Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Side 11

Heima er bezt - 01.11.1994, Side 11
sólskininu hjá liðsforingja mínum á skurðbakka við veg- inn. Meðan við ræddum saman varð mér litið til hliðar og sá þá að hann hafði fallið dauður aftur á bak, hæfður kúlu frá rússneskri leyniskyttu. Já, enn hafði það bjargað mér að ég var sunnudagsbam. Við vorum fluttir sjóleiðis frá Westerplatte við mynni Weichsel yfir Danzigflóann til Helaness. Þar lágu stór herflutningaskip við festar. Múgur manns þrengdi sér að landganginum, en verðir með hríðskotabyssur lokuðu leiðinni að skipunum. Aðeins þeir mikið særðu fengu að fara um borð. Mér barst til eyma rödd úr hátalara: „Bardagasveitir verða stofnaðar. Við berjumst fyrir Hitler til síðasta manns!” Þetta innantóma slagorð vorum við hermennim- ir oft búnir að heyra. Liðþjálfi við hliðina á mér, með annan fótinn í gifsi, hristi höfuðið. „Þeir þurfa á fall- byssufóðri að halda. Nú væri gott að geta strikað með rauðu yfir sjúkraskýrsluna.” Við látum ekki tortíma okk- ur, hugsaði ég. Hver er sjálfum sér næstur. „Nei, hvað sé ég, ertu með rauðan penna?” Ég hleypti í mig kjarki og dró strik yfir sjúkraskýrslumar okkar. Öðram illa særðum manni var velt á börur og við bár- um hann um borð. Þar hittum við lækni á skurðstofunni. Hann gaf mér róandi sprautu við gallkveisunni. Nú hafði þremur verið bjargað. Ég dró mig inn skot í neðstu lest- inni eins og helsært dýr. Þegar vélamar vora komnar í gang og landfestar leystar þakkaði ég hrærður í huga þeim sem hafði vemdað mig. Margs kyns lýður var um borð. Þar mátti sjá flokks- brodda með frillur sínar og ósára foringja. Mér var ráð- gáta, hvemig þetta fólk hafði komist á skipsfjöl. Aðeins var annast um þá særðu. Menn stálu og slógust um matinn. Við lögðum að bryggju í austurhöfn Kaupmannahafnar aðfaranótt 28. apríl 1945. Þungu fargi var af mér létt, en andlegt þrek á þrotum. Okkur var komið í land í dagrenn- ingu. Ég staulaðist af veikum mætti frá borði, féll á kné og kyssti jörð friðarins. Það var sælasta stundin á fimm ára stríðsferli mínum. Rauðakross-systur færðu okkur heita súpu, kaffi og brauð. Sjúkraflutningalest flutti mig til Helsingjaeyrarr 29. apr- íl, og þaðan fór ég í sjúkrabíl til Horserpd þar sem ég var lagður inn á spítala. Ég var skítugur frá hvirfli til ilja og mér bauð við sjálfum mér. Ef ég klóraði mér innan- lærs, var fullt af lús undir nögl- unum. Við voram rakaðir, bað- aðir og klæddir í hrein föt. Yfir- læknirinn spurði mig, hvemig í ósköpunum ég hefði farið að því að halda þetta út. Gulur hörundslitur minn, afleið- ing gallteppunnar, þótti ískyggilegur. En ég gat hreyft all- an líkamann, svo að engin taug hafði særst. Ég var settur á sérfæði vegna lifrarinnar og skipað að halda kyrra fyrir í rúminu. Um þetta leyti vitjaði mín smávaxin hjúkranarkona með sítt, dökkt hár. Hún hét Carmen Thony og talaði þýskuna með heillandi frönskum hreim, enda var hún frá Nice, en starfaði nú á vegum Alþjóðarauðakrossins við aðhlynningu sjúkra hermanna. Augnaráð mitt hvarflaði um stúlkuna eins og fagurt, ókunnugt landslag. Dökk augu hennar minntu á djúpa skógartjöm sem sólin glampar á. Innstu strengir hjartans titraðu, og ég fylltist lotningu þegar mér opinberaðist ein- stæður leyndardómur fölskvalausrar ástar. Hún annaðist mig af ástúð og hjálpaði mér að hreyfa mig, svo að bat- inn kom fljótt og ég gleymdi ömurleika stríðsins. Við gengum um dýrlega beykiskógana í grennd við Hombæk og tíndum maíklukkur sem vora eftirlætisblómin hennar. Fagurri veröld varð til, vakin af frjómagni vorsins. Við höfðum farið á sögufrægan veitingastað, Mariane- lund, sem er þekktur allt frá 1528. Kvöldið var fagurt og rómantískt þegar við gengum aftur til Horserpd. Brenn- andi ástarþrá greip okkur og við gáfumst hvort öðra í af- skekktu veiðihúsi við Gurrevatn. Hver voru tildrög þess, að þú fluttir til Islands ásamt fjölskyldu þinni? - Eftir stríð starfaði ég sem dýralæknir í Hollenbek í Láenborgaramdæmi í Slésvík-Holtsetalandi. Astandið í Þýskalandi var mjög erfitt fyrstu árin eftir stríð. Ég var uggandi um framtíð mína og fjölskyldu minnar, en við Heima er best 367

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.