Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.10.1993, Qupperneq 26
Sigurlaug Guðmundsdóttir: Dreymt fyrlr slysl Fyrir mörgum árum dreymdi mig draum sem mér hefur orðið minnisstæður. Þetta var um hásumarið eða í júní. Draumurinn var á þá leið að mér þótti ókunnugur maður koma til mín og segja við mig: „Nú varð hroðalegt slys í Fagradal í gær.“ Það fór eftir. Það gerðist í Búrfellinu. Nokkrir menn frá Fagradal og Böðvarsdal voru að vinna við að lagfæra veginn yfir Búrið. Þar á meðal var Andrés á Fagradal, Pétur frá Böðvarsdal og fleiri. Ennþá er farið um Búrfell því það er styttra en að fara yfir heiðina. Með Pétri var sonur hans ungur. Fékk hann að fara með þeim fyrir þrábeiðni hans, sökum þess að veðrið var svo gott og þeir þetta margir í hóp að engin hætta var talin á að hann slyppi í hvarf frá þeim. Eftir að þeir höfðu drukkið kaffið lögðu þeir sig og drengurinn hjá þeim. En þar sem svo heitt var í veðri sofnuðu þeir allir, og var drengurinn hjá pabba sfnum. Að stuttri stundu liðinni vaknaði Pét- ur og þá var drengurinn þeim horfinn. Þeir brugðu allir skjótt við og hófu þegar að leita hans. Sáu þeir brátt hvar hann var kominn alveg að bjargbrúninni og á sömu stundu steyptist hann fram af henni. Engum sem þar fer ofan verður lífs auðið og eng- um er þar fært niður nema fuglinum fljúgandi. Ekki reyndist nokkur leið að nálgast lík drengsins því urð er þar mikil alls staðar og alveg út í sjó. Þetta var alveg hryllilegt slys. Alitið var að hann hefði séð fugl sem hann hefði ætlað að elta en ver- ið á svo hraðri ferð að hann hefði ekki náð að stöðva sig auk þess sem Iandinu hallar þar mjög í átt til bjargbrúnarinnar. En það merkilega við þetta hörmulega slys var það að móður mína, sem ekkert vissi um þetta, dreymdi líka alveg nákvæmlega það sama þessa sömu nótt og var alveg viss um að þetta myndi vera rétt. Seinna um daginn fréttum við svo um það sem gerst hafði. Segi menn svo að ekkert sé að marka drauma. Eigum til afgreiðslu teinamöppur til geymslu á Heima er bezt. Hver mappa tekur 12 tölublöð, einn árgang og kostar kr. 750.- að viðbættum sendingarkostnaði Sendum í póstkröfu ef óskað er. |SkjaJdborg( ÁRMÚLA23, 108 REYKJAVIK HEIMA ER BEZT - ÞJÓÐLEGT HEIMILISRIT er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.