Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Side 32

Heima er bezt - 01.11.1994, Side 32
mig að þrífa hana innan,“ sagði hún undrandi. „Þú veist að ég hef fengið orð fyrir að geta tekið til hendinni, engu síður en hver önnur,“ sagði hún. Karl virtist nú vera á báðum áttum með hvað hann ætti að gera. Loks sagði hann að hún gæti fengið hana með einu skilyrði. „Hvað er það?“ spurði hún. „Að hún verði þín ævinleg eign héðan af ásamt innihaldinu," sagði Teitur og lagði mikla áherslu á síð- ustu orðin. „Ég skil ekki vel hvað þú meinar, eða hvað ætlastu til að ég geri við það sem í kistunni er, ef ég má ekki kasta því?“ spurði hún. „Þú átt að telja það sem í kistunni er þína eigin eign. Og þótt þú gefir eða seljir allar eigur þínar þá máttu aldrei láta það af hendi til nokkurs manns. Kistuna sjálfa máttu láta hvem hafa sem vill en innihald hennar verður að vera þín ævinleg eign. Það verður að vera eins og partur af þér sjálfri, sem þú hvorki getur eða mátt losa við þig, - skil- urðu það?“ sagði Teitur. „Það er eins og þú sért með mannsefnið mitt í kistunni,“ sagði Jana og hló. „Segðu nú til hvort þú vilt lofa þessu eða ekki,“ sagði karl. „Æ, ég held ég verði að játa þessu samt, því kistuna vil ég fá,“ sagði hún. „Þú verður þá að sverja það áður en ég afhendi þér kistuna.“ „Ég held að það sé nú minnst,“ sagði hún og hló vandræðalega að sérvisku karlsins. „Réttu þá upp tvo finguma,“ sagði Teitur. Hún gerði það. „Þið verðið vottar, piltar,“ sagði hann við fylgdarmenn sína. „Hafðu svo upp eftir mér hvert orð sem ég segi,“ sagði hann við Jönu. „Æ, þarf að vera að þessari ólukku vitleysu?“ sagði hún og ók sér. „Þú færð kistuna gefins, ef þú ger- ir það en annars færðu hana alls ekki.“ „Jæja, ég skal þá gera það, ef þér er svona mikil þægð í því,“ sagði hún. Karl byrjaði nú og sagði mjög há- tíðlega: „Ég sver við allt sem heilagt er, eins og ég heiti Jana - Kristjana.“ „Ég sver við allt sem heilagt er, eins og ég heiti Jana - Kristjana," sagði hún. „Að innihald kistu þessarar verði mín ævinleg eign frá þessari stundu,“ bætti karl við. „Að innihald kistu þessarar verði mín ævinleg eign frá þessari stundu,“ hafði hún upp eftir honum. „Og aldrei gefa, selja né farga á annan hátt innihaldi kistunnar á með- an ég lifi,“ sagði Teitur. „Og aldrei gefa, selja né farga á annan hátt innihaldi kistunnar á með- an ég lifi,“ sagði Jana. „Að eilífu amen,“ sagði karl. „Að eilífu amen,“ sagði Jana, „og má ég nú ekki láta höndina falla nið- ur aftur.“ „Jú, jú,“ sagði Teitur, „þú stóðst þig mætavel.“ „Æ, ég er fegin,“ sagði hún, „ég er orðin dauðuppgefin í handleggnum. Þú varst svo lengi að tína þetta fram.“ Meðan þessu fór fram höfðu allir, sem viðstaddir voru, staðið í sömu sporum og glápt undrandi á karlinn og Jönu. Héldu allir að hann væri orðinn vitlaus. „Þama er nú kistan, heillin mín, og hér er lykillinn.“ Að svo mæltu fékk hann henni lykilinn og kvaddi hana og spurði samferðamenn sína hvort þeir ætluðu ekki að vera með. „Jú,“ sögðu þeir dræmt. Þeir vissu ekki vel hvort þeir ættu heldur að fara eða bíða þangað til Jana opnaði kistuna, til þess að fá að sjá þessi býsn. „Þama slapp ég laglega,“ heyrðu þeir að karl sagði við sjálfan sig um leið og hann fór á bak. „Ég býst við að kistan verði henni fulldýr að lok- um, ekki síður en mér.“ Þeir lögðu nú af stað með karli. Tóku þeir að spyrja hann hvað í kist- unni væri en karl vildi ekkert segja þeim. Hristi hann höfuðið og tautaði sífellt í skeggið: „Ovinnandi ógnarfjandi er í kist- unni.“ Þeir vora nú orðnir í meira lagi forvitnir. Kom þeim loks saman um að borga honum kistuverðið ef hann segði þeim hvað í henni hefði verið. En þegar hann hafði tekið á móti peningunum sagði hann þeim að Halamóri hefði verið í kistunni og það hefði verið hann sem hefði verið að bjóða í þann gráa á Hala þá um kvöldið. „Ég heyrði það svo glöggt og svo þegar ég opnaði kistuna áðan, sá ég hann iðandi og spriklandi í henni, al- veg eins og ég sé ykkur núna á hest- baki. En það tröll, hann fyllti alveg út í þessa litlu kistu,“ sagði Teitur. Nú er að segja frá Jönu. Tók hún að forvitnast í kistuna um kvöldið. Varð hún skelkuð mjög þegar hún sá snjóhvítan mann brölta á fjóra fætur í henni. Velti hann sér út úr kistunni. Lá við að hann blindaði Jönu með ryki því, sem gaus úr fötum hans. Kom það af því að kistan hafði verið mélug innan og það svo farið í föt hans. Þreifaði hún á honum til að vita hvort hann væri af holdi og blóði en þegar hún fann að svo var varð hún óhræddari og tók að berja úr honum mélrykið. „Hvar hef ég nú loks innlent?“ spurði Ámi allrámur. „Hjá henni Jönu í Koti og ert nú seldur henni til ævinlegrar eignar,“ sagði hún. Leiddi hún hann síðan í bæinn og dvaldi hann hjá henni nokkra daga í góðu yfirlæti, enda var hann mjög eftir sig eftir kistuveru sína, en Jana hjúkraði honum með allri alúð. Sumir spáðu því nú að Jana mundi ekki sleppa Áma aftur úr höndum sér, fyrst hún hefði komist yfir hann með svona hægu móti. En stúlkumar sögðu náttúrlega að það yrði þá af því að Jana væri svo einstaklega samviskusöm að hún vildi ekki rjúfa 388 Heima er best

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.