Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 29

Heima er bezt - 01.11.1994, Síða 29
orðinn hlut. Hún átti ból uppi á dyra- lofti, kassa með gæruskinni í, þar sem hún gat verið um nætur og ef eitthvað var að veðri. Armars hélt hún sig oft í hlöðunni. Nú líður sumarið og það er komið haust. Svo er það einn laugardag að ég er að þrífa bæinn, þvo öll gólf og er að enda við að þvo bæjardyragólf- ið, þá heyri ég að kisa mjálmar úti. Það var ausandi rigning og rok, svo ég ríf upp hurðina til að hleypa kisu inn. Hún var fljót að skjótast inn og upp í neðstu tröppu rimlastigans, sem lá upp á loftið. Eg sá að hún var með eitthvað í túlanum. Ætli hún hún hafi nú náð í fugl? hugsaði ég og hljóp á eftir kisu, sem húkti í neðstu tröppu stigans og leit á mig bænar- augum. En það sem hún var með var ekki fugl, heldur svolítið kettl- ingskríli. Eg ætla ekki að lýsa undrun minni. Hvar í ósköpunum hefur kisa fundið þetta kríli? hugsaði ég og hafði nú snör handtök, tók kisu og krflið í svuntu mína og bar þau upp stigann og lagði þau á gæruskinnið í kassan- um. Fór nú kisa heldur betur að sleikja og „snurfusa" krflið sitt. Nú fóru í hönd miklir hamingjudagar hjá kisu. Æ, mér fannst hún vel að þessu kom- in, eftir það sem á undan var gengið. Þetta var ljómandi fallegur kettl- ingur, gulflekkóttur á lit, á að giska 8-10 daga gamall. Eg fór nú niður og sótti mat og drykk handa þessum hröktu vesa- lingum. Ég og heimilisfólkið veltum því mikið fyrir okkur hvar kisa hefði getað fundið þetta krfli. Á næsta bæ var köttur, en það var högni. Á næsta bæ í hina áttina var ekki vitað hvem- ig ástatt var í þessum málum, en bæði vegalengd og nokkuð djúpt og óbrúað vatnsfall útilokaði allar líkur úr þeirri átt. Ég giskaði því helst á að huldufólkið hefði gefið kisu þetta litla kríli í sárabætur fyrir þau sem frá henni voru tekin fyrr um sumarið og hún saknaði svo sárt. Víst er um það að aldrei vitnaðist það hvar kisa fann sína litlu Huldu- sól, eins og við nefndum krílið henn- ar kisu. Svartur boli kemur í heimsókn Það gerðist einn haustmorgun, öll- um að óvömm, að svartur öskrandi boli kom vaðandi heim að bæjardyr- um. Hann hafði sloppið út úr girð- ingu. Það var ekki að sökum að spyrja, þá var alltaf ætt til bæja. Kostaði það oft mikla fyrirhöfn að losna við þessa vágesti aftur. Þegar þetta gerðist var ekki búið að girða kringum bæinn eins og seinna var gert, og boli þessi virtist hafa mikinn áhuga á því sem við vomm að gera því hann færði sig frá einum glugga til annars, eftir því sem við hreyfðum okkur. Við vomm að vinna í slátri þennan dag og þurftum því á miklu vatni að halda. Það kom í hlut bróður míns að ná í vatnið en við hin héldum bola upp á „snakki“ á meðan við eldhús- gluggann, sem var á bak við, en brunnurinn í hina áttina. Undir kvöld kom pabbi heim af bændafundi. Ég kallaði til hans út um gluggann (því ekki þorði ég út) og bað hann að sleppa ekki hestinum heldur fara til bæja og fá aðstoð til að koma bolanum burt því hann væri sjáanlega lagstur hér að og ætlaði sér ekki að fara héðan aftur. Pabbi vildi hins vegar fara að beisla bola og teyma hann svo burt, en við báðum hann í guðanna bæn- um að koma ekki nálægt bola, því okkur sýndist hann til alls búinn. Endirinn varð sá að pabbi fór til næsta bæjar og fékk með sér tvo menn, sem báðir voru gangandi og ekki með neitt í höndunum annað en band eða beisli. Ekki ætlaði að ganga greiðlega að koma bola burt frá bænum. Loks hafðist það þó en auðséð var að hon- um var það mjög nauðugt. Þegar þeir voru komnir með bola upp að fjalli, sneri pabbi við og hélt að piltamir tveir gætu komið bola eitthvað lengra. En þegar boli sá að fækkað hafði í liðinu og hundurinn horfinn (því hann fylgdi pabba) sneri hann á móti piltunum og ætlaði að leggja í þann minnsta fyrst og átti sá fótum sínum fjör að launa og þeir víst allir. Nema hvað, skömmu eftir að pabbi kom heim heyrðum við að piltamir koma másandi og blásandi og skella aftur bænum. „Boli er þó víst ekki á eftir ykk- ur?“ spurði ég. „Jú, reyndar," var svarið. Þar eð pilltamir fóm beint af aug- um og hentu sér yfir girðingar, en boli varð að krækja fyrir þær, liðu nokkrar mínútur þar til hann kom. Boli tók sér stöðu við baðstofuglugg- ann og hefur víst verið mjög ánægð- ur að vera kominn aftur og geta fylgst með öllu. Svo þegar búið var að slökkva ljósið lagðist hann til svefns eins og hinir og lá undir glugganum alla nóttina og reis upp um leið og fólkið í bænum. Nú var aftur hafist handa um að safna liði og nú skyldu menn vera ríðandi og með hunda. Var einn hundurinn mjög stór, svo að boli tók að skjálfa þegar hann sá hann og sá nú sitt óvænna, þegar þrír ríðandi menn og allir með hunda, vom komnir í kringum hann, enda varð hann nú að láta undan. Hann var rek- inn beina leið heim til hreppstjórans og þar var hann lokaður inni í kofa. Það fylgdi sögunni að boli hefði ekk- ert verið hýr á svipinn þegar rekstrar- menn skildu við hann og einnig það að ekki hafi vandlega verið gengið frá dyrunum, svo við öllu mátti bú- ast. Þetta kvöld var dansleikur á Heimalandi og til vonar og vara fór- um við út Leirur til að mæta ekki bola og eins um nóttina var einn sendur heim á undan til að gá hvort boli lægi undir glugganum. En fegin urðum við að svo var ekki. Var hann þar með úr sögunni að sólarhring liðnum. fTTáfll Heima er best 385

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.