Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 9

Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 9
Að ofan: Frá skírn Karls. Til hliðar: Karl sex ára með yngsta hróður sínum, Hans- Jochen. mars 1940, en 1. apríl var ég skipaður undirdýralæknir og síðan liðsforingi í dýralæknasveitunum frá og með 1. júní. Hesturinn minn hét Primus, brúnn á lit, traustur klár sem stökk fimlega yfir hindranir. Okkur var skipað að búast til brottferðar 8. maí 1940. Ég reið yfir hollensku landamærin til Venlo 9. maí. Þá kynntist maður alvöru stríðsins. Eldblossar lýstu upp næturhimininn og skotdrunur heyrðust frá vígstöðvunum. Komið var með fallna og særða, fangar gengu síðast, en óþreyttar hersveitir fremst. Við sáum fjölda flugvéla, m.a. steypiflugvélar sem ollu mikilli skelfingu meðal óvin- anna. Sprengjum var varpað á hús, götur og brýr. Viður- styggð eyðileggingarinnar blasti hvarvetna við. Hraustur, þýskur hermaður spurði sjálfan sig: ,,Ertu nasisti sem berst fyrir Hitler?” - „Nei, ég er Þjóðverji og berst fyrir föðurlandið,” var svarið. Á bökkum Maas í Venlo sátu þúsundir hollenskra hermanna sem teknir höfðu verið til fanga. Við sáum alls staðar nýorpnar grafir, og hjá einni fjöldagröfinni gat að lesa: „Vegfarandi, hér skaltu doka við og lúta höfði. Segðu öllum heima að við höfum fallið með sæmd, trúir ættjörðinni.” Ég sá líka krossa tveggja bræðra úr sömu herdeild. Bölvað stríðið! Mér vöknaði um augu. Einstaklingurinn hugsar oft stórt. Honum getur dottið í hug að fá fjöldann til liðs við sig, svo að hver einstakur fari að hugsa eins og hann. Það versta sem af því leiðir er styrjöld þar sem menn eru reknir áfram eins og hjörð. Strengjabrúður í blóðugum leik. Hermanninum er annt um ættjörð sína eins og fjöl- skylduna, en hann er ofurseldur pólitísku valdi sem gríp- ur hann heljartökum. Brjálsemi Hitlers varð til þess að um 220.000 hermenn hlutu grimmileg örlög í Stalingrad í janúar 1943. Þann harm og hafsjó tára fær enginn nokkru sinni skilið né með orðum lýst. I apríl 1942 var ég gerður að höfuðsmanni í dýralækna- deild hersins, þá 26 ára að aldri. Vegna sérmenntunnar minnar fékk ég skipun um það í Berlín að taka að mér skurðdeild hrossasjúkrastöðvar 342. fótgönguliðssveitar- innar. Stöðin átti að vera í nágrenni Gzatsk við fljótið Gzat, um 150 km suðvestan Moskvu. Ég varð að skipta um lest í Brest, því að rússnesku jámbrautimar em með gleiðara spor en þær vestur-evr- ópsku. Ég faldi mig í homi klefans á bak við frakkann minn til að geta sofið meðan karlamir spiluðu á spil og hlógu stórkarlalega að klúmm bröndumm sínum. Á svæðinu umhverfis jámbrautarstöðina í Vitebsk og með- fram akbrautinni húktu yfir þúsund sárir hermenn vafðir í druslur í 40 stiga frosti. Hvar var nú glæst ímynd hins sigursæla, þýska úrvalshermanns? Við sjónum blöstu leifar liðs sem hershöfðinginn „Rússneskur vetur” hafði gersigrað. Ekkert var fram undan nema harmleikur þess er hörfar, líkt og Napóleon varð að reyna 130 árum áður. Ég var aðeins skamman tíma á hjúkrunarstöð 512. Ég Heima er best 365

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.