Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 15

Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 15
Að störfum á sunnlenskum sveitabœ. Á bænum Gunnarshólma nálægt Reykjavík var 9 vetra góð mjólkurkýr veik af doða og komin í dauðann. Hún hafði staðið þurr í þrjá mánuði og var orðin akfeit. Bónd- inn hafði sprautað kúna með kalsíum og dælt lofti í júgrið til að styrkja æðaslátt og draga úr mjólkurflæði. Þetta var fyrsta erfiða verkefnið mitt á íslandi, og ég varð að halda uppi heiðri þýskrar læknislistar. Ég minntist uppskriftar frá ágætum kennara mínum í Hannover, dr. Richard Götze prófessor, og sauð 500 ml af vatni, 35 g af kalsíumkióríði, 12 g af magnesíumklóríði og 100 g af þrúgusykri. Þessari blöndu sprautaði ég líkamsheitri beint í æð og fyldgist náið með hjartslætti, vegna þess hve skepnan var illa á sig komin. Þetta ráð dugði. Búbót reisti höfuð, skynjunin varð greinilega skýrari og þarmar og blaðra tæmdust, allt merki þess að lömun í líffærum var að hverfa. Aðferð minni hafði aldrei fyrr verið beitt hér á landi. Svartskjöldótt úrvalskýr bóndans í Bitru hafði þjáðst af langvarandi meltingartruflunum. Á þeim árum létu bænd- ur sér mjög annt um góða mjólkurkú, enda var hún ein dýrmætasta eign þeirra. Eftir að ég hafði þrýst á hrygg og bringubein, fannst mér allt benda til að einhver aðskota- hlutur væri í keppnum. Kýrin fann mikið til vegna áverka í lífhimnunetju, svo að ég stakk upp á vambarskurði. Jón Pálsson var aðstoðarmaður minn og ég skýrði fyrir hon- um, hvemig ég ætlaði að haga aðgerðinni. Fyrst stað- deyfði ég skurðarsvæðið á vinstri hlið kýrinnar. Svo skar ég gegnum húð og vöðva og lokaði leiðinni að lífhimn- unni með saumgimi, áður en ég opnaði vömbina. Ég fjar- lægði sumt af magainnihaldinu, en ýtti öðm til hliðar. Síðan batt ég seglgam um kartöflu og hélt á henni í hend- inni sem ég stakk inn í keppinn og leitaði þar að hvössum að- skotahlutum. Ég ætlaði þeim að stingast í kartöfluna. Og viti menn! Fólkið var ekki lítið hissa þegar ég dró út 20 sentímetra langan gaddavírsbút. Kýmar skorti salt, svo að þær voru sís- leikjandi og gleyptu þá nagla, vírspotta o.fl. Sárið greri ágætlega. Nokkrum árum seinna sá ég Svartskjöldu mína hressa á beit meðfram veg- inum til Hellu. Jón taldi að þetta væri fyrsta kviðarholsaðgerðin á stórgrip hérlendis. Jón var mér líka til aðstoðar þegar ég gerði fyrsta keisara- skurðinn á íslenskri kú haustið 1950. Kýrin var í eigu bóndans á Kirkjubæ í Fljótshlíð. Áður höfðu menn hjálpað kúm í burð- amauð með því að toga úr þeim kálfinn, færa hann til eða jafnvel sundurlima hann. Ég var því að vinna brautryðjendastarf. Meðan á aðgerðinni stóð gerði hvassviðri með rigningu, svo að rafmagnið fór og ég varð að notast við kertaljós. Regnvatnið lak inn um ryðgað fjósþakið. Ég fjarlægði skorpnað fóstur þar sem allir vefir voru uppþomaðir og nánast ekkert eftir nema beinin. Kýrin náði góðri heilsu og mjólkaði vel, en fékk ekki fang vegna samgróninga í leginu. Ég bauð bóndan- um að gera annan uppskurð, honum að kostnaðarlausu, en hann hafnaði því. Hvað viltu segja að lokum? - Námsár mín í Hannover voru einkar ánægjuleg og ég væri ekki svona ungur í anda á gamalsaldri ef ég hefði ekki lifað þau unaðslegu ævintýri. Endurminningar em blóm sem maður bindur í vönd, og þau velkjast aldrei. Þó að ævideginum halli er ég enn til í að hlaupa út undan mér og sýna blíðuhót. Ég hef ekki orðið ríkur á dýralæknisstarfinu; það er sérstök list að láta auðæfi og sýndarríkidæmi vega salt. Ég er vinur kvenna og dýra, því að þessar lífverur þurfa mikla umhyggju og hlýju. Sönn ást er að elska annan meira en sjálfan sig! Ástkærri konu minni, Carmen, og öllum þeim sem ég haft ánægju af að kynnast þakka ég góðan skilning, ekki síst á erfiðum stundum. Mér hefur hlotnast lífsfylling, því að ég fylgt arabíska spakmælinu og byggt hús, alið upp böm, gróðursett tré, skrifað bækur og tamið villta hesta! f?Tarn Heima er best 371

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.