Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Page 16

Heima er bezt - 01.02.1998, Page 16
hann las það úr að hún væri meira en lítið skotin í honum líka. En lengi stóð það í honum hversu bréf stelpunnar var illa skrifað, mikið af villum og því dró hann þá ályktun að hún væri ekki vel skynsöm. Þó haggaði það ekki þeirri staðreynd að stelpunnar vegna varð hann að kom- ast á ballið. Það mun hafa verið laugardag einn í maíbyrjun að ungmennafélag næstu sveitar, hélt þetta dansiball í frekar litlu húsi en allgóðu á þeirra tíma mælikvarða, kröfurnar voru minni í þá daga. Ungi maðurinn frétti af þessu af tilviljun, því ekki var auglýst í þann tíð. Auðvitað langaði hann að fara, ekki síst vegna stelpunnar, og hugs- aði sér gott til glóðarinnar, nú væri tækifæri til að kynnast henni, vita hvernig hún dansaði. Kannski mátti vonast eftir einum kossi eða svo, ef þröngt væri á gólfinu. Þessar og fleiri hugsanir ásóttu þennan unga mann. Á ballið varð hann að komast, um bíl var ekki að ræða í þá daga. Það eina farartæki sem sveitir landsins höfðu, var hesturinn. Hesta átti hann sjálfur, utan þess að hafa einn og einn fola fyrir aðra. Tvo fola lét hann sér nægja til þess- arar ferðar, enda leiðin ekki löng á dansstaðinn. Hann fór seint af stað, lét sér ekk- ert liggja á, lét lítið bera á því að hann væri að fara á bæi og allra síst á ball. Eftir að hafa komið hestunum fyrir í hesthúsi á ballstaðnum, rölti hann inn í húsið, þar sem dansinn dunaði. Þarna var margt af fólki, dansandi eftir harmónikumúsík og í sólskins- skapi. Ungi maðurinn stóð góða stund og horfði á dansandi fólkið. Ekki sá hann stelpuna, sem hann kom til að dansa við. Kannski var hún alls ekki á ballinu. Góð stund leið og nokkrir dansar voru dansaðir. Þá loks kom hann auga á hana. Hún var að dansa við mann, sem hann kannaðist við. Þótti honum það ekkert tiltökumál þótt hún dansaði við þá, sem buðu henni upp. Hitt þótti honum öllu verra, að það liðu margir dansar og sá, sem hún var að dansa við, virtist ekki neitt ætla að sleppa henni í bráð. Enn liðu nokkrir dansar. Unga manninum fór nú ekki að lítast á blikuna. Meira að segja stelpan virt- ist forðast að líta í áttina til hans. Hún virtist una þessu vel. Átti hann virkilega ekki að fá að ná í stelpuna. Þessi andsk... maður, sem var í við- bót mikið eldri en hún, ætlaði sýni- lega ekki að dansa við aðra á ballinu. Unga manninum var annað betur gefið en ganga eftir neinum og allra síst stelpum. Ef þær vildu ekki við hann dansa var eins gott að fá sér einhveija aðra, og það gerði hann. Þarna var ung og falleg, ljóshærð stelpa, sem hann kannaðist við. Nú var ekki eftir neinu að bíða, fyrst sá aldni sleppti ekki þeirri sem hann ætlaði sér virkilega að dansa við, þá var að taka því. Hann var ekki einn af þeim sem var að sýta fyrir sér hlutina. Þess vegna fór hann og bauð þeirri ljóshærðu upp. Ja, ekki stóð á henni. Og nú dansaði hann hvem dansinn eftir annan við hana og ekki bar á öðru en að henni líkaði vel í faðmi hans. Ballið stóð langt fram eftir nóttu og sá fullorðni sleppti ekki steípunni úr höndum sér. Sá ungi var ekki, út af fyrir sig, illur eða reiður. Hitt var verra að honum fannst þessi mann- skratti vera að stinga undan sér, þar sem hann fékk ekki einu sinni einn dans. Hann hafði ætlað þetta á annan veg, langaði til að knúsa hana og finna hvort hún væri mjúk og hafa hana í einrúmi. En hún lá ekki á lausu. Það sá sá fullorðni um. Eiginlega trúði hann því ekki að stelpan væri skotin í þessum manni eða var það eitthvað annað sem kom til. Fjandinn hafi það. Verst var að vera kominn hingað og fá ekki einu sinni einn dans, hvað þá heldur meira. Áfram hélt ballið, sá ungi dansaði alltaf við þá ljóshærðu, utan tvo dansa við aðrar stelpur fyrir kurteis- issakir. Fór senn að líða að þeim tíma að ballið hætti og fólk fór að búa sig til heimferðar. Sá ungi hafði tekið eftir því að stelpan og aldni maðurinn höfðu íyrir löngu horfið úr salnum. Hann litaðist um, þá ballið var hætt, talaði við kunningja, hafði augun hjá sér ef hann mætti sjá annað hvort þeirra, en það var engan að sjá. Lík- ast því að jörðin hefði gleypt þau. Kannski voru þau farin heim. Hann vissi að sitt á hvorum enda sveitar- innar ættu þau heima. Þar kom að flestir voru farnir af stað heim og það hugðist hann líka gera, en áður en það varð, fór hann inn í danshúsið. Því var þannig skipt að uppi var danssalur en niðri eldhús og stofur, þar sem veitingar voru veittar. Hann langaði í kaffi áður en hann legði af stað. Það var fýrir mestu eftirgangssemi að hann fékk kaffið. Salan var hætt og stúlkurnar farnar að ganga frá. En kaffið fékk hann og einn mátti hann sitja þarna og drekka en það var einmitt það besta, sem fyrir gat kom- ið. Hefðu fleiri verið þama er hugs- anlegt að eftirtekt hans hefði ekki beinst í rétta átt. Á meðan hann situr þarna og gæðir sér á kaffinu í róleg- heitum, heyrir hann eitthvert lágt hljóð. Það gat verið samtal, þó fannst honum kveða við annan tón við og við. Helst heyrðist honum það vera snökt. Gerðist hann nú æði forvitinn. Ein- hver kompa eða geymsla var inn af, þar sem veitingarnar fóru fram í, en hurð þar féll að stöfum, svo hann heyrði óljóst hvað þetta var. Rak nú forvitnin hann áfram. Hann var einn þama, svo sem áður er sagt. Enginn sá hvað hann hafðist að. Af mikilli varfærni opnaði hann hurðina aðeins, svo lítið að hann gæti séð hvað þarna var að gerast. Þá sá hann mann, sitjandi á einhverju, sem líktist kistu eða bekk og í faðmi hans var kona, vel klædd, sem hann hélt utan um mittið á, en hún um háls honum. Hún var snöktandi, hann með einhverjar fortölur. Báðum var svo mikið niðri fyrir og niðursokkin í 56 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.