Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Page 8

Heima er bezt - 01.02.1998, Page 8
niðurgröfnum vegslóða, niður að býlinu Hóli er þar er. Eftir að hafa velt upp í huga minn öllum þeim sögum og sögnum er ég taldi mig hafa heyrt eða lesið um ratvísi dýra, ákvað ég að binda sleðann í ístaðsólar hnakksins er hesturinn bar og reyna síðan að reka hann af stað, þegar ég teldi okkur komna upp á veg. í fyrstu gekk hesturinn sitt á hvað, til beggja hliða með hausinn niður við jörð, síðan stansaði hann eins og hann væri að íhuga hvað gera skyldi og að því loknu lagði hann ótrauður af stað. Ég þóttist sjá harðspora frá því um morguninn koma aftur undan sleðanum og taldi ég því að er hann gekk um og hengdi hausinn, hafi hann einfald- lega verið að leita morugunspora sinna áður en hann teldi ráðlegt að leggja af stað heim á leið. Vegna dimmviðris og mykrurs sá ég ekkert til hund- anna og hafði ég af því verulegar áhyggjur. Eftir að við höfðum farið nokkur hundruð metra leið, rofaði aðeins til og sá ég þá hvar hundarnir gengu í sporaslóð skammt framundan hestinum. Það vakti athygli mína að hestur og hundar fóru aldrei af miðju vegarins, en hann var eins og að framan segir, mjór og því varasamur fyrir sleðann. Eftir það sem að framan er upp talið urðu engar hindr- anir á leið okkar og því gekk ferðin vel heim. Er heim kom seint um kvöldið var þar hafinn undirbúningur að því að leita að okkur félögunum. Það urður allir harla glaðir er við birtumst heilir á húfi og kannski átti þarna við ljóðlínan „Kætast ellimóð hjón, faðma ástríkan son,“ úr kvæðinu Heimkoman eftir Kristján Fjallaskáld. Eftir þessa ferð hef ég aldrei efast um ratvísi dýra, já, um undraverða ratvísi þeirra dýra sem við mennirnir oft á tíðum nefnum „skynlausar skepnur.“ Hér lýkur þessari frásögn og það má geta þess hér að þætti heimarafstöðva í Kelduhverfi lauk um 1970, en þá kom 220 v. spenna með loftlínu frá stórri díselrafstöð frá Raufarhöfn, er ríkið rak þar. Spilamennska Eftir lok barnaskólanámsins hef ég ekki gegnið langt á menntabrautinni. Þó var það svo að fyrir fermingu fór ég að læra orgelspil og í áframhaldi af því lærði ég svo að spila á harmóníku. Ég lærði hjá þeim mæta manni Frið- riki Jónssyni á Halldórsstöðum í Reykjadal, en hann er nú nýlátinn, blessuð sé minning hans. Það er svo eitthvað um eða fyrir 1950, sem ég fór að spila fyrir dansi. Eins og venja þess tíma var, þá spilaði aðeins einn maður á hveijum dansleik og auðvitað var harmóníkan eina hljóðfærið. Ég spilaði á mörgum stöð- um en mest þó í samkomuhúsinu að Lundi í Öxarfirði og í Gamla fundarhúsinu að Grásíðu við Víkingavatn, er var aðal samkomuhús Kelduneshrepps á þeim tíma. Ég var svo lánsamur að eignast mikla og afar vandaða harmóniku, fjórskipta nikku, er þótti hið mesta stáss. Ég spilaði auðvitað fyrst og fremst á hefðbundnum dans- Haraldur á yngri árum og með harmónikuna. leikjum og öðrum samkomum hér um slóðir. Þó gat borið þar út af eins og eftirfarandi frásögn sýnir: Árið 1949 var ég nokkurn tíma á Akureyri, ég var á námsskeiði fyrir meirapróf bifreiðastjóra. Langt var milli skólans og staðar þess er ég hafði aðsetur á og þurfti ég að ganga mikið og því fór það svo að ég fékk slæmt sár á annan fót minn. Ég fór til læknis er kvað óhjákvæmilegt að skera í fót minn og til þess þyrfti ég að fara á spítalann og dvelja þer einhverja daga. Þetta leist mér illa á, því ég var hræddur um að það yrði til þess að ég gæti ekki lokið prófinu. Læknirinn sannfærði mig um að aðgerðin yrði óhjákvæmileg og að ég gæti komist í prófið þrátt fyrir það. Sárinu gæti hann haldið í skef jum fram yfir próf. Allt þetta gekk eftir. Að lokinni aðgerðinni lá ég á svokölluðu sóttvarnarhúsi er tilheyrði spítalanum. Þama þekkti ég marga góða menn. Á meðal vina minna gekk ég ekki undir fullu nafni, heldur var ég ævinlega kallaður Mannsi. Þegar ég nú steig, aldeilis grallaralaus, inn á Sóttvörn, heilsar einn vinur minn mér með orðunum: „Sæll, Mannsi, velkominn hingað, en hvar er harmónikan?“ Mér varð nokkuð bylt við þetta ávarp því ég taldi ekki að spítalavist og harmónika ættu nokkuð sameiginlegt. En hvað um það þá varð þetta til þess að ég fékk nikkuna mína til mín og stóð hún við endann á rúmi mínu. Síðan gerist það að hinn víðkunni yfirlæknir Akureyrarspítala, Guðmundur Karl, kemur á stofúgang og það fyrsta sem hann sér er harmónikan mín. Er ég sá hverju fram fór 48 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.