Heima er bezt - 01.10.1993, Síða 27
Guðjón Baldvinsson:
Komdu
nú að
kveðast
13. þáttur
Við hefjum þáttinn að þessu sinni á tveimur limr-
um sem Gissur O. Erlingsson sendi okkur urn at-
burði sem urðu í þjóðmálunum nýlega, en hann
segir:
Dísu og Nonna íflokknum viðflíkum,
föllum á knéfyrir Ijúflingum slíkum.
Hún laus er við linku
og lumar á skinku
en hann tiplar rogginn á kalkúnakríkum.
Kratar eru krötum ekki verstir,
við kjötkatlana sitja þeir núflestir,
aðrir hara híða
hetri ogfrjórri tíða,
er allir kratar verða að krásum sestir.
Sigfús Þorsteinsson frá Rauðavík veltir fyrir sér
ævistriti vinnumanns í eftirfarandi erindum:
Vinnumaður
Hann fœddist tiI fátœklingskjara
ogfékk að reyna það,
að hans vœru hakinn og skóflan
en hvorki penni né hlað.
Hann þjónaði alltaf öðrum,
annaðist hesta og kýr,
og vinnumannsins vinir
voru húshóndans dýr.
Hann stritaði myrkranna milli
við mold eða reiðingstorf
og meðan hann mátti sig hræra
hann mundaði Ijá og orf.
Mokaði hann mykju og taði,
hann mokaði heyi og snjó,
en aðrir máttu þó moka
moldinni, þegar hann dó.
Spor
Eg horfi út um gluggann, sé hríðinafalla
og hylja mín nýgengnu spor.
Hver mun þau þekkja er klaka leysir
og þau koma undan snjónum í vor?
Ásmundur U. Guðmundsson frá Akranesi segir
eftirfarandi vísu hafa orðið til ,,þegar andinn hóf
sig á flug í norðanþræsingi:“
Þorri hvergi sló afslóð
slæðing sínum Ijótum.
Vítisköldum voðum hlóð
vasklega að gjótum.
„Sömuleiðis þessi, er flest snerist í andhverfu
sína:“
Skortir hana víst afvana,
verkin flana blaðið á.
Heima er bezt 347