Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 26
timburgólf og umfram allt laust við kolakyntu ofnana áður. Þama var góð aðstaða til að vinna verkin. Hjónin vom glaðlynd en lítið heima á daginn. Eiginmaðurinn vann á skrifstofu mestallan daginn en kon- an var mikið í heimsóknum úti í bæ eða eitthvað að gera þar sér til ánægju. Guðmunda var því frjáls í verkunum og húsbændur hennar sáu um að hún hefði allt sem höndinni þurfti til að rétta gagnvart húshald- inu. Bömin hændust fljótt að henni og vom henni til yndis og ánægju. Þess má geta að Guðmunda átti vinkonu ættaða einhvers staðar vestan af landi, en hún dvaldi um þessar mundir í Reykjavík, til þess að læra hússtjórn, sem þá var kallað. Það var í kringum 1930 sem saga þessi gerðist og kvennaskólar þá ekki komnir í gang á Islandi, en kon- ur sem farið höfðu til náms í Dan- mörku og verið þar í kvennaskólum og kunnu eitthvað til munns og handa, héldu námskeið fyrir stúlkur. Konur þessar höfðu oft ráð á stór- um og rúmgóðum húsakynnum og gátu því tekið á móti 10 til 16 stúlk- um í heimavist. Þessi námskeið stóðu yfir í þrjá mánuði og kostuðu 60 krónur fyrir hvem mánuð. Þótti það dýrt í þá daga en þá var kven- mannskaup um 45 krónur á mánuði og þótti gott. Þegar þær Guðmunda og Rán, en það hét stúlkan, áttu frí á sama tíma, fóm þær oft í gönguferðir um bæinn og einstöku sinnum í bíó. En svo vildi til að þessi vinkona Guðmundu átti sér kærasta og var hún með þess- ari skólavist að búa sig undir að stofna heimili, svo sem eðlilegt var. Pilturinn var ættaður af Akureyri en réð sig á bát frá Siglufirði og hugðist fara með honum á síldveiðar, þegar kæmi fram á sumarið. Svo var það þegar leið á veturinn og skólatíð stúlkunnar fór að styttast að hana vatnaði peninga til þess að greiða skólagjaldið að fullu. Hugðist hún þá tala við kærastann og biðja hann hjálpar, en á þessum árum var ekki auðvelt að ná í fólk í síma. Þá var ekki sími kominn í hvert hús eins og nú og ekki sjálfvirkt símakerfi. Hringingar þurftu því allar að fara gegnum símstöðvamar og þær svo að senda kvaðningu á næstu símstöð til viðkomandi, þar sem hann gat fengið að tala við þann sem sendi kvaðninguna. En þama gat stundum komið upp herfilegur misskilningur og orðaskipti sem ekki féllu alltaf inn í samtalið. Það heyrðist oft illa milli stöðva og kom fyrir að samtalið slitnaði í miðju kafi en kom svo gjaman aftur svo að ekki var allt með felldu um túlkun mála. En hvað um það. Það fór nú svo einn góðan veðurdag að þær stöllur fóru á sím- stöðina í Reykjavík og Rán bað um, að hún hélt, sinn heittelskaða Jón Jónsson í símann. Símastúlkan tók nafn og heimilisfang mannsins og allt virtist vera í besta lagi. Hún þurfti bara að bíða dálitla stund á meðan verið var að ná í hann og henni fannst með ólíkindum hvað maðurinn kom fljótt til viðtals. En þá vildi svo til að þetta var allt annar maður en hét sama nafni. Hún kann- aðist ekki við röddina en hélt að það væri eitthvað símasambandinu að kenna, svo að hún hélt áfram við að bera upp erindið. En þá sagði mannauminginn: „Ég þekki þig ekki.“ „Hvað,“ segir stúlkan, „heldurðu að þú þekkir mig ekki, hana Rán, kærustuna þína?“ „Ég á enga kærustu," svaraði mað- urinn. „Ég veit ekki betur en að kon- an mín sé héma hjá mér. Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur.“ Og það voru orð að sönnu því að áður en símtalinu var lokið kom í ljós að sá rétti Jón Jónsson var úti á sjó. En nú víkur sögunni aftur að Guð- mundu og vistinni hjá hjónunum. Hún reyndist fremur erfið, því að hvort sem Guðmunda átti frí eða stóð í stórþvotti, var öllu óhreinu leirtaui og matarílátum, sem féllu til yfir daginn, staflað í vaskinn eða á eldhúsborðið og beið hannar þar þangað til hún kom aftur til þess að vinna eldhúsverkin, svo að um hvfld var ekki að ræða fyrir hana þau kvöld. En þetta fyrirgafst allt því að hjónin vom svo góð og elskuleg. Þetta voru eins og áður segir, ágætis- hjón, en konan dálítið bamaleg, að því er Guðmundu fannst. Hjónin skemmtu sér oft dálítið úti á kvöldin og um helgar og var þá Guðmunda ein með bömin eins og oft áður. Einu sinni sem oftar fóm hjónin á dansleik og fólu Guðmundu að sjá til með bömunum. Frænka konunnar var með þeim og allt í besta lagi um kvöldið. Þó var Guð- mundu ekki ugglaust um að Bakkus væri eitthvað lítils háttar með í för- inni hjá húsbóndanum. En morgun- inn eftir heyrði Guðmunda að það var verið að tala saman í stofunni og að það lét óvenjuhátt í frænkunni. Guðmunda heyrði að hún sagði: „Að þú skulir ekki skammast þín fyrir það, maður, að vera að slá þér upp með annarri stúlku og það fyrir augunum á konunni þinni. Já, og það með annarri eins dræsu, sem er bæði óhugguleg og álappaleg í framkomu. Ja, þvílíkur smekkur!" „Ég gerði nú ekkert fyrir mér, frú mín góð,“ sagði maðurinn með ofur- litla glettni í rómnum. „Ég var bara svo góður í gærkvöldi að ég fór að dansa við þessa stúlku sem sat þama ein úti í homi og enginn skipti sér af. Ég hélt bara að ég væri að gera góð- verk.“ Guðmunda var þama heilan vetur og undi hag sínum vel. Samkomu- lagið var gott á heimilinu þrátt fyrir þennan útúrdúr. Hún var frjáls hvem- ig hún vann verkin og eins og áður segir voru hjónin henni góð og böm- in elskuleg. Þegar hún var að vinna í herbergjum sem voru á tveimur hæð- um í húsinu, hafði hún alltaf vagninn með baminu með sér til þess að geta sinnt því ef einhvers þurfti með. Svo var það einn dag sem oftar, að konan var úti að skemmta sér og Guð- munda ein heima með bömin. Tók hún þá eftir því að bamið í vagninum var orðið eitthvað annarlegt. Hún 382 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.