Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 14

Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 14
opinskátt um leyndar gerðir þeirra. Sama máli gegndi auðvitað um ræ- kalls korktappann sem unga drósin hafði brugðið á eldinn meðan baun- imar brenndust og litað síðan með augnbrúnir sínar og augnhár. Já, það má nú segja að víða lágu hættur í leyni fyrir ungt og ástfangið fólk, sem gjarn- an vildi draga dul yfir dufl sitt. Þegar kaffibaunirnar voru fullbrenndar og hæfilega kæld- ar, hófst mölunin, sem framkvæmd var í þar til gerðri kaffikvörn. Þessar kvarnir voru fremur litlar og handsnúnar. Neðst í þeim var skúffa sem tók á móti möluðu kaff- inu. Það var seinlegt verk að mala kaffi og ég held að flestum hafi þótt leið- inlegt að brenna og mala kaffi og því kom það auðvitað oftast í hlut barna eða aldraðra að annast þau verkin. Að hella upp á könnuna var ekki síður vandaverk en hvað annað, enda var það talið ráða miklu um kaffi- bragðið. Sú aðferðin sem mér er minnisstæðust og talin var bera best- an ávöxt var að hella réttsælis í hring sjóðandi vatninu yfir kaffið og gæta þess að allt kaffið vöknaði vel og jafnt. Kaffikönnur voru flestar „emiler- aðar“ járnkönnur eða ólitaðar ál- könnur. Efsti hluti þeirra var að- þrengdur og þar í kom pokahringur- inn, sem hélt taupokanum, sem kaff- ið var sett í. Væri kaffi lagað utanhúss, t.d. á engjum, var enginn poki notaður. Þá var sett vatn í pott eða ketil, kaffi og rót þar í. Síðan var þetta soðið og að lokum kælt þar til kaffið, eða korgur- inn, hafði sest til. Og nú nefndist uppáhellingin „ketilkaffi.“ Þegar færa þurfti þeim kaffi, sem voru á engjum, í mógröfum eða torfristu fjarri bænum, var það sett á 3ja pela glerflöskur sem færðar voru í ullarsokka, bundnar saman tvær og tvær og reiddar á hnakknefinu á sinn áfangastað. Sfðustu orðin sem kaffisendill heyrði frá bæ voru: „Vertu nú fljótur, væni minn, svo að kaffið kólni ekki.“ Að drekka blessað kaffið var auð- vitað kúnst út af fyrir sig. Fyrst var því hellt í bolla en síðan á undirskál og ævinlega var það drukkið svart. Að setja mjólk út í kom ekki til greina, því að það skemmdi bragðið. Smákandísmoli var settur upp í sig og síðan var kaffið sötrað af skálinni. Yfir þessari einföldu athöfn hvfldi einhver helgiblær. Þar sem ég ólst upp fengu börn, það er þau sem voru innan við ferm- ingu, aldrei kaffi, enda var það talið óhollt fyrir slíkan aldur. Til fróðleiks vil ég geta þess að aldrei sá ég te drukkið. Hins vegar var kakó eins konar hátíðardrykkur. Ég er ansi hræddur um að kaffisí- þamb nútímans hefði farið illa fyrir brjóstið á gamla fólkinu á mínum yngri árum, gott ef það hefði ekki flokkast undir guðlast af ásettu ráði. Eftir allt þetta kaffiraus finnst mér ekki fráleitt að enda þessar línu með svofelldri vísu: Að fá nú aðeins kaffi í krús ég kynni vel að meta. Einnig mætti molalús með í sporið feta. JzQg? 194 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.