Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Page 24

Heima er bezt - 01.11.1994, Page 24
Á hringreisu Frá Vorsabæ er valinkunnur maður, víða um landið reikar nú um hríð. Þó hann sé nú orðinn háaldraður var hann hetja á sviði leikja fyrr á tíð. Við hyllum hann og hefjum félagsmerki, hrópum fullum rómi „Islandi allt.“ Nú sannast að „Vormenn Islands“ eru að verki, vilja bæta landið þúsundfalt. Gróðurmáttur lands, hinn stóri sterki, stendur beinn þó stundum blási kalt. Ingvar Bjömsson yrkir eftirfarandi vísur af sitt hvoru tilefninu. Hann segir: „Fyrri vísan er tilorðin, þegar mig bar göngumóðan að dyrum kunningja míns, og þá orðinn nokkuð kaffiþyrstur: Er ei kaffi komið á könnu svo égfái sopa. Ei ég lengur lifa má af lönguninni í tíu dropa. Sú síðari er svo gerð að lokinni kaffidrykkjunni og á göngu þar sem sá til sjávar: Himinninn bláan og heiðan héðan er gott að sjá. Lít ég svo Ijúfan og breiðan lognkyrran sæinn á. “ Kári Kortsson á svo næstu vísur og er nú karlinn á nokkuð rómantískum nótum: Sólsetur Hnígur sól í sœinn, sindrar mararbrún, kveður drottins daginn dyggðug himins rún. Tunglskinsnótt Mánaskinið merlar á marar kvikri slóð. Stjörnustóðið perlar stýris himna glóð. Yngismær Ung á göngu yndisfríð, öll og búin þokka, tifar áfram teit og þýð, trú með gullna lokka. Oskar Þórðarson frá Haga slær líka á ýmsa strengi í vísum sínum og hann hefur þetta að segja: Vísa náttúrubarnsins Þegar golan sumarsœt suðurfjöllin strýkur, ýmist hlæ ég eða grœt afyndi og gleði ríkur. Æskustöðvar Þar sem ég átti mín æskuspor, enginn veit hvernig það skeður að er í huganum alltafvor og eilíft sumarveður. Haustvísa Veröld sargar sálarró, sumri fargar vetur. Eg er argur eygi þó ögn sem bjargað getur. í síðasta vísnaþætti birtum við ljóðið Kveðja til dalsins eftir Þórmund Erlingsson. Því miður slæddist inn í það prentvilla í þriðja erindi og endurbirtum við það því hér um leið og við biðjumst velvirðingar á villunni. Rétt er ljóðið svona: Hver hæð og steinn, hver brekka og barð, hver bali, lækur og runni, hér heilsa mér aftur því ég viðskila varð þessa vini í náttúrunni. Eg kem hér löngum og krýp við garð hjá kærustu minningunni. Að síðustu er svo rétt að minna á áskorun síðasta þáttar sem var eftirfarandi spuming: Hver er þinn mesti gleðivaki? Látum við svo hér staðar numið að sinni og minnum á heimilisfang þáttarins sem er: Heima er bezt Pósthólf8427, 128 Reykjavík. 380 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.