Heima er bezt - 01.02.1998, Side 13
Ég ók heyi heim á langgrindarkerru er einn hestur dró
og tók hún fimm bagga í ferð, en það var nú lítill hluti af
því heyi sem oft var hirt á dag.
Það sem ekki komst heim var borið upp í hey á engjun-
um. Ég man eftir að heildarheyskapur komst upp í 1200
bagga eitt sumarið.
Snemma fór ég að slá með hestasláttuvél, en þar sem
fætur mínir voru svo stuttir að ég náði ekki niður á vél-
ina, beygði ég þá bara undir sætissetuna og gat þannig
gert gagn.
En það má geta þess hér, sem mun hafa verið fátítt um
sveitastráka á þessum tíma er ég var að alast upp, að ég
lærði aldrei að slá með orfi og ljá.
Arið 1948 keypti ég vörubíl, Ford, árgerð 1947, og ók
honum í nokkur ár eða þar til ég losnaði við bílabakterí-
una. A þessum bíl voru auðvitað smá gallar, en þegar ég
var búinn að láta lengja grind hans, setja undir hann
lengri afturijaðrir, dempara við framfjaðrir og svamp í
stað gorma í sæti hans, var þetta ágætur bíll.
Veturinn 1949 bað nágranni minn mig að sækja hey á
einn bíl er hann hafði keypt af öðrum bónda í sveitinni.
Til að komast að heyinu þurfti ég að aka yfir Víkinga-
vatnið er ég taldi vera á vel heldum ís. Svo óheppilega
vildi til að ég ók ofan i opna vök er var skammt frá landi.
Þetta gerðist þótt þaulkunnugur maður væri mér til leið-
sagnar. Vök þessi var við enda tanga sem gengur út í
vatnið og ók ég því mjög hægt til þess að ná beygju er
þar var. Vökin var nokkuð mátuleg fyrir stærð bílsins og
var botn hennar með miklum halla frá landi og ætla má
því að ef ferð bílsins hefði verið örlítið meiri hefði ís-
skörin skorið hús hans í sundur og hefði þá ekki þurft að
spyrja að leikslokum.
Ástæðan fyrir þessu óhappi var sú að nóttina áður gerði
norðan hvassviðri og skóf þá í sandskafla frá sjónum yfir
ísinn, sem var með svo líkum lit og vökin að ég sá ekki
mun þar á.
Seint um daginn náðist bíllinn upp úr vökinni með
ómetanlegri hjálp sveitunga minna.
Fjölskylda
Upp úr 1950 fór ég að hugsa um konuefni mér til
handa en á því sá ég alls konar annmarka fyrir svo mein-
gallaðan mann sem ég taldi mig vera. En þó fóru leikar
svo að Björg Margrét Indriðadóttir, hér í Lindarbrekku,
varð mín kona og giftum við okkur 12. nóvember 1952.
Björg er dóttir Indriða Hannessonar frá Kelduneskoti og
Kristínar Jónsdóttur frá Keldunesi, en þau hjónin byggðu
nýbýli að Lindarbrekku og ráku þar gisti- og greiðasölu
um langt árabil.
Við byggðum nýbýlið Kvistás á sjötta áratugnum og
fluttum þar inn 1959, en fram að því vorum við í Laufási.
Okkur fæddist drengur á sjúkrahúsinu á Akureyri 5.
febrúar 1954, er andaðist 9. febrúar sama ár, en síðan
Eiginkona og sonur Haraldar, Björg Margrét Indriða-
dóttir og Indriði Vignir.
fæddist Indriði Vignir 15. júlí 1956 og hefur hann verið á
heimilinu hér síðan.
Vélaviðgerðir
Á árunum milli 1950-60 fór ég að vinna að vélavið-
gerðum ásamt annarri vinnu en svo byggði ég mér véla-
verkstæði, sem ég tók í notkun 1964 og síðan hafa við-
gerðir og vélafikt verið mín aðalvinna, eins og ég segi
oft. Fyrir um það bil 30 árum, þegar fólksbílaeign lands-
manna var aðeins angi þess sem nú er, var það svo að
þegar ákvörðun hafði verið tekin um að fara í sumarfrí
með fjölskyldu og jafnvel nánustu vini, varð fýrst að
gaumgæfa hve margir fullorðnir færu í ferðina. Síðan
varð að athuga hve margir hinna fullorðnu treystu sér til
að sitja undir börnum og unglingum og er þessar tölur
lágu fyrir var farið að huga að þeim búnaði er talinn var
nauðsynlegur til ferðalagsins, sem venjulega reyndist svo
mikill að hann komst aðeins að hluta til í farangurs-
geymslu bílsins. Þess vegna var þotið til að kaupa topp-
grind og hún fyllt svo sem frekast mátti verða og að því
loknu var komið að brottför. Þegar farið var af stað mun
það hafa verið algengt að þyngd farþega og farangurs
nálgaðist tvöfalda uppgefna burðargetu bílsins og því var
fjarlægð vegar og undirvagns eðlilega svo lítil að er ekið
var eftir gömlu, niðurgröfnu vegunum okkar, með aðeins
einum hjólforum og grófan og grýttan malarhrygg á
milli, þá var það skiljanlegt að allur undirvagn bílsins
væri í bráðri hættu og því fór fríið hjá mörgum í það eitt
að skrönglast á milli viðgerðarverkstæða með undanrifin
pústkerfi, götótta bensíngeyma, sprungnar og rifnar
slöngur og rifin dekk, ásamt brotnum fjöðrum, en þetta
voru algengustu bilanimar í bílum á þessum árum.
Frásögn mín hér að framan um sumarleyfisferðir
Heimaerbezt 53