Heima er bezt - 01.02.1998, Page 5
Ingvar
Björnsson:
Bílar, brú
viðgerðir
Rœtt við Harald Þórarinsson í Kvistasi
Sumarið 1993 átti ég leið um Öxarfjörð
og Kelduhverfi og lenti þá í einstœðum hremmingum, sem ég
mun lengi muna. Bíll minn bilaði langtfrá mannabústöðum
upp með Jökulsá á Fjöllum eins og frá greinir í frásögn
minni þar um í janúarhefti HEB.
Þótt ótrúlegt sé þá tel ég þær raunir, sem ég lenti þarna í,
hafa orðið mér til mikillar gœfu. Hún liggur í því að vegna
óhapps míns þá kynntist ég einstöku gœðafólki en það er
fjölskyldan í Kvistási, þau Haraldur, Björg og Indriði, svo
og bræðurnir Guðmundur og Gunnlaugur Theódórssynir að
Austaralandi í Öxarfirði.
Þeir síðar nefndu komu mér að Aust-
aralandi ásamt bíl mínum, veittu mér
ríflegar veitingar meöan ég beið komu
Haraldar er sótti mig og bíl minn, sem
hann dró á verkstæði sitt að Kvistási.
Frá þessari stundu hefur verið góð
vinátta milli mín ogþessa fólks.
Þar sem ég vissi að Haraldur htmaði
á ýmsum fróðleik, sem gjarnan mætti á
þrykk út ganga, bað ég hann að segja
mér ágrip sögu sinnar. Eftir nokkrar
vangaveltur varð hann við þeirri bón
minni og fer frásögn hans hér á eftir:
r
Eg heiti Haraldur Þórarinsson,
fæddur 27. maí 1928 að Ólafs-
gerði í Kelduhverfi í Norður-
Þingeyjarsýslu.
Foreldrar mínir voru hjónin Þórarinn
Haraldsson frá Austurgörðum, fæddur
29. janúar 1902, dáinni 30. júní 1981 og
Kristjana Stefánsdóttir frá Ólafsgerði,
fædd 25. janúar 1896, dáin 1. desember
1938.
Báðir þessir bæir eru í Kelduhverfi.
Sitt fyrsta búskaparár bjuggu foreldr-
ar mínir á Húsavík vegna vanheilsu
föður míns, en frá 1929-38, bjuggu þau
að Austurgörðum. Móðir mín andaðist
1938 og erum við systkinin þá orðin
Ijögur talsins. Var ég þeirra elstur. Árið
1939 fluttum við að nýbýlinu Laufási
er byggt var á hálfri jörð Austurgarða.
Að Laufási fluttist einnig Kristjana
Haraldsdóttir föðursystir mín, er tók
við bústjórn hjá föður mínum. Var hún
síðan hjá okkur meðan heilsa og aldur
entust.
Ekki get ég hælt mér af sérlega góðu
minni frá æskudögum mínum. Þó
standa tveir þættir þar upp úr. Annars
vegar man ég glöggt eftir tveimur kind-
um, sem faðir minn átti. Önnur var hvít
með kolsvarta augabrún yfir öðru auga
er setti áberandi og sérstæðan svip á
hana, hin var grár sauður og því ein-
faldlega kallaður Gráni. Hann var for-
ystusauður og fannst mér hann nánast
hafa mannsvit. Oft kom það fýrir að
kind eða kindur frá okkur, röltu á
næstu bæi og dveldu þar næturlangt.
Að morgni var ég svo sendur eftir þess-
um ám. Alltaf hafði ég Grána með mér
Heima er bezt 45