Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 8
Ibúðarhús Karls og Carmenar í Hollenbek þar sem þau bjuggu til ársins 1950. Hver var reynsla þín af því að komast til þroska í Þriðja ríkinu? - Reynsla mín af því var sú, að ég fékk ímigust á ein- ræði, hvort sem það er brúnt eða rautt. Ég varð „ylfing- ur” árið 1929 í deild þýsku skátasamtakanna í Auerbach, þar sem ég var í menntaskóla. Fyrir valdatöku Hitlers 1933 héldu rauðliðar og nasistar pólitíska fundi á mark- aðstorginu í Auerbach. Þá kom til blóðugra slagsmála. Dag nokkum átti ég leið þar hjá af tilviljun. Skátabúning- ur minn hafði greinilega ekki þekkst, því að ruddafenginn lögregluþjónn sló mig með gúmmíkylfu í höfuðið, svo að mér sortnaði fyrir augum. Farið var með mig í snartri til skólalæknisins sem saumaði hvirfilsárið saman. Skyrtan mín var alblóðug og ég leit út eins og munkur með rakað hárið. Upp frá því hafði ég andstyggð á pólitískum of- stækismönnum! Hitler gaf út lög 16. júní 1933 um að skátar skyldu ganga í Hitlersæskuna sem Baldur von Schirach stjóm- aði. Lýðræðisleg hreyfing drengjaskáta, sem enski hers- höfðinginn Robert Baden-Powell stofnaði 1907, var stranglega bönnuð í Þriðja ríkinu. Þrátt fyrir bannið fór ég með u.þ.b. 40 skáta úr flokkn- um mínum í könnunarferð um Wemesgrúnskóginn í Vogtlandi laugardaginn 17. júlí 1933. Einhver kom upp um tjaldstað okkar í skóginum og einnig þann fasta ásetning okkar að ganga ekki í Hitler- sæskuna. Sunnudaginn 18. júlí, klukkan 4 að morgni, heyrðu verðimir flaut og skipanir. Flokkur 60 manna úr stormsveitum nasista og herlögregl- unni umkringdi tjaldbúðimar og beindi vopnum sínum að okkur. Við urðum að fylgja liðinu líkt afbrota- menn til Wemesgrún þar sem við vomm yfirheyrðir. Eignir okkar voru gerðar upptækar. Kennarar og margir skólafélagar mínir létu undan pólitískum þrýst- ingi. Ég var lýstur „óæskilegur.” Móðir mín blessuð var alveg mið- ur sín út af brottrekstri mínum úr skólanum í Auerbach og reyndi að koma mér heimavist í öðmm fram- haldsskóla. En enginn stjómandi ríkisreknu skólanna vildi stofna sér í hættu með því að taka við brenni- merktum „pólitískum andstæðingi.” Að lokum vom þeir víst fáir í Þriðja ríkinu sem fundu ekki til ótta. Fjöl- skylduvinur ráðlagði okkur að hafa samband við menntaskólann í Keil- hau við Rudolstadt í Thúringerskógi, sem var hálfopinber stofnun, og þar fékk ég skólavist. Þann 30. júní 1934 barst mér orðsending - enn í dag veit ég ekki frá hverjum - um að yfirgefa skólann þegar í stað og fara með leynd til herra Zinkels í Rudolstadt. Zin- kel var frímúrari. Hann tilkynnti mér að ég yrði að fela mig, því að eftir morðið á SA-foringjanum Emst Röhm og félögum hans átti að ryðja fjölmörgum andstæðingum nasista úr vegi, m.a. fyrrverandi æskulýðsleiðtoga í Plauen. Ég þorði ekki út úr húsi fyrr en um hægðist og fór þá í sumarleyfi, þar eð ég vildi vera einn á ferð. I skýrslum skólans stendur að ég hafi vanrækt 200 kennslustundir. í sambandi við atburðina 30. júní 1934 get ég nefnt það sem fyrrverandi yfirboðari minn, Franz Petzold skátafor- ingi, sagði mér 1986. í lögregluskjölum frá tímum nas- ista kemur fram að ætlunin var að leita mig uppi og taka af lífi. Örlögin höfðu enn verið sunnudagsbaminu hlið- holl. Hvað geturðu sagt mér um þátttöku þína í heimsstyrj- öldinni síðari? - í mars 1940 lauk ég prófi í dýralækningum og var orðinn fullgildur dýralæknir. Fram til 9. apríl 1940 starf- aði ég í Hannover á spítala nr. 11 fyrir heimahesta. Ég var á deild hófa- og fótakvilla og einnig á kláðadeildinni. Þann 10. apríl fór ég svo til Bramsche hjá Osnabrúck til að vinna á stríðshestaspítala nr. 630. Þar með hófst 5 ára þátttaka mín í styrjöldinni. Ég var skipaður yfirliðþjálfi frá 1. október 1939 til 31. 364 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.