ... Ég hef heyrt sagt að ég ætlaði til Islands í vor. Þeir sem það segja vita bet- ur en ég sjálfur. Vísast að ég komi aldrei því ekkert er heim að sækja utan álögur og ófrelsi. Ekki veit ég hvað gamlir bændur frá bærilegum efnum hugsa þegar þeir flytja tii Ameríku. Þeir hugsa það létt að kynna sér siði og venjur annara þjóða. Þeir halda að hér megi gjöra eins með jöfn- um peningum og heima. Þetta er ekki rétt. Ef þú skyldir koma til Ameríku frá þeim efnum sem þú hefur heima tel ég óvíst að þú yrðir ánægð- ur. Þó þætti mér betra ef þú kæmir til Ameríku, eða til Utah, að þú létir mig vita það misseri áður. Þá gæti ég verið búinn að gjöra eitthvað fyrir þig, en það verður víst aldrei. Flestir komast landar hér vel af það ég veit, þeir sem ég þekki úr eyjunum. Þeir standa betur í efna- legu tilliti heldur en þeir hefðu gjört heima. Það er aðgætandi að þegar þeir komu fyrir 5-7 árum voru Ióðir helmingi billegri þar en eru nú, sömuleiðis lönd. Góð lóð með fallegu íbúðarhúsi kostar 500 dollars. Ein ekra lands kostar 150-175 dollars, ef það er við bæinn. Helmingi billegra ef það er mílu í burtu. Allt Iand er tekið upp (úthlutað?) og það er ekki alltaf fáanlegt. Ég vona að þú takir ekki orð mín svo, að ég hvetji þig til að koma. Það dettur mér ekki í hug meðan þú hefur það gott. Þú getur í- myndað þér að fátækir familíumenn þurfa að vinna fáein dagsverk til að eignast hús og lóð. En þó að þeir eigi ekki hús og lóð geta þeir lifað, því nóg er vinnan oftast og vel borguð... Viltu gera svo vel að bera kveðju mína til stúkunnar Báru og hennar fornu meðlima. Fyrir- gefðu ómerka bullið og bið þig góðfúsan lesara að lesa í málið þar sem rangt kann að vera. í dag er 21. janúar. Það er líka besti dagurinn minn síðan ég varð veikur. Ég hef gengið dálítið út um bæinn og ekki orðið neitt verri. Þú hefðir vfst gaman að sjá sauðfé hér. Ég hef séð fleiri þúsund gemsa í hóp. Hefðir þú verið nærri hefði ég ekki skammast mín að spyrja þig hvort það væri úlfar eða hundar, því ég held að ís- lenskir fjármenn segðu það Ijótt af óvana. Alltaf langar mig að heyra um þjófamálið undir Eyjafjöllum, því vel lætur í eyra mér málaferli og sjóferðasögur. Nú hætti ég þessu ljóta klóri, sem þú líklega ekki nærð meiningunni úr. Að endingu kveð ég þig óskandi þér alls góðs. Guðmundur Magnússon. Bréf Guðmundar eru löng og fróðleg, rithöndin furðufalleg og skýr, því ekki hefur hann notið kennslu, nema að œtla má hjá Sigurði fóstra sínum og húshónda. Líklegt er og að Sigurður hafi kennt Guðmundi sjómannafrœði. Hann var stýrimaður á Neptúnusi en Sigurður skipstjórinn. Þá er næst hréf Guðmundar skrifað um áramót /892-1892: Fyrrverandi húsbóndi, Sigurður Sigurfinnsson. Oskir bestu þar að ég hafði þá ánægju að með- taka bréf frá þér dagsett 27. maí 1892, það fróðasta bréf er ég hef fengið frá Islandi. Ég ætlast ekki til að þessar línur verði fullkomið endurgjald fyrir, heldur eiga þær að færa þér mitt þakklæti fyrir. Þá er fyrst að herma þér frá líðan minni. Ég var í Spanish Fork síðastliðinn vetur og lá þar í leti frá 22. desember - 9. maí. Þá fór ég að klippa sauðfé, vitanlega óyndisúrræði, því þá gat ég búist við að vera lengur heima. Þú hefðir átt að vera kominn til að sjá þegar ég var að taka gemsana, þú hefðir víst hlegið þegar þeir voru óþægir. Ég vildi ekki vera við slíka forþénustu, 25 marði ég af á dag (og) þótti mér slíkt ekki góð atvinna þegar svo fleiri partur af fólki klippti 50-70. Ég var 10 daga, fór svo út á járnbraut, fékk að fæða mig sjálfur en hætti 15. nóvember. Fór svo til Scofield, hvar ég er nú að bíða eftir vinnu því ég hugsa til að vera úti í vetur þó flestir af löndum mínum séu heima. Þeir þurfa ekki að fá peninga, það sé óþarfi að vera úti í kuldanum ... Þá verð ég að láta þig vita hvað ég hef þénað fyrir utan föt og mat, með öðrum orðum lagt upp. Það eru 200 dollars, þeir eru með súrum sveita saman dregnir. Yfirmaðurinn sem ég hef átt þetta ár er sá 5. húsbóndinn minn í Ameríku, argur alltaf, vondur og annað augað vantar í höfuðið. Ekki voru neinir Islendingar stöðugt hjá honum nema ég og Jón sem var í Hólshúsi. Það vill enginn með honum vinna utan Italir sem ekkert skilja. Það hefur verið hart með vinnu þetta ár í Utah, blöðin segja um alla Ameríku. Nú tók ég það fyrir að fara Heima er bezt 335

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.