Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.11.1994, Qupperneq 33
eiðinn. En þó þóttust sumir verða varir við að einstaka stúlka öfundaði Jönu af happi hennar en stallsystur þeirra bættu strax úr því með því að breiða það út að þær öfunduðu Jönu aðeins af kistunni, því hún væri regluleg búmannseign að þola annan eins jötun og Áma í heilan sólar- hring. ✓ Ami á dýraveiðum Það er af þeim Áma að segja að þegar hann var gróinn sára sinna vom þau Jana harðtrúlofuð. Ákváðu þau að gifta sig um haustið. Þótti Jönu það þó dragast of lengi, því hún var sárhrædd um að einhver stelpan mundi tæla Áma frá sér. „Ég óttast þetta ekki að ástæðu- lausu, heldur af því að ég þekki okk- ar veikustu hlið,“ sagði hún við Áma. Þegar leið á sumarið var farið að lýsa með þeim. Jana lét frændkonu sína út á Eyri baka fyrir sig í veisl- una, því hún kvaðst ekki geta verið þekkt fyrir að bjóða nokkrum manni sveitaklessur. Brúðkaupsdagurinn var nú ákveð- inn um haustið og var þá mikill við- búnaður í Klömbmm, því þar átti veislan að vera, enda var Jana flutt þangað fyrir nokkru. Bæði nýjan sil- ung og rjúpu kvaðst hún vilja hafa í veisluna, enda væri það hægðarleik- ur fyrst Ámi gæti veitt hvort tveggja. Ámi hélt að ekki mundi standa á sér að koma með rjúpumar og silunginn en hún yrði aðeins að segja sér hvað mikið hún vildi hafa. „Eins og þú getur borið,“ svaraði hún. Einn dag lagði Ámi af stað ofan að á með nýja silungastöng og tunnu- poka, sem hann ætlaði að hafa undir silunginn. Sá hann silung hér og þar í ánni. Sparaði hann þá ekki að reka niður stöngina. Bakkar háir vom víða að ánni og eitt sinn er hann skyggndist í ána sá hann stærðarsilung skjótast úr hyln- um inn undir bakkann sem hann stóð á. Hann hafði heyrt talað um að sil- ungur væri oft í innilegum í árbökk- um. Þóttist hann nú vita að þama væri ein slík innilega. Fór hann nú eins framarlega og hann þorði en hafði ekki aðgætt það að spmnga var í bakkann. Steig hann með báðum fótum í sprunguna. Féll hann þá niður um hana. En með því að holt var undir fór hann æ dýpra og dýpra, uns hann var kominn undir hendur. Tók hann þá að æpa og kalla, en enginn heyrði þó. Varð honum það þá fyrir að hann „Og nú tefst ég frá veiðunum við þennan skratta,“ sagði hann, „en ef þið sjáið bröndu við bakkann á meðan þið eruð að ná mér upp, þá spar- ið ekki stöngina,“ bætti hann við. hengdi pokann á stangarendann og reisti hana svo upp sem nauðmerki. En í sama bili fór hann allur ofan um opið í bakkanum. Kom hann niður á fætuma en vatnið náði honum í hné. Verst þótti honum að standa, því öllu hallaði fram í hylinn. Hélt hann að op væri undir bakkann af hellunni. sem hann stóð á og fram í ána. Stór steinn lá við fætur hans, sem hann hafði stuðning af. Meira en seiling hans var upp í rauf þá í bakk- anum, sem hann hafði farið ofan um. Nauðmerkið sást frá Barði og hlupu Þórður og synir hans strax ofan eftir. Sagði Ámi þeim frá ógæfu sinni. „Og nú tefst ég frá veiðunum við þennan skratta,“ sagði hann, „en ef þið sjáið bröndu við bakkann á með- an þið emð að ná mér upp, þá sparið ekki stöngina,“ bætti hann við. Þeir renndu nú til hans reipi og ætluðu að draga hann upp en gátu ekki hreyft hann úr stað. Þórður sá að hér dygði ekkert kák, og lét hann syni sína fara að bera við ofan að á, en sjálfur tók hann hest og reið fram að Þúfu og fékk hann Sig- urð í lið með sér. Höfðu þeir með sér tvær þrískomar blakkir, sem Sigurð- ur átti. Kvaðst hann hafa heyrt að þær væm úr franskri duggu er strandað hefði á Halabót fyrir löngu. Þegar þeir komu að ánni tóku þeir að reisa trönu úr viðnum og draga kaðal í blakkimar. Vom jámkrókar á báðum blökkunum. Kræktu þeir annarri upp í trönumar, en hinni renndu þeir niður til Áma með kað- alspotta á króknum, sem þeir sögðu honum að bregða um sig. En hann kvaðst ekki geta það, nema þeir létu sig hafa reipi líka. Köstuðu þeir því ofan til hans. Ámi batt sig nú fastan við steininn til þess að hann rynni ekki niður í ána á meðan hann væri að binda um sig kaðlinum og hengja sig á krókinn. „Hal tæt,“ kallaði Ámi loks upp til þeirra. Tóku þeir að toga í, en lítið gekk. Virtist þeim hann undarlega þungur. „Æ, æ, æ, æ!“ grenjaði Ámi. „Ég ætla alveg að slitna í sundur. Þið tog- ið í mig að ofan en steinninn að neð- an.“ Létu þeir þá Áma síga niður aftur. Losaði hann sig við steininn og gaf þeim svo merki. Tóku þeir þá að draga hann upp aftur. Fannst þeim hann nú laufléttur. Héldu þeir nú að þetta ætlaði að fá ákjósanlegan endi en allt í einu stóð allt fast. Kallaði þá Ámi til þeirra hástöfum: „Hættið, hættið, ég er þversum í gatinu.“ Sáu þeir að það var satt, því bak- hluti hans gægðist nú upp um spmnguna en höfuð og fótahluti sást hvergi. Urðu þeir þá að láta hann fara niður aftur. Sögðu þeir honum að bregða kaðlinum undir hendur sér, svo hann kæmi á endann upp. Þegar hann kom niður leysti hann sig og ætlaði hann að hafa stuðning af steininum en steinninn var nú lausari fyrir en hann hugði. Steyptist Heima er best 389

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.