Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 17

Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 17
ræktaði þau fyrst að ráði er hann hafði sannreynt gæði þeirra. Síðan ræktaði hann svo nokkur bestu af- brigðin hvert fyrir sig. Og hann valdi úr við ræktunina, ekki aðeins bestu tegundimar heldur og bestu einstak- lingana. Valdi hann útsæði að jafnaði um leið og upp var tekið og undan hraustustu og uppskemmestu grös- unum. Þannig bætti hann kartöflu- kynin frá ári til árs. A þeim ámm, er hann stundaði refaveiðar, kynnti hann sér svo ítar- lega eðliseinkenni og lífsvenjur tóf- unnar, að hann þekkti út og inn öll hennar undanbrögð og klæki. Hann lærði af köllum hennar og væli hvað henni var innanbrjósts, og náði rómi hennar, sem villti hana svo að hún stökk oft óafvitandi í opinn dauðann. Enda kvaðst hann sjaldan hafa misst af þeirri tófu, er hann komst í kast við að morgni dags, og er það þó býsna sjaldgæft við refaveiðar. Sagði hann mér ýmsar sögur um það hvemig honum tókst að leika á ref- inn og ráða niðurlögum hans. Alveg hið sama mátti segja um selveiðamar. Hann kynnti sér alla hætti selsins og vissi upp á hár hvemig hann mundi haga sér hverju sinni. Hann náði einnig rómi hans í öllum tilbrigðum og gat með því að tala þannig við hann iðulega flekað hann í færi við sig og unnið hann með því móti. Hann sá strax á hausi og hálsi hvort hann væri það feitur að hann mundi fljóta dauður. Væri vafi á því leitaði hann lags að skjóta hann í því að hann dró að sér and- ann, svo loftið í lungunum hjálpaði til að halda honum uppi á meðan verið var að klófesta hann. Færi samt svo að dauður selur sykki til botns, vissi hann upp á klukkutíma hvenær það mikil gasmyndun hefði átt sér stað í innyflum hans að honum fyrir það mundi skjóta upp á yfirborðið og mátti þá róa að honum sem vísum, ef þá var nægilega bjart til að sjá hann. Var ég oft áhorfandi að því að sjá hann kominn fljótandi upp á yfir- borðið á tilsettum tíma. Við byssuna sína æfði hann sig með sama vísindalega mótinu til að fá fullt vald yfir henni. Iðulega var það svo, ef um langt færi var að ræða, að honum þótti öruggara ef sjór var sléttur, að láta kúluna lenda á sjónum sín megin við selshausinn, þar sem hún svo tók sig upp aftur og hæfði selinn. Þótti honum það viss- ara heldur en að eiga á hættu að hún færi yfir selshausinn. Hafði hann áður gert tilraunir með að skjóta þannig í mark og var nokkum veginn viss um hver stórt hom kúlan mynd- aði, er hún kastaðist upp aftur, eftir Asgeir Bjarnason í Knarrarnesi. því hvar hann var staddur er skotið reið af, svo að hann gat ákveðið hvar hún skyldi falla til að hæfa markið á braut sinni. Faðir minn hlaut eigi aðra upp- fræðslu í æsku sinni en venjulegan fermingarundibúning þeirra tíma, sem var kennsla í lestri og skrift og einföldum reikningi, auk kristinna fræða. Aðra uppfræðslu fékk hann einungis við sjálfsnám í skóla lífsins. En sá námstími reyndist honum drjúgur eins og öðra gáfuðu alþýðu- fólki. Hann var alla tíð gæddur lif- andi fróðleikslöngun og aflaði sér fjöld bóka og rita, sem út voru gefin til aukinnar fræðslu almennings. Á þennan hátt aflaði hann sér smám saman mikillar og staðgóðrar al- mennrar þekkingar á mörgum svið- um. Einkum lagði hann sig eftir rit- um um náttúrufræðileg og eðlis- fræðileg efni, svo og eftir sögulegum fróðleik. Las hann í tómstundum sín- um yfir veturinn allt sem hann komst yfir af slíkum fræðiritum. Hann hafði einnig mikinn áhuga á ættvísi og var vel að sér um ættir alls þorra manna í byggðarlagi sínu og víðar. Hann var og feikna fróður um marg- víslega viðburði úr lífi alþýðunnar í byggðarlaginu á liðnum tímum og víðar að, og hafði einnig áhuga á at- vinnusögu héraðsins og sögnum um ýmsa menn, sem þar höfðu lifað, svo og margvíslega atburði er þar höfðu gjörst. Á yngri árum sínum gjörði hann oft víðförult með sjávarströndinni fyrir Mýrunum, sem fyrr er á minnst. Notaði hann þá tækifærið til að rann- saka hversu víða hefði verið útræði og uppsátur þar á ströndinni á liðn- um tímum og athugaði í því skyni gamlar búðarústir og stærð þeirra. Ekki lét hann sér þó það eitt nægja heldur vildi hann líka fá að vita hvaða viðurværi hefði verið algeng- ast hjá þessum liðnu kynslóðum. Gróf hann því í gamla öskuhauga og rannsakaði þær leifar, sem enn voru sýnilegar eftir matarúrgang. Af þessu skapaði hann sér skoðan- ir um hvaða fiska- og fuglalíf hafði verið algengast við ströndina og fann þar ýmis frábrigði frá því sem nú var orðið. Ekki gjörði hann þetta í þeim tilgangi að rita um það opinberlega og vekja eftirtekt á sér, heldur af innri þörf til að afla sér fróðleiks og þekkingar um einn þátt í starfssögu liðinna kynslóða og lífsskilyrði þeirra tíma. Mikið af þeim fróðleiks- auði, er hann þannig hafði aflað sér, fór með honum í gröfina, og er það mikill héraðsfræðilegur skaði, er aldrei verður bættur. Það var meira hending, að hann Heima er best 373

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.