Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 21

Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 21
til þess að gæta eigna staðarins, en fluttist þaðan að Krossholti 1831. Fékk Fagranes 8. maí 1839, vígðist 21. júlí sama ár, en fluttist norður næsta vor. Fékk Hvamm í Norðurár- dal 28. júní 1860, sagði af sér prest- skap 1866, en gegndi prestakallinu til fardaga 1867. Fluttist þá að Suð- urkoti í Andakíl, en síðan aftur að Knarramesi og þar andaðist hann. Hann var með stærstu mönnum að vexti, stórskorinn í andliti, stirður í róm, en góður predikari og vandaði vel öll prestsverk, ekki drykkjugjam, stilltur og viðfelldinn, glaðlyndur, gestrisinn og vel kynntur af sóknar- mönnum sínum, búsýslumaður mik- ill og hestamaður. Kona 1 (6. júní 1822): Þuríður Bjamadóttir í Svið- holti, Halldórssonar. Hún bilaði á geðsmunum og slitu þau samvistir 1832, en algerlega með dómi 24. apríl 1834. Sonur þeirra: Bjami hreppstjóri í Knarramesi. Kona 2 (1834): Guðríður (f. 29. júlí 1801, d. 3. júlí 1839) Gísladóttir prests í Hít- amesi, Guðmundssonar; þau bl. Kona 3 (30. maí 1840): Ingibjörg (f. 1818) Jónsdóttir, hreppstjóra í Álfta- nesi á Mýrum, Sigurðssonar. Við athugun á þessum þremur ævi- skrám finnst mér athyglisverðastur ferill séra Benedikts Bjömssonar. Þegar hann hefur lokið embættis- prófi til prestsþjónustu flyst hann að Sviðholti á Álftanesi og kvænist árið 1822 Þuríði, dóttur Bjama Halldórs- sonar, ráðsmanns á Bessastöðum. Bjami var „vel efnum búinn, talinn með ásjálegustu mönnurrí' (PEÓ) og dætur hans taldir miklir kvenkostir og gátu valið úr mannsefnum í hópi nemenda í Bessastaðaskóla. Ragnheiður, systir Þuríðar, átti fyrst Jón Jónsson, kennara á Bessa- stöðum, og síðar Bjöm yfirkennara Gunnlaugsson, Njólu-höfund, fræg- an stærðfræðing og skáld. Síðan gerist Benedikt bóndi, fyrst á Hvítárvöllum, en síðar í 5 ár í Knarramesi, sem þá var kirkjujörð, sem sonarsonur hans, Ásgeir keypti rétt fyrir aldamótin. Hann vígist fyrst 1839 prestur að Fagranesi í Skaga- firði. Þeim hjónum fæðist sonurinn Bjami árið 1824 í Knarramesi. Skömmu eftir fæðingu sonarins bilar Þuríður á geðsmunum og þau skilja að lögum árið 1834. Sama ár kvænist sr. Benedikt í annað sinn Guðríði Gísladóttur prests í Hítamesi, en hún andast bamlaus árið 1839. Næsta ár (1840) kvænist hann svo Ingibjörgu Jónsdóttur frá Álftanesi og bjuggu Hann var með stœrstu mönnum að vexti, stórskor- inn í andliti, stirður í róm, en góður predikari og vand- aði vel öll prests- verk, ekki drykkju- gjarn, stilltur og viðfelldinn, glað- lyndur, gestrisinn og vel kynntur af sóknarmönnum sínum, búsýslu- maður mikill og hestamaður. þau saman fyrir norðan og seinna í Hvammi í Norðurárdal til 1866. Son- urinn Bjami hverfur hins vegar aftur heim á æskuslóðimar og verður um 1850 seinni maður Þórdísar Jóns- dóttur frá Álftanesi, ekkju Jóns bónda þá búandi í Knarramesi. Þá var Bjami orðinn svili föður síns, Benedikts, sem svo árið 1868 flytur með konu sinni heim í Knarrames, til dóttur sinnar í sambýli, en þá var Bjami sonur hans dáinn (1866). Séra Benedikt andaðist 1873, Bjami 1886 og Þórdís árið 1881, en Ingibjörg nokkmm árum síðar. HEIMAERBEZT 1994 FJÖLDI BÓKATITLA A SERSTOKU TILBOÐSVERÐI FYRIR ÁSKRIFENDUR BLAÐSINS Niðurlag í næsta blaði. Heima er best 377

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.