Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 21
fyrstu árin í Grundarfirði og þaðan stundaði hann sjósókn. Þau fluttust síðan að Setbergi og bjuggu þar í nokkur ár. Leiðin lá svo aftur í Grundarfjörð. Arið 1971 hófu þau uppbyggingu allra húsa á jörðinni Vatnabúðum, og fluttu þau þangað endanlega árið 1979 og hafa búið þar síða. Stunda þau eingöngu kúabúskap. Þau eiga fjóra syni, þá Þráinn Jök- ul, sem búsettur er í Færeyjum, Sæ- vald Fjalar, búsettan í Grundarfirði, Ægir Berg á Húsavík og Gunnar Jó- hann heima á Vatnabúðum. Lfm störf sín segir Ragnhildur: „Eg er nú bara húsmóðir, eins og sagt er og helstu áhugamál mín eru lestur góðra bóka, ég horfi gjarnan á sjónvarpið þegar það býður upp á eitthvað sem vekur áhuga minn. A meðan að heimsmeistaramótið í handknattleik stóð yfir horfði ég á marga leiki. Mér finnst handboltinn skemmtilegur en hins vegar leiðist mér fótboltinn, hann er miklu gróf- ari. Eg dunda mér svo- lítið við að búa til keramikstyttur. Ég fæ sendar grindur í þær sem ég svo móta í leir eftir eigin höfði. Síð- an sendi ég þetta á Elliheimilið í Grund- arfirði, þar sem ég fæ leirinn brenndan. Þar er til ágætur brennslu- ofn. Mér finnst gaman að þessari iðju og auðvitað gef égg þetta allt frá mér. Eitthvað fæst ég við útsaum, hann er svo skemmtilegur og svo tekur maður auðvitað alltaf eitthvað í Vatnabúðir. Barnabörn Ragnhildar og Elísar: 1. Ragnhildur Rún Ragnarsdóttir. 2. Hjalti Vignir og Sœrós Osk Sævarsbörn. Þórdísarstaðir, Suðurbær, Setberg og Vindás. Ut með Grundarfirði að vestan blasir svo sjálf Kvíabryggjan við, en þann stað munu flestir lands- menn einhvern tíma hafa heyrt nefndan. Fremst í Grundar- firðinum miðjum er svo Melrakkaeyjan. Hér er ákaflega fal- legt og víðsýnt Það sést vel yfir Breiða- fjörðinn allt upp á Barðaströnd, yfir á Fellsströnd og inn til Stykkishólms. Þar sést t.d. nýja, fallega kirkjan vel. Svo sér maður auðvitað margar eyjarnar sem Breiðafjörðurinn er hvað þekktastur fyrir. Hér við Vatnabúðir eru tvö falleg smá- vötn og það er einmitt af þeim sem bærinn dregur nafn sitt.“ prjóna. Vatnabúðir eru yst á nesi því sem skagar út í Breiðafjörðinn á milli Grundarfjarðar að vestan og Kolgraf- arfjarðar að austan. Framarlega á nesinu rís Eyrarfjallið hátt og tignar- legt upp í 352ja metra hæð. Sveitin hér dregur nafn sitt af 3. Elísa Berglind og Snorri Berg Ægisbörn. þessu fjalli og heitir Eyrarsveit. Fyrir austan Vatnabúðir eru bæirnir Skallabúðir, Naust og Nýjabúð. Að vestanverðu og í átt að Grundarfjarð- arkauptúni eru bæirnir Akurtraðir, Hér lauk Ragnhildur máli sínu og mér finnst að ég, sem ritari þessa pistils, borinn og barnfæddur Breið- firðingur, geti ekki látið hjá líða að taka undir orð hennar að við fjörðinn sé víða fallegt og víðsýni mikið. Heima er bezt 201

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.