Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 25
Hér má sjá að sjórinn er vel heitur. Þarna mun
hraun renna neðansjávar.
I gegnum ferðir mínar í Surtsey hef ég kynnst
mörgum góðum drengjum og eignast góða vini.
Einn þeirra er sem fyrr segir Sigurður Þórarins-
son, sem er hverjum manni ógleymanlegur sem
honum kynntist.
Við lentum í ýmsum ævintýrum á ferðum okkar
til og frá Surtsey.
Eitt sinn þegar við vorum þar
ásamt fleirum og varðskip átti að
sækja okkur skall á óveður svo ekki
var hægt að lenda.
Vindur stóð þannig að hlé var þeim
megin sem hraunið er en þar er að-
djúpt og sjórinn búinn að brjóta á
hrauninu svo að þar höfðu myndast
klettar, líklega 2 til 3 metrar á hæð.
Fengum við fyrirmæli um að fara
upp á klettana og sæta lagi og
stökkva niður í gúmmíbát sem varð-
skipið sendi eftir okkur.
Þetta gekk ágætlega, við tókum
undir okkur stökk og stukkum af
klettinum niður í bátinn. Hættan var
sú að við lentum í sjónum þar sem
kvikan var svo mikil að báturinn
hentist fram og aftur.
En allt gekk vel og mér er minnisstætt að
ég stökk með gítar Árna Johnsen í fanginu og
komumst við klakklaust um borð í varðskipið
bæði ég og gítarinn.
Gróður nemur land
Surtsey hefur breyst mikið frá því að ég
kom þangað fyrst. Sjórinn hefur brotið svo
mikið af eyjunni að hún er að mörgu leyti
óþekkjanleg frá þvi sem var.
Hún er orðin miklu minni með tuga metra
háum standbergjum og fuglabjörgum.
Gróður er farin að nema land í Surtsey, en
hann átti erfitt uppdráttar lengi vel vegna
sandfoks en nú er mestur hluti sandsins fok-
inn burt og þá skapast möguleikar á því að
varanlegur gróður myndist í eyjunni. Ekki
kæmi mér á óvart að Surtsey ætti eftir að
breytast enn frekar og að um aldamót verði hún að
mestu græn að sumarlagi.
Surtsey er mér afar kær enda stórkostlegt að
fylgjast með myndun hennar frá upphafi.
Eins og áður segir reyni ég að komast þangað
eins oft og færi gefst og síðustu ferð mína þangað
fór ég ásamt Karli T. Sæmundssyni húsameistara
fyrir tæpri viku með dyggri aðstoð þyrlu
' Landhelgisgæslunnar.
Pálsbœr sem nýlega var byggður íSurtsey.
Heima er bezt 345