Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Side 11

Heima er bezt - 01.02.1998, Side 11
• 'fe. Brúin fullbyggð. það ekki fyrir víst, þá hlýtur því að hafa verið ekið á stað- inn. Kristján Þórhallsson í Vogum í Mývatnssveit vann við brúna og átti þá vörubíl er var af Ford gerð frá árinu 1941 og átti hann boddí er sett var á bílinn ef flytja þurfti margt fólk. Boddíið var tréhús eða kassi án gólfs, en í því voru trékbekkir með trébaki er fólkið sat í og þarna fór vel um það, að minnsta kosti fannst manni það í þá daga. Þegar ekki þurfti að flytja fólk var boddíið tekið af bíl- pallinum og það geymt einhversstaðar á góðum stað. Þyrfti hinsvegar að nota það, lyftu menn því á bílpallinn og boltuðu það vel niður. Kristján fór reglulega einu sinni í viku með mannskap- inn í gufubað. í gjá einni austan Námaskarðs var aðstaða til að fara í gott gufubað og þar gekk vel að losa lík- amann við öll óhreinindi er liðin vika hafði á hann sett. Einhvern veginn vildi svo til að ég fékk sérstakt sæti í bíl Kristjáns, kannski af því að ég fór í flestar ef ekki all- ar þessar ferðir með honum. Fyrir utan þessar baðferðir fór Kristján minnst eina ferð í viku til að sækja vistir fyrir brúarfólk. Á þessum tíma var uppgripa silungsveiði í Mýtvatni, svo að af þeim ágæta matfiski höfðum við mikið. Hvaðan mjólk og allar slíkar vörur komu man ég nú ekki en tel þó vafalaust að þær hafi komið frá Húsavík að mestu. Við Kristján gerðumst fljótt góðir vinir. Bíllinn hafði þá náttúru að hann bilaði stundum og var ég þá að reyna að myndast við að hjálpa Kristjáni að gera við bílinn, en auðvitað skorti mig alla kunnáttu þar til, en Kristján var hinsvegar búinn að vinna á verkstæði í Reykjavík ein- hvern tíma og vissi því sitt af hverju er hann miðlaði til mín og þarna lærði ég því mikið um helstu bilanir öku- tækja og viðgerðar þeirra. Að endingu kenndi hann mér undir minna próf bílstjóra, þarna við brúna. Með okkur Kristjáni hefur haldist mjög góð vinátta fram á þennan dag. Það má ekki skilja orð mín þannig að Kristján hafi verið eini almennilegi maðurinn þarna við brúna, síður en svo, því að þar voru fjölmargir heiðurs- og sómamenn og við marga þeirra hef ég enn í dag gott samband. í gegnum aðstoð mína við Kristján í viðgerðum á hans bíl og nám mitt við akstur hjá honum hef ég áreiðanlega fengið bílabakteríuna svo nefndu. Er líða tók á framkvæmdir hér var farið að tala um róðrarkeppni yfir ána, en það leist mér mjög illa á, vegna þess að þarna voru margir stórir og stæðilegir menn og gamlir sjómenn, sem vel kunnu til verka og því kveið ég mikið fyrir kvöldinu er keppnin skyldi fara fram en mig minnir að þátttakendur í henni hafi verið um 30 talsins. Það var skipuð dómnefnd til að dæma keppnina. Aðstæð- ur voru þannig að þar sem lenda átti að austanverðu við brúna var dálítið vik ofan við brúarstöpulinn. Þar fyrir neðan var smáflúð og takmarkið var að ná inn í víkina. Frá vestara landinu þurfiti alltaf að fara frá sama stað. Það voru þijú atriði sem gefa átti fyrir: tímalengd, áratog og lendingu. Keppnisnefndinni kom saman um það að ég skyldi fara síðastur af stað. Eins og áður segir þá kveið ég mjög fyrir. Keppnis- kvöldið var hávaðinn af brúarfólkinu að fylgjast með keppninni og auðvitað jók það kvíða minn. Ég man glöggt eftir því er ég lagði af stað í ferð mína, sérstaklega man ég vel eftir hlátri viðstaddra er töldu mig taka svo vitlausa stefnu að engu væri líkt. Þar sem þetta var nú ekki mín fyrsta ferð þá þóttist ég vera búinn að læra nokkuð bæði á ána og bátinn. Yfir ána fór ég í langfæst- um áratogum, á stystum tíma og ég gat látið bátinn eða prammann, reka ofan í víkina, sem allir aðrir fóru niður fyrir. Þegar maður fer að hugsa um þennan tíma og brúar- smíðina frá upphafi til enda, þá kemur svo margt upp sem gaman væri frá að segja að til þess dygði ekkert minna en að skrifa heila bók. Vegna plássins hér í þessu stutta rabbi hef ég reynt að vinna sem mest úr minning- unum og taka aðeins til frásagnar það sem hæst stendur upp úr. Við brúarsmíðina var ekki mikið um hjálpartæki er létt Heima er bezt 51

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.