Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 10
var útnefndur yfirdýralæknir 182. fótgöngu- liðssveitar í varaliðinu og gaf mig fram við herstjómarráðið í Nancy í Lótringen. Sveit- arforinginn bað mig að greftra forvera minn með viðhöfn, en hann hafði dáið úr bráðri sárasótt, að því er mér var sagt. Utförin var mjög hátíðleg. Ég mælti nokk- ur fögur orð um glæstan feril starfsbróður míns og kastaði síðan einni moldarreku á kistu hans. Á heimleið úr kirkjugarðinum sagði aðstoðarforingi minn: „Herra yfirdýra- læknir, það er venjan að kasta þremur rekum þegar einhver er kvaddur í hinsta sinni.” „Farið þá, Schröder, og bætið tveimur við!” svaraði ég- Styrjaldarástandið varð sífellt þungbær- ara, bæði heima fyrir og á vígstöðvunum víðsvegar í Evrópu. Allt var skammtað, jafnt matvæli og fatn- aður, og ef neysluvörur vom keyptar, þurfti að framvísa skömmtunar- seðli. Hermennimir sendu stöðugt heim matarpakka sem síðan var skipt fyrir annan vaming. Þannig gat mamma t.d. fengið eldiviðarköggla til að kynda ofnana. Og alltaf var verið að Efst: Með móður sinni og bræðrum, Hans-Jochen og Heinz (t.v.). safna fyrir Vetrarhjálp- Neðri mynd: 16. bekk barnaskólans í Crimmitschau. Hennig yfirkennari stendur aftast. ina. Karl situr í nœstöftustu röð, sjá örina. Hitlerstjórnin sparaði ekki stóru orðin þegar hún lýsti yfir „algeru stríði.” Hver einasti Þjóðverji varð að gerast „ofurmenni” og drýgja dáðir! Meðal íhaldssömu foringjanna heyrðust raddir um að stríðið væri tapað og losna þyrfti við Hitler til að bjarga því sem bjargað varð. Áróðursfulltrúar sem fluttu póli- tískan boðskap voru ekki teknir alvarlega, en menn hugs- uðu sitt. Gífurlegar loftárásir og eyðilegging borga lam- aði siðferðisþrek hermanna á vígstöðvunum, því að margir misstu eigur sínar og nánustu ættingja. Þann 20. apríl 1944 var ég útnefndur yfirdýralæknir stórskotaliðs 1. herdeildarinnar, sem hafði aðsetur ein- hvers staðar á bökkum Dnjestr í Ukraínu. Að næturlagi skoðaði ég hestana sem drógu þungavopn í fremstu víglínu. Merkjaskot lýstu upp himininn í marg- breytilegri litadýrð. En þama ríkti engin hátíðarstemmn- ing, heldur dauðinn í öllu sínu grimmdarveldi. Ég gat fylgst með ferðum Rússa í nætursjónauka. Fara varð með mikilli gát, því að leyniskyttur óvinanna voru hvarvetna. Kæruleysi var goldið með lífinu. Það er flónska, en ekki dirfska að látast ekki sjá hættuna. Undanhaldið hefur greypst fast í minni mitt. Enginn hermaður fær nokkm sinni gleymt starandi augum fall- inna félaga. Rússar skutu linnulaust á okkur úr öllum átt- um. Eitt sinn þegar við gerðum hlé á göngu okkar sat ég í 366 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.