Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 18
varði síðustu árum ævi sinnar, á ní- ræðisaldri, til að skrifa niður nokkuð af því, er hann hafði heyrt og séð á liðinni ævi. Atvikaðist það þannig að þeir, er stóðu að „Sögu Borgarfjarð- ar,“ báðu hann að skrifa í ritið um eitthvert tiltekið atriði. Þetta varð til þess að hann, á gamals aldri, byrjaði þannig að leysa frá skjóðunni. En rit- gerð, er hann sendi útgáfustjóminni, opnaði augu hennar og fleiri fyrir því hve liprum og lifandi frásagnarhæfi- leikum hann var gæddur og báðu um að þeir mættu fá „meira að heyra“ frá honum. Þetta varð til þess að hann skrifaði nokkra fleiri kafla í rit- ið um ýmis efni og fékk hann al- mennt lof fyrir þessar ritgerðir sínar. Það sást þá um seinan, að þetta starf hefði hann þurft að geta hafið fyrr og fylgt betur eftir. Ég vissi fyrr, en skildi síðar, að faðir minn átti í fór- um sínum skýran stílsmáta og skemmtilegan frásagnarhæfileika í mæltu máli, en ekkert af þessu hafði verið metið til fulls fyrr en það var orðið of seint. Hann hafði alla ævi lifandi áhuga á stjómmálum. Um eitt skeið var hann á því sviði samherji Þórðar Pálsson- ar, læknis í Borgamesi, sem var einnig mjög áhugasamur um stjóm- mál, mikill gáfu- og smekkmaður, eins og hann átti kyn til. Kosningar vom fyrir dymm er þetta var og skrifaði faðir minn Þórði ítarlegt bréf um undirbúning kosninganna í Mýrasýslu. Þórður varð svo hrifinn af þessu sendibréfi, að hann sagði á eftir við kunningja sinn, er síðar skýrði mér frá því, að hann hefði aldrei á ævinni fengið jafn vel og skemmtilega stílað bréf frá alþýðu- manni eins og þetta. Samt komu mér algjörlega á óvart þeir rithöfundar- hæfileikar er birtust í áðumefndum ritgerðum í „Sögu Borgarfjarðar“ er ég sá þær. Svona blindur er maður stundum. Ekki mundi vera rétt að orða það svo, að föður mínum hafi orðið minna úr lífi sínu en efni stóðu til. Hann var á margan hátt hamingju- samur maður. Hann bjó ágætum bjargálnabúskap langan starfsdag. Hann var alltaf öðmm mönnum veit- andi. Næstum óslitið alla sína bú- skapartíð var hann hæsti gjaldandi sveitar sinnar og veitti auk þess fjölda manna, er til hans leituðu, margvíslega aðstoð í lífsbaráttunni. Hann sá ágætlega farborða sínu stóra og rausnarlega heimili. Og þó að það væri móðir mín, sem með stórhug sínum og höfðingslund öllu fremur Á þeim árum, er hann stundaði refaveiðar, kynnti hann sér svo ítar- lega eðliseinkenni og lífsvenjur tóf- unnar, að hann þekkti út og inn öll hennar undan- brögð og klœki. mótaði rausn heimilisins og byggi því þann myndarbrag er það óneitan- lega hafði samanborið við það, sem þá var almennast á bændabýlum, þá kom þó meira til kasta föður míns, sem eðlilegt var, að standa straum af þeim útgjöldum, er þetta hafði í för með sér. Hann var og svo giftusamur í starfi sínu að aldrei varð hann fyrir áföll- um er yllu slysum eða tjóni, þó að löngum vofðu yfir honum hættur sjó- mannsins í krappri siglingu milli skers og báru hinnar brimóttu strand- ar, bæði sumar og vetur, daga og nætur. Hitt vil ég fullyrða, að þjóðfélagið fór mikils á mis fyrir það að lífið gaf honum ekki kost á að þroska til fulls og beita þeim miklu andlegu hæfi- leikum sem hann var búinn. En það er heldur ekki óþekkt saga meðal ís- lenskrar alþýðu. Hefði hann alist upp í landi þar sem sjómennska var á háu stigi, eins og t.d. í Noregi, mundi hann ef til vill hafa lagt fyrir sig sigl- ingar um heimshöfin og meira sópað að honum þar en á opnum árabátum við Mýramar. Þá mundi hann máske hafa átt þess kost að verða samverka- maður hinna miklu landkönnuða þeirrar þjóðar, og mundu hæfileikar hans hafa notið sín vel í slíku sam- starfi. Hefði hann verið settur til mennta á unga aldri og numið náttúrufræði, mundi hann hafa getað orðið braut- ryðjandi í íslenskum náttúruvísind- um, þó sennilega einkum á sviði haf- rannsókna. Hefði hann hins vegar lagt fyrir sig söguvísindi, mundi hann hafa orðið mikilvirkur rithöf- undur á því sviði og áhugasamur um rannsóknir fomra fræða. Hefði hann gefið sig að læknavís- indum, mundi hann, vegna ná- kvæmni sinnar og handlagni, hafa orðið afburðalæknir og þá helst skurðlæknir. Margt annað mundi hann hafa get- að lagt á gjörva hönd og hvergi verið meðalmaður. En ekkert af þessu varð. Nokkru kann að hafa ráðið þar um, að hann missti ungur föður sinn og varð fljótlega fyrirvinna hjá móður sinni. Þó að hún væri ágætum efnum búin og hefði þeirra hluta vegna get- að sent böm sín til mennta, þá var það nú ekki siður með alþýðu manna í þann tíð, enda mun hún sjálf hafa verið af gamla skólanum, sem ekki taldi að bókvit yrði í aska látið, enda mikil búhyggjukona. En sjálfur var hann þannig skapi farinn, að hann réðst aldrei í stórræði af eigin ramm- leik og mundi aldrei hafa brotist í því að ganga menntaveginn gegn úrtöl- um sinna nánustu, þótt hugur hans hefði að því stefnt. Hann var hlé- drægur að eðli og skorti bæði sjálfs- traust og framagimi. Það lýsir vel þeirri hlið á lyndis- einkunn hans, að hann sagði frá því á fullorðinsárum, að lengi vel var hann 374 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.