Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Page 34

Heima er bezt - 01.11.1994, Page 34
hann fram í ána og Ámi á eftir. Sáu þeir nú sem uppi voru flygsu mikla koma undan bakkanum. Þrifu þeir þá til stangarinnar og ráku hana af alefli í flygsuna og fleyttu henni með stönginni ofan með bakkanum, þang- að sem hann var lægri, og kipptu henni þar upp. Sáu þeir þá að þetta var Ámi. Þegar hann kom upp á bakkann rak hann upp öskur mikið. Náði hann sér svo strax þegar fjaraði út úr skilning- arvitum hans. Hvergi hafði stöngin sært hann því hún hafði aðeins orðið föst í jakkanum. Þegar Ámi tók að hressast, fóru þeir með hann heim að Barði, því þangað var styttra en að Klömbmm, enda var hann þeim megin við ána. Var hann nú látinn hafa alfataskipti og síðan borinn matur. Var það kúf- aður diskur af nýjum silungi. Þegar Ámi sá matinn varð hann allléttbrýnn og sagði við þá, sem færði honum hann: „Nú já, já, þú ert þá betri en guð. Ekki þóknaðist honum að gefa mér neitt í dag, blessuðum, og var það þó ekki af því að ég reyndi ekki að ná í bröndu, enda hefði hann mátt sjá það ef hann hefur þá nokkum hlut gáð að því,“ bætti hann við um leið og hann stakk upp í sig heilu silungsstykki, en hann varaðist það ekki að silung- urinn var heitur. Spratt hann upp með æði miklu, en stykkið vildi ekki fara út úr honum með góðu. Var það svo stórt að það fyllti alveg út í munninn. Hljóp hann um gólfið og baðaði út höndunum, og kom hann engu hljóði upp, nema ofurlitlu snörlhljóði í gegnum nefið, líkast hrotum. Héldu menn fyrst að stæði í honum og vildu fara að hjálpa honum en brátt sáu þeir að svo var ekki. Loks blés hann stykkinu með undraverðu afli fram úr sér. Sögðu þeir sem sáu að það hefði verið líkast gufustrók úr blástursholu á hval, þegar það þeytt- ist í ótal ögnum fram úr honum. Slettust agnimar á þilin, fólkið og hvað sem fyrir var. Ámi rak eins miklu af báðum höndum sem hann kom upp í sig og þreifaði áhyggju- fullur innan um munninn. „Ég er stórskemmdur,“ sagði hann loks, „allur munnurinn brenndur eins og eftir logandi jám. Gott ef ég verð ekki mállaus eftir þetta. Ég veit ekki hvað Jana segir ef ég get nú ekki svarað spumingunum þegar við gift- um okkur.“ Ámi tók nú smám saman að sefast en ekki fékkst hann til að snerta sil- unginn framar. Um kvöldið hélt hann heim og lét hið versta af ferð sinni. „Fékkstu engan silunginn?“ spurði Jana þegar hún sá hann koma með tómann pokann. Framhald í nœsta blaði. Hlaðvarpinn, framhald truflana sem hún snerist til vamar gegn samkvæmt sínu forriti. Fyrir skömmu varð talsvert uppnám vegna s.k. „tölvu- vímsar“ sem lék lausum hala og gerði vart við sig á á- kveðnum degi ársins (líkt og haustflensa mannfólksins) og eyðilagði jafnvel gjörsamlega heilu tölvukerfin. Sagt er að sumir þessara „tölvuvímsa“ séu þannig úr garði gerðir að þeir geti lifað n.k. sjálfstæðu lífi og ferðast og unnið í tölvukerfum án nokkurrar utanaðkomandi aðstoð- ar. „Smitberamir“ em svo disklingar sem fluttir em á milli tölva. Tölvuvæðing heimilanna er sífellt að verða meiri og meiri. Áður en varir verður tölvan farin að opna fyrir þig dymar, hita fyrir þig kaffið, sjá um öryggiskerfíð, kveikja og slökkva ljósin í íbúðinni, stýra hitakerfinu, minna þig á ýmislegt sem þú átt að gera, keyra bflinn fyrir þig í vinn- una eftir tölvuleiðarkortum, jafnvel kenna bömunum, syngja þau og þig í svefn á kvöldin og vekja ykkur á morgnana. Og svona gæti ég lengi talið. Sumt af þessu er þegar orðið mögulegt og annað skammt undan, ásamt mörgu fleiru sem erfitt er fyrir leik- mann að gera sér grein fyrir á þessari stundu. Alþjóðleg tölvunet em sífellt að verða fjölþættari, flóknari og öflugri og hafa t.d. nú þegar teygt sig til íslands, samanber um- fjöllun Sjónvarpsins nýlega, um tölvunet sem Háskóli ís- lands hefur not af. Og þetta alþjóðlega tölvunet mun smám saman samein- ast í svo öflugri móðurstöð að fátt mun taka henni fram í vinnsluhraða, kaldri ályktunarhæfni og viðbrögðum, jafn- vel ekki sjálfur mannsheilinn, sem tölvuna skapaði. Enda er viðbúið að hann hætti smám saman að þurfa að beita sér nokkuð eða hugsa að ráði og muni þar af leiðandi, eins og hver annar vöðvi eða líkamshluti, sem ekki fær eðlilega þjálfun, sljóvgast og rýma. Þetta er ekki glæsileg framtíðarmynd ef sönn reynist, sem hún vonandi er nú ekki. Þó er ekki hægt að neita því að nokkuð gæti verið til í henni og alls ekki er hægt að telja hana algjöra fjarstæðu. Tölvu- og tækniþróunin er gífurleg og margt á eftir að koma sem við ekki sjáum fyrir í dag. Maðurinn er sífellt að reyna að gera sér umhverfið og lífið þægilegra og tæknin er ein leiðin til þess. Þegar ekki þarf lengur að hreyfa legg né lið frekar en löngun stendur til, hvað er þá eftir? Hnignun? Spyr sá sem ekki veit. En sýnir ekki veraldarsagan okk- ur að stundum hafi hóglífi stjómendanna stuðlað að falli þjóða, jafnvel heimsvelda til foma? Sagan endurtekur sig stundum, þó í breyttri mynd sé. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 390 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.