Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Side 17

Heima er bezt - 01.02.1998, Side 17
raunir sínar að hvorugt þeirra tók eft- ir hurðinni, sem myndað hafði nægi- lega rifu, svo hann mátti glöggt sjá þau bæði og heyra allt sem fram fór þarna. Frekar var skuggsýnt þarna inni, en hann hafði ekki lengi horft á parið, þegar hann þekkti manninn, sem sat með konuna. Oft hafði hann orðið hissa á ævinni, en sennilega aldrei sem í þetta skipti. Það var enginn vafi á því hver maðurinn var. Enginn annar en sá, sem dansað hafði mest við stelpuna sem hann fór á ballið til að ná í og dansa við. Ungi maðurinn skildi hvorki upp né niður í þessu. Á ballinu dansaði þessi maður við unga stelpu, nánast hvern einasta dans, og þar að auki vangaði hann hana í þokkabót. Svo, nokkru seinna, þegar stelpan var far- in af stað heim, situr hann með harð- gifta konu í fanginu. Konu frá einu stærsta búi sveitarinnar, sem hafði mikil umsvif og var talið í þeim flokki sem við ríkidæmi eru orðaður. Auk þess var frúin allmörgum árum eldri en þó á besta aldri fyrir karl- menn á þeim tíma. Maður konunnar var ekki á ballinu, hann lét ekki sjá sig á svona stöðum. Það er svona með forka, þeir verða að gæta stöðu sinnar. Ungi maðurinn var þessum þrem, persónulega ókunnur, en þekkti þau öll í sjón og vissi hvar þau áttu heima. Aldursmunur virtist vera minni á þessu pari en á stelpunni, sem hann dansaði mest við. Þessi kona átti sinn búhöld á stórbúi og allt virtist vera þar með glæsibrag, alla- vega að ytra útliti. Hún var talin standa býsna hátt í mannfélagsstig- anum, ef nota má þann mælikvarða. En þarna var tveim ólíkum saman að jafna. Hún búandi á stórbúi, vel í efnum, hann réttur og sléttur vinnu- maður, sem lítið átti undir sér. Hér var eitthvað skrýtið á ferð. Þegar ungi maðurinn gægðist inn um hurðina, er eins víst að ef hann hefði ekki þekkt neitt þetta par, má víst telja að henn hefði sem skjótast forðað sér burtu. En miðað við það, sem á undan var gengið og að hann sá þarna manninn, sem hafði gert honum gramt í geði, þá var forvitni hans vakin. Vitanlega gat hann átt sterkan leik viðvíkjandi stelpunni. Fara bara beinustu leið til hennar og segja henni hvað hann hefði séð til manns- ins eftir að hún var farin. En svo mikið var hann ekki skot- inn í henni að hann freistaðist til þess að koma illu af stað. Til voru mörg dæmi um að menn höfðu brugðist þannig við. Á þann veg var ekki lunderni hans. Fyrst stelpan vildi ekki dansa við hann á þessu balli, eða fékk það ekki fyrir þeim aldna, þá var það nokkuð sama. Hann var minnugur þess að fleiri stelpur voru til í heiminum en þessi eina. Að verða óvart vitni að því að kona eins stórbóndans var upp í fangi venjulegs sveitastráks, nánast vinnumanns, var ekki daglegur við- burður í þá daga. Kæmi það fyrir var farið með það sem algjört leyndar- mál. Og svo hefur kannski verið þarna. Eitthvað, sem gerðist á ball- inu, varð þess valdandi að frúin varð svona sorgmædd og miður sín. Ef til vill var hún eitthvað að missa þarna að því er henni fannst. Það er vitað mál að kona, sem ekki er sátt við bónda sinn utan eða innan rúms, þótt stórbóndi sé, vill alls ekki missa þann orrustulaust, sem hún tók í sína arma. Ungi maðurinn var dolfallinn. Það sem hann sá þarna, ruglaði hann al- veg í ríminu. Hann var lengi að átta sig á hvað þarna var raunverulega að gerast. Eftir rólega yfirvegun fóru málin þó að skírast. Það var alveg víst að í fyrsta skipti sátu þessi pör ekki í faðmlögum. Þau höfðu sýni- lega átt ofitar ástarfundi saman og þá trúlega fáklæddari en á þessari stundu, ef ráða mátti af kossum og alls kyns blíðuhótum, sem sérstak- lega konan sýndi honum. Ungi maðurinn hafði undir niðri, gaman af því að verða vitni að því að þessi maður héldi við þessa mektar- frú. Það gæti orðið lagleg saga ef dansstelpa mannins kæmist að því, svo ekki sé talað um ef hún hefði séð þau saman. Hann gat ekki að sér gert að hlæja að hugsun sinni. Hann fann á sér, að hér var ekki vert að vera lengur að horfa á parið á kistunni. Maðurinn virtist alltaf vera að sann- færa frúna um eitthvað. Hún hékk um háls honum og vildi alls ekki sleppa. í því ástandi var hún, þegar hann gekk út úr húsinu. Burt úr þessu Ballhúsi til þess húss, þar sem hestarnir hans voru í. Sem fyrr er sagt þá þekkti ungi maðurinn konu þessa með nafni, vissi að hún var gift stórbónda og sjálf var hún af háum ætturn, eins og sagt var í þá daga til aðgreiningar frá almúgafólki. Þrátt fyrir tíu eða tólf ára hjóna- band hafði þeim ekki tekist að öngla sér saman í svo sem eins og einn krakka. Sagt er að vegir náttúrunnar séu stundum órannsakanlegir og víst er um það að víða hefur guðinn Amor komið við á sinni löngu leið. Það þóttu mikil tíðindi þegar það spurðist út ums sveitina, tæpu ári seinna, að þessi merkishjón hefðu orðið þeirrar auðnu aðnjótandi að eignast barn. Tíðindi þessi bárust unga manninum til eyma, en hann var þá farinn úr þessum dal. Þá rifj- aðist þetta allt upp fyrir honum. Hann lagði saman tvo og tvo og auð- vitað var hann viss um útkomuna. í tugi ára þagði hann um þetta, sem hann varð af tilviljun vitni að, þótt þetta kæmi stöku sinnum í huga hans. Helst var að hann heyrði talað um þetta fólk, og jafnvel ýjað að því að barnið, sem þarna fæddist, væri ef til vill rangfeðrað. En eftir því sem hann vissi best þá var það þaggað niður, og það var að sjálfsögðu besta lausnin fyrir alla. En í huga unga mannsins var þetta hinn dæmigerði nútíma ástarþríhyrn- ingur. Heima er bezt 57

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.