Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 4
Ágætu lesendur. Undir lok síðasta hlaðvarpa minntist ég lítils háttar á sýndarveruleik tölvuheimsins. Orðið „sýndarveruleiki“ er nýyrði, sem til er komið vegna nýrrar uppfinningar þar á bæ sem felst í því að viðkomandi setur á sig ein- hvers konar hjálm, ekki ósvipaðan reiðhjólahjálmum þeim, sem flestir kannast við, að öðru leyti en því að á þessum hjálmi er innbyggður skjár, sem nær fyrir augun, líkt og ofvaxin skíðagleraugu. í þeim hluta hans er skjár sem á er varpað tilbúinni mynd í þrívídd af einhverju umhverfi, sem þeim er hjálminn ber, finnst hann vera staddur í. Jafnframt þessu setur hann upp hanska nokkurn, alltæknivæddan, alsettan snúrum og tengjum. Hanskinn, sem er hluti af þessum tölvubúnaði og hjálminum góða, er þeirrar náttúru að hreyfingar hans sjást á skjá hjálmsins, líkt og hönd viðkomandi væri raun- verulega inni í þeim tilbúna heimi, sem þar sést. Og það sem meira er, hægt er að hreyfa til hluti og framkvæma ýmislegt inni í þessum heimi hjálmsins, með því að hreyfa höndina utan hans. Einnig ef sá er þennan „huliðshjálm" ber, lítur til hliðar þá sér hann óðara hliðarmynd á skjánum. Þessi tilvera hefur sem sagt hlotið íslenska heitið „sýndarveruleiki,“ sem er að mörgu leyti ágætt orð yfir þetta nýlega tilkomna tölvuundur. Ekki er að efa að þessi nýja tækni tölvunnar á eftir að skapa ótal marga nýja möguleika á nýtingarmöguleikum hennar og hefur t.d. verið nefnd til sögunnar viðbragðs- þjálfun alls konar. Einn neikvæður þáttur þessa kann þó að verða hroll- vekju- og stríðsleikjasmíði, ætluð á markað unglinga og þar með myndi enn bætast við áhrifamikill þáttur í safn þeirrar firringar sem mörg böm og unglingar alast upp við á því sviði í dag. í þessum sýndarveruleika er tölvutæknin komin svo nærri raunveruleikanum að sætir nánast undrum, og fram undan er sjálfsagt enn frekari þróun sem okkur órar ekki fyrir í dag. Þróun tölvunnar er ótrúlega ör. T.d. má nefna að s.l. vor og sumar auglýsti tölvufyrirtæki nokkurt hér á landi nýjustu tölvu sína, sem að sögn, og sjálfsagt með réttu, var margfalt öflugri en sú sem boðin hafði verið á undan henni. Samt var verðið ekki miklu hærra en á eldri tölv- unni. Og sjálfsagt hafa ýmsir í tölvukaupahugleiðingum talið sig þama hafa fundið það besta miðað við verð og möguleika tækja af þessu tagi, enda ýttu auglýsingar undir það. En viti menn, það voru ekki liðnir nema örfáir mánuðir þegar fram á völlinn geystist ný gerð innan þessarar tölvutegundar, miklu öflugri en fyrmefnd „vor- og sumartölva“ og á svipuðu verði, ef ekki því sama. F.kki er að efa að „hausttölvarí* hefur verið komin á borðið þegar kynning og söluherferð „vortölvunnar“ stóð yfir, en að sjálfsögðu hefur þurft að selja þær birgð- ir sem fyrir hendi vom af henni áður en sú nýja mddi henni út af borðinu. Það liggur við að segja megi að tölvusalamir hafi stundum varla undan við að markaðssetja hverja tölvu- tegund, svo hratt breytast þær og batna. Við stefnum hraðbyri inn í tölvuvæddan heim í orðsins fyllstu merkingu. Fyrir nokkm ritaði ónefndur embættis- maður hjá erlendri alþjóðastofnun um tölvuheim fram- tíðarinnar í ljósi þeirra gagna- netja, sem teygja sig nú sem óð- ast um öll þjóðfélög og reyndar heiminn allan, sem óaðskiljan- legur hluti þeirrar upplýsinga- aldar, sem við nú lifum á. Þessi maður tók svo sterkt til orða að tölvan kynni að vera komin langt með að útrýma mannkyninu innan næstu 50 ára. Vitnaði hann, máli sínu til út- skýringar, í vísindakvikmynd sem sýnd var í kvik- myndahúsum fyrir mörgum ámm og nefndist á enskri tungu „Space Oddessey 2000.“ Mynd þessi var m.a. sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún fjallar um geimfara í afar tölvuvæddu geimfari sem á í valdastríði við óvini úti í geimnum og mun enda á því að tölva geimskipsins tekur völdin neitar að láta slökkva á sér og lokar stjómanda sinn inni í geimfari sínu á endalausri braut um himingeiminn. Nú má segja að kvikmynd sé alltaf kvikmynd og allt geti gerst þar, sem rúmast má í ímyndunarafli viðkom- andi kvikmyndaleikstjóra. Og svipað kom upp í hugann þegar maður heyrði um þessa framtíðarsýn þessa ágæta embættismanns. Hann hlyti nú eiginlega að vera bara að grínast. Ef einhver tölvuskömm fer að „haga sér“ eitt- hvað óeðlilega þá er auðvitað einfaldast að kippa henni úr sambandi. Varla gerir hún mikið rafmagnslaus. Það skyldi maður nú ætla. En við nánari umhugsun fara ó- neitanlega að skjóta upp kollinum ýmsar efaspumingar. Það er staðreynd í dag að s.k. „gervigreind“ tölva er orð- in talsverð. Nýlega sigraði tölva sjálfan heimsmeistarann í skák. Til eru orðin forrit sem gera tölvum kleift að greina og verjast bilunum í eigin kerfum. Þar með talið sjálfsagt rafmagnsbilunum. Það hljóta að koma eða vera komnar vararafstöðvar fyrir þær til að grípa til í slíkum tilfellum. Og hvað er ólíklegra en að „óeðlileg“ afskipti mannsins að hennar „mati“ kynni að teljast til bilana eða Framhald á bls. 390 Íík klaðuatpanuni 360 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.