Heima er bezt - 01.02.1998, Síða 18
Valgeir Sigurðsson:
Við skulum bregða okkur sem
snöggvast rösklega tuttugu ár
aftur í tímann. Það er komið
fram í desember árið 1976.
Sólin hefur ennþá einu sinni
fjarlœgst norðurhvelið,
skammdegismyrkrið umlykur
tún og engi, hús og hibýli
manna og dýra. En þar sem
við erum nú stödd í huganum,
er bjart, hlýtt og glatt. Við
sitjum inni í stofu að Hátúni
10-b, í Reykjavík hjá þeim
hjónunum Helgu Jónsdóttur
og Erlendi Jónssyni. Erindi
okkar er að hlýða áfrásgnir
Erlends, en hann kann frá
mörgu að segja, er fundvís á
skopleg og skemmtileg atvik
úr mannUfinu og alls ófeim-
inn, þótt við söguna komi
menn sem eru honum ná-
komnir. Segir sem er, að ekki
geti hann borið ábyrgð á orð-
um og geröum manna, sem
voru uppi löngu fyrir hans
daga.
Hugsað til
horfinna manna
Tal okkar berst fljótlega vestur
á Mýrar, þar sem Egill Skalla-
grímsson gerði garðinn fræg-
an á sinni tíð.
Afkomendur Egils Skallagrímsson-
ar?
- Þú munt vera ættaður af Mýrum,
Erlendur.
- Já, rétt er það. Ég fæddist 28.
september 1896, á Jarðlangsstöðum á
Mýrum. Þorgeir jarðlangur var land-
seti Skallagríms gamla og þeirra
feðga, og þaðan mun nafnið á bænum
komið. Ég hef mikið velt því fyrir
mér hvað þetta nafn muni þýða, en
ekki fundið neina viðhlítandi skýr-
ingu á því. Ég átti einu sinni tal um
þetta við séra Einar heitinn á Borg,
sem var mjög fróður maður. Hann lét
sér helst detta í hug að Þorgeir hefði
verið mikill jarðeigandi í Noregi og
að hann hefði þess vegna verið kall-
aður jarðlangur. Þessa tilgátu sel ég
ekki dýrara en ég keypti hana, en hún
var nú það sem séra Einari datt helst í
hug.
- Er nokkurt svipmót með samtíðar-
mönnum þínum á Mýrum og Agli
Skallagrímssyni og frændum hans,
eins og þeim er lýst í Egilssögu?
- Ekki er ég frá því að Guðmundur
afabróðir minn í Stangarholti, hafi
verið sviplíkur Borgarmönnum hin-
um fomu, þótt ekki hafi ég lýsingar á
þeim, aðrar en þær, sem lesa má í
sögum. Ég sá Guðmund á seinustu
ævidögum hans og hann kom mér
þannig fyrir sjónir að verulegur svip-
ur hefur getað verið með honum og
Agli Skallagrímssyni, eins og honum
hefur verið lýst. Einkum fannst mér
þetta geta átt við brúnasvipinn. Ekki
er ég heldur frá því að skapgerðin hafi
verið keimlík. Guðmundur þótti skap-
harður og óvæginn nokkuð, þótt hins
vegar hefði hann jafhframt marga
góða kosti.
Eftirminnilegt bónorð
- Getur þú ekki sagt lesendum okkar
eitthvað af forfeðrum þínum? Ogþá á
ég ekki við Egil Skallagrímsson.
- Jú, það get ég. Ég get til dæmis
sagt frá langafa mínum, Guðmundi
Erlendssyni, sem bjó á Jarðlangsstöð-
um. Hann var sonur Erlendar ríka á
Ánabrekku og bjó þar eitthvað á
fyrstu búskaparárum sínum. Hann bað
sér konu með dálítið sérkennilegum
hætti, og best er að ég segi þá sögu
hér.
Á þeim tíma var sá prestur á Borg á
Mýrum, sem Jón hét og var Magnús-
son. Hjá honum voru vinnuhjú, sem
henti það að eignast dóttur í lausaleik,
og var hún alin upp á Borg, enda lá
það orð á, að prestur væri ekki ólík-
legri til að vera faðir hennar en vinnu-
maðurinn, sá er við henni gekkst. Nú
óx stúlkan upp og þegar hún var gjaf-
vaxta, lagði Guðmundur langafi minn
hug á hana. Svo var það einhvem tíma
við messu á Borg, að Guðmundur
stóð upp í kirkjunni og sagði upp yfir
allan söfnuðinn:
„Öll lágmæli komast í hámæli, viltu
eiga mig, Jóhanna?“
Stelpan svaraði: „Já,“ og þar með
var það útkljáð mál.
En grunur margra var sá, að Guð-