Heima er bezt - 01.02.1998, Side 9
greip mig svo mikill ótti, að er læknirinn spurði hver ætti
þennan grip, kannaðist ég ekkert við hann. A stofunni
vorum við þrír og þar sem hinir tveir neituðu eignaraðild
sinni bárust öll bönd að mér.
Þessu lauk svo með því að ég gekkst við króanum og er
ég hafði það gert, segir Guðmundru Karl mér að spila
fyrir sig einn tjörugan ræl, sem ég og gerði, því ekki gat
ég neitað svo einfaldri bón.
Ástæðan fyrir ótta mínum var sú að ég taldi það sjálf-
gefið að á spítalaherbergi væri forboðið að vera með
nokkra þá hluti er valdið gætu öðrum ónæði.
Guðmundur Karl var hár maður og grannur, glettinn og
snar í snúningum. Um leið og ég byrjaði að spila rælinn,
þreif hann ungan aðstoðarmann sinn taki og þeyttust þeir
vítt og breitt um stofugólfið. í stofúnni voru þrjú vel
breið rúm og yfir þau stökk læknirinn léttilega fram og
tilbaka, en hinn ungi aðstoðarmaður horfði undrandi á
þessa léttu fimleika yfirmanns síns.
Að loknum rælnum taldi ég mig kominn úr miklum
háska, þar sem ég fékk engar ávítur og ekkert var amast
við nikkunni. En Adam var ekki lengi í Paradís. Er Guð-
mundur Karl var nýgenginn burt snarast hjúkrunarkona
inn, gengur að mér og kveðst vera send af fröken Jó-
hönnu yfirhjúkrunarkonu og eigi hún að biðja mig að
koma niður á spítala og spila þrjú lög fyrir sjúklinga og
starfsfólk. Þessari beiðni neitaði ég harðlega, m.a. á þeim
forsendum að ég mætti ekki stíga í hinn sjúka fót minn án
leyfis læknis míns og með þau skilaboð fór hjúkkan.
Stuttu síðar birtist svo sjálf fröken Jóhanna í eigin per-
sónu. Hún kvað lækni minn leyfa mér að fara niður með
sinni aðstoð og bað mig fyrir alla muni að koma og spila
áminnst þrjú lög fyrir fólkið.
Ég taldi mig ekki geta neitað svona vel beðinni bón og
saman örkuðum við fröken Jóhanna niður á gang. Þessu
lauk svo með því að ég spilaði þrjú lög á ganginum fyrir
þá, sem þangað komust, en að því loknu spilaði ég þrjú
lög á öllum þeim herbergjum
þar sem einhver sjúklingur lá.
Þessa spilasögu var ég búinn
að ákveða að segja ekki, enda
fannst mér hún jaðra við sjálfs-
hól, en að vel athuguðu máli
ákvað ég að láta hana koma
hér, vegna þess hve fallega hún
endaði.
Er ég hafði lokið spili mínu
leit ég kringum mig og þá sá ég
sjón sem tók mig nokkra stund
að átta mig á. Það voru allir
grafalvarlegir og á hvörmum
sumra sá ég blika tár. Hvað var
að ske? Hafði ég spilað svona
illa? hugsaði ég, en svo áttaði
ég mig. Þetta fólk hafði aldrei
fengið svona heimsókn. Það hafði margt aldrei séð svona
stóra og fallega harmóniku og hjá ýmsum voru liðin
mörg ár síðan þeir höfðu heyrt þau ljúfu lög sem ég hafði
spilað hér. Fólkið var einfaldlega svo hrært að það gat
ekkert sagt né haldið aftur af tárum. Því er það svo að ég
tel þetta hafa verið eitthvert besta verk sem ég hef unnið
um mína daga.
Eftir að allt var afstaðið varðandi spiliríð, komst ég að
því að þegar Guðmundur Karl fór frá mér, hafi hann farið
beint til fröken Jóhönnu og sagt henni hve vel hann hafði
skemmt sér og hvatt hana til að fá mig niður og spila þar
fyrir fólkið.
Á þeim árum, sem ég spilaði á dansleikjum, voru þeir
vel sóttir. Víndrykkju var mjög stillt i hóf, en auðvitað
fengu menn sér í glas, eins og sagt var, en ég tel að al-
mennt hafi menn kunnað vel með vín að fara.
Það munu hafa liðið 10 ár frá því að ég hóf spila-
mennsku mína og þar til að ég komst að því að sú atvinna
hentaði mér ekki og því hætti ég öllu opinberu spiliríi.
Brýr á Jökulsá á Fjöllum
Árið 1907 var fyrsta brúin byggð á Jökulsá á Fjöllum.
Var hún staðsett neðan (norðan) gljúfranna, austan Ás-
byrgis og var hún eina brúin á Jöklu gömlu þar til ný brú
kom milli Grímsstaða á Fjöllum og Mývatnssveitar.
Smíði þeirrar brúar hófst árið 1946 og það hittist svo vel
á fyrir mig að á sama tíma var ég tilbúinn að fara út á
vinnumarkaðinn og því réðst ég þar til almennra starfa.
Smíði þessarar brúar gekk vel og lauk henni 1947 en
' :: :
vígð var brúin ekki formlega fyrr en árið
1948. Þessi mikla brú stytti verulega allar
vegalengdir milli Suður-, Vestur- og Aust-
urlandsins..
Fyrst í stað vann ég þau störf er til féllu
Heima er bezt 49