Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Page 6

Heima er bezt - 01.11.1994, Page 6
Sr. Karl fæddist 17. október 1915 í bænum Crimmitschau í Saxlandi og ólst upp þar og í borginni Plauen. Fæðingu hans bar upp á sunnu- dag, og sjálfur segist Karl vera sunnudagsbam. Hann hef- ur oft komist í hann krappan á lífsleiðinni, en honum hef- ur alltaf lagst eitthvað til. Saxland var þá konungsríki innan þýska keisaradæmisins. Saxlendingar áttu margvís- leg samskipti við slavneska ættbálka, og úr þeirri deiglu varð til menning og verkleg kunnátta, sem mikið orð fór af. Menntun og listir stóðu á háu stigi í Saxlandi, og þar var einnig fjölbreytt atvinnulíf á sviði iðnaðar og verslun- ar. Sem dæmi um hið fyrmefnda má nefna, að háskóli var stofnaður í Leipzig árið 1409. Þar í borg störfuðu andans jöfrar á borð við tónskáldið Johann Sebastian Bach, skáldið Goethe, tónskáldin Richard Wagner og Robert Schumann og heimspekinginn Nietzsche. Um hið síðar- nefnda má geta þess, að véla- og vefnaðariðnaður stóð með miklum blóma í Saxlandi og þar var postulínið fund- ið upp í borginni Meissen. Ur þessum jarðvegi er dr. Karl Kortsson sprottinn. Eftir heimsstyrjöldina síðari lenti Saxland innan landamæra Austur-Þýskalands og laut stjóm kommúnista í 45 ár. Það vora Saxlendingar, sem unnu baráttuna við rauða einræð- ið án þess að blóði væri úthellt, þegar þeir flykktust út á götur Leipzig-borgar haustið 1989 til að vinna að endur- sameiningu Þýskalands. Að gömlum og góðum íslenskum sið er dr. Karl spurður fyrst um cett og uppruna. - Foreldrar mínir vora Kurt Briickner borgardýralæknir í Crimmitschau og kona hans Johanna Briickner, fædd Helling. Báðir afar mínir, Karl Albrecht Helling frá Plauen í Vogtlandi, með alskegg, og Emil Briickner frá Schneeberg, með hökutopp, era mér mjög minnisstæðir. Einkum man ég vel eftir, þegar þeir heimsóttu okkur í Crimmitschau, sátu í vínrauða flossófanum og sögðu frá. Helling afi var traustur og dugmikill kaupmaður í miklu áliti. Hann átti fjórar húseignir í borginni Plauen, sem dætur hans þrjár fengu í arf, þegar hann lést 20. júlí 1933. Föðurafi minn, Emil Briickner (1845-1928), var af ætt presta og jarðeigenda í Annaberg í Jámsteinsfjöllum (Erzgebirge). Hann var yfirkennari og prófessor í stærð- fræði, teikningu, listasögu, tónlist og aldinrækt við kenn- araskólann í Schneeberg í Erzgebirge. Hellingfjölskyldan var mjög tónelsk, kunni næstum öll lög og spilaði á pí- anó. Móðir mín var gædd listagáfum, hún orti yndisleg ljóð og lék á sviði. Á bemskuárum dáði ég hana í hlut- verki Suzuki í „Madame Butterfly” eftir Puccini. Foreldrar mínir voru þremenningar. Þess vegna skrifaði faðir minn Albrecht afa eftirfarandi þann 15. ágúst 1913: Karl Kortsson og eiginkona hans Carmen Thony. „Kæri frændi! Þú fyrirgefur að ég skuli snúa mér bréf- lega til þín með mikið hjartans mál. Þér hefur varla dulist að við Jóhanna elskum hvort annað. Og við höfum tengst þessum innilegu böndum án þess nokkrir aðrir hefðu áhrifá það. Þar eð ástkærir foreldrar mínir, sem eru hjá mér þessa stundina, hafa fullvissað mig um að þau eigi enga ósk heitari en fá elsku Hanni þína fyrir tengdadóttur, bið ég þig að heimsækja mig á fimmtudaginn kemur, á afmæli Ölmu frænku, til þess að fá opinbert samþykki þitt fyrir trúlofun okkar. Þinn einlægur frændi, Curt.” En meira þurfti til, ef borgarstarfsmaður vildi giftast auðugri kaupmannsdóttur. Albrecht afi krafðist þess a.m.k. af tilvonandi tengdasyni sínum, að hann keypti háa líftryggingu handa Jóhönnu. Þá fyrst samþykkti hann. Óopinber trúlofun var innsigluð með kossi, og þegar samningar höfðu náðst um framfærslufé og heimanmund gengu foreldrar mínir í hjónaband í lútersku kirkjunni í 362 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.