Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 7
Plauen 4. apríl 1914. Móðir mín var 31 árs, faðir minn fer- tugur. Brúðkaupið hlýtur að hafa orðið dýrt, því að allar krár í Plauen stóðu starfsfélögum og vinum föður míns opnar í heila viku, og Albrecht afi borgaði brúsann. Það var gleðilegt, ekki síst vegna þess að fyrri heimsstyrjöldin braust út nokkrum mánuðum seinna, en þá dundu fyrstu hörmungar þessarar aldar yfir Þýskaland. Faðir minn var stór og mikill vexti, eins konar „minnis- merki” frá tímum Vilhjálms keisara. Illing, hjálparhella okkar, nauðrakaði hann á hverjum degi, líka skallann á Foreldrar Karls, Kurt Briickner, honum. Pabbi var hreykinn af borgardýralæknir í Crimmitschau, og örunum sem hann hafði fengið í Johanna Briickner. einvígi á stúdentsárunum. Þau staðfestu að hann var maður sem vissi hvað hann vildi, og það hafði sérstök áhrif á kon- ur. Það sem er í tísku er fall- egt, en það fallega þarf ekki endilega að vera í tísku. Pabbi var harðstjóri á heim- ilinu, og við óttuðumst hann. Ég var elsta bamið og fékk þess vegna mest að kenna á því. Ráðningin sem ég fékk hvað eftir annað setti varan- legt mark á líf mitt. „Suaviter in modo, fortiter in re” (Mjúkur í háttum, harður í raun) Dag einn hafði stórt og mikið kynbótanaut slitið sig laust á gripalóðinni. Fólk varð skelfingu lostið og náði í föður minn. Dr. Brúckner gekk óhikað og óttalaust á móti nautinu og skaut það milli augnanna, svo að það hneig dautt niður. Viðstaddir æptu af fögnuði. Þá var ég hreyk- inn af föður mínum. Þegar pabba líkaði maturinn ekki, fleygði hann „óæt- inu” út um gluggann á dagstofunni. Ef hann var kenndur, greip hann til veiðibyssunnar og hélt skotæfingar á gripa- lóðinni. Þá urðum við krakkamir dauðhræddir og skrið- um undir sófann með fjólulitaða áklæðinu. Mamma út- hellti þar óteljandi tárum. Ég var bundinn henni við- kvæmum ástarböndum og tæki hún málstað minn, bitn- uðu skapduttlungar föður míns á henni. Faðir minn lést úr hjartaslagi árið 1925, aðeins 51 árs. Útförin bar vitni um það mikla álit sem íbúar Crimmitschau höfðu á honum vegna bjartsýni hans og at- orkusemi. Mér varð það ljóst að faðir minn hafði haft miklar mætur á mér og vildi mér aðeins það besta. Eftir lát hans fannst mér ég oft sjá hann stóran og stæðilegan fyrir framan mig. Hann kinkaði blíðlega kolli til mín, því að hann var ánægður með mig. Heima er best 363

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.