Heima er bezt - 01.02.1998, Page 6
í slíkar ferðir. Var þá smá garnspotti bundinn í horn hans
og hélt ég þar í. í taumi var Gráni léttari en jafnvel nokk-
ur hundur hefði getað verið.
Búendur þeirra bæja er ég var sendur til, létu, er þeir
sáu til okkar Grána, ær föður míns út og er ég sá það
sleppti ég Grána. Aldrei brást það að hann fór þegar að
kanna sitt lið rétt eins og roskinn og reyndur herforingi.
Þó að ég skildi ekki mál dorra (sauðsins) þá skyldu kind-
urnar það, því þær röðuðu sér upp og röltu á eftir Grána
er tekið hafði stefnuna heim á leið. Þarna fór aldrei á
milli mála hver var foringinn og hver var óbreyttur liðs-
maður.
Síðara atriðið sem mér er í fersku minni er að haustið
1936 er ég var átta ára, man ég eftir mesta rjúpnageri hér
í sveitinni, sem ég hef nokkurn tímann séð. Tíðarfar var
gott þetta haust. Hér til suðurs bera hæðir og klettar við
loft heiman að séð og slík var rjúpnamergðin á morgnana
að líkast var sem allt væri með lífsmarki og á sífelldri
hreyfingu er rjúpnaskarinn fór á kreik.
Þessir fallegu og góðlegu fuglar
gerðu sig heimakomna og sérlega virt-
ist fara vel á með þeim og hænsnfugl-
um hlaðvarpans og ljárhúsanna, enda
segja gamlar sagnir að hér sé um nána
frændsemi að ræða.
Þar sem jjúpurnar voru svona spakar
og gæfar, reyndi ég mikið til að hand-
sama þær til að gæla við þær eins og ég
gerði oft við hænsnin. Slíkt bar þó eng-
an árangur því þær virtust einfaldlega
segja hingað og ekki lengra „góurinn.“
Þegar ég var um fermingu fylgdist ég
oft með rjúpnahreiðrum sem voru hér í
tugatali í um það bil hundrað metra
íjarlægð norður af Laufási, en vegna
ijöldans hafði ég enga tölu á þessum
hreiðrum.
Nú er svo komið að ijúpnahreiður
hef ég ekki séð í áratugi. Ekki veit ég
með neinni vissu hvað þessu veldur, en
trúlega er hér um marga samverkandi þætti að ræða er
valda því að stofninn hér fer minnkandi umfram hefð-
bundnar stærðarsveiflur milli ára.
Uppvaxtarár
Ég held að uppvaxtarár mín hafi verið svipuð og hjá
öðrum börnum hér um slóðir á 3. og 4. áratugunum.
Snemma fór ég að vinna og var látinn hjálpa til við þau
verk sem ég réði við og aldur og geta leyfðu. Sérstaklega
er mér vatnsaksturinn minnisstæður. A uppvaxtarárum
mínum varð að spara allt vatn hér, svo sem kostur var á
og mun svo hafa verið á mörgum býlum hér um slóðir. í
Austurgörðum var vatn sótt í læk sem rann í um 4-500
metra ijarlægð frá bænum. Þegar fullorðnir menn sóttu
vatn fóru þeir með hest, vagn eða sleða, eftir atvikum, að
læknum. A farartækinu voru tunna eða tunnur, sem þeir
jusu fullar með fötum og óku svo heim. Þegar ég síðan
átti að fara að sækja vatnið kom það í ljós að ég var of
stuttur og kraftlítill til þess að ausa upp í tunnu og því
smíðaði faðir minn lágan kassa er hann setti á milli
kjálkanna á vagngrindinni. Síðan gróf hann niður vatns-
bakkann svo að ég gæti ekið út í lækinn og látið vagninn
standa þar á meðan ég fyllti kassann.
Þegar byrjað var að steypa húsið í Laufási, þá kom það
í minn hlut að sækja allt vatn sem til þess þurfti og gekk
það vel.
Vatnsvandamál okkar leystust svo að hluta til er bjáru-
jám kom hér á húsþök og hægt var að safna vatni af þök-
um í ílát. Endanleg lausn fékkst svo er lind úr fjalli ofan
Auðbjargarstaða var virkjuð. Lindin annaði vatnsþörf bæj-
anna Þórseyri (nú úr byggð), Syðri-Bakka og Keldunes-
bæja, og gerir það enn. Þetta var dýr en góð fjárfesting.
Rafstöðvar
Fyrir um tveimur árum fór ég að
liuga að því hvenær vindrafstöðvar
komu hér um slóðir, en þær voru for-
verar alls rafmagns hér. Ég komst
strax að því að þetta mundi ég ekki og
sama var að segja um aðra þá er ég
leitaði til. Um síðir fann Guðrún
Árnadóttir á Meiðavöllum í Keldu-
hverfi, í gamalli dagbók sinni, að
fyrsta stöðin hafi verið sett upp á
Keldunesi 10. nóvember 1937 og var
það 6 volta stöð. Næst kom 12 volta
stöð að Framnesi 1939, en upp úr
1940 fór þessum stöðvum ört íjölg-
andi. Sex volta stöðin var aðeins notuð
til hleðslu á útvarpsrafhlöðum og
bílarafgeymum en þær 12 volta nýttust
bæði til hleðslunnar og ljósa.
Mig minnir að vindrafstöð kæmi að Laufási rétt fyrir
jólin 1941. Þessa stöð settu upp bræðumir Sigurður og
Baldur Skarphéðinssynir á Hróarsstöðum í Öxarfirði.
Ein 32ja volta stöð kom hér í Kelduhverfið og var það
að Krossdal, sem er næsti bær við Kvistás. Því miður
brást þessi stöð væntingum manna.
Allar þær vindrafstöðvar er hér komu voru bilanagjam-
ar og erfiðar í rekstri en þeim var þó haldið gangfæmm
fram um 1960, en þá komu hér Hatz díselrafstöðvar á
flesta bæi. Ekki man ég hver framleiðslugeta þeirra
stöðva var.
Ég tel mig muna það rétt að útvarp hafi komið hér á
flesta bæi fljótlega eftir að útsendingar þess undratækis
hófust. Þótt ég muni ekki ártöl þar um, þá man ég vel að
Vindrafstöð.
46 Heima er bezt