Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 10
hækkaður í tign svo um munaði. Ég var settur á strengina
ásamt þremur öðrum mönnum. Okkur var ætlað að
skrapa burt geymslubikið sem á þeim var og síðan átti að
tjarga þá eða mála. Við þetta verk var ég í um það bil
mánaðartíma en fór þá að mála sjálfa brúna með þeim
fokki er þar vann.
Við brúarsmíðarnar við ána munu um 130 manns hafa
unnið er flest var, en það var ekki langur tími sem svo
margir unnu þar samtímis. Það var oft kátt í kotinu, eins
og maður gæti sagt. Hreinlætisaðstaða fyrir fólkið var
ekki beysin, vatn til hreinlætisaðstöðu, matargerðar og
þess háttar, þurfti auðvitað að sækja að og þó ég muni
hverju sinni. Ég var búinn að vera við ána nokkra daga
þegar svo bar við að ferjumaðurinn sem fór með bátinn,
veiktist og varð að hætta störfum og auðvitað þurfti þetta
að bera upp á dag þar sem snögglega þurfti að koma
manni yfir ána. Því var það að í hádegisverðarhléinu
kemur verkstjórinn i matsal okkar og spyr hvort hér sé
einhver sem kunni róður á straumvatni. Þar sem enginn
gaf sig fram segist ég hafa reynt slíkt lítilsháttar og án
fleiri orða var ég drifinn í að fara yfir ána með manninn
er þangað þurfti. Nafni þess heiðursmanns hef ég alveg
gleymt.
Pramminn, sem var fyrst á ánni, var ------------------
ekki merkilegur og gæta þurfiti fyllstu
varúðar í allri umgengni við hann svo
vel færi. Sérstaklega vegna þess hve lé-
legur botn hans var.
Þessi fyrsta ferð mín gekk að óskum
og upp frá þessu varð þetta mitt starf allt
til þess að ganga mátti yfir hina nýju brú
eftir rúmt ár, eða á næsta sumri. Þarna
skeði margt skemmtilegt, margir voru
afar hræddir við að fara þarna yfir Jöklu
gömlu, meðal annars vegna hins mikla
straumhraða. Oftast þurfti að ausa
prammann eftir hverja ferð, svo mikil
var ágjöfin, sérstaklega í miklum árvexti
og hvassviðri.
Gaman hafði ég af því að sjá hraust-
lega menn setja hönd fyrir augu uns land
var tekið hinu megin og auðvitað tel ég að þessi gerning-
ur þeirra hafi stafað af hræðslu og eða ótta. Sjálfum
fannst mér þetta ástæðulaust.
Tvívegis lenti ég í ánni en komst klakklaust upp úr
henni í bæði skiptin.
Við þennan lélega pramma var svo gert fljótlega og ég
tók ástfóstri við hann vegna þess hve léttur og lipur hann
var. Hvað um prammann varð efitir hans daga á ánni vissi
ég aldrei þótt ég spyrðist fyrir um hann. Tveimur öðrum
prömmum var bætt við er þörf fyrir þá óx en þeir hentuðu
illa, voru háir og þungir og pössuðu því illa við þetta
verkefni en þó varð að notast við þá, því allmikið móta-
og byggingarefni barst að og varð yfir að fara. Stundum
barst svo mikill flutningur að, að alla prammana varð að
nota samtímis.
Prammana hrakti allmikið undan straumi í hverri ferð
er yfir var farin. Því varð að draga þá upp með landi er að
var komið í hvert sinn. Við dráttinn voru tveir menn, ann-
ar dró prammann en hinn stjakaði honum frá bakkanum.
Þetta var svona í fyrstu en síðan komst ég upp á það lag
að binda dráttarbandið á réttan stað í bátinn svo að ég gat
nýtt strauminn til þess að halda honum frá landi og þar
með þurfti ég ekki lengur neinn hjálparmann og með
þessu lagi var erfiðið mikið minna.
Eftir að ferjumannsstarfinu lauk sumarið 1947 var ég
Pramminn, sem segirfirá í greininni.
Steypumöl sóttyfiir smá kvísl í ánni,
sem oft var reyndar þurr. Tjaldbúðir í
baksýn.
Kraninn. Hann þótti stór 1946 og
hefur sennilega verið það.
50 Heima er bezt