Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 21
holti sem oftar. Guðmundur fór til
dyra, þegar bankað var, og þá var Sig-
urbjörg þar fyrir. Þá varð Guðmundi
að orði:
„Þú hefúr víst vonast eftir öðrum til
dyra en mér. Nú er Guðrún dáin. En
þú kemur nú samt inn.“
Síðan leiddi hann Sigurbjörgu í bæ-
inn og sagði við vinnukonumar:
„Þið afgreiðið þessa stúlku eins og
vant er, þið vitið hvemig það hefur
verið gert.“
Hann vildi ekki að bmgðið væri út
af þeirri venju, sem kona hans hafði
haft, þótt hún væri nú ekki lengur til
þess að stjóma, og skipti þá ekki máli
þótt hann hefði stundum áður ekki
verið alls kostar ánægður með ráðslag
hennar.
Svona var nú þetta. Það voru marg-
ar góðar taugar í Guðmundi í Stangar-
holti, þótt hinu hafi verið meira á lofti
haldið, sem miður var.
Dálítið hefur varðveitst af tilsvörum
Guðmundar, en því miður kann ég
ekki nema fá þeirra. Sagt var að hann
hefði átt í útistöðum við eina grann-
konu sína og að ýmsar hnútur hafi
flogið á milli þeirra. Svo sagði einhver
nágranninn við Guðmund, að hún væri
nú mikill skömngur þessi kona. Þá á
Guðmundur að hafa svarað:
„Já, skömngur er hún, en brennd í
báða enda.“
Svo þurfti ekki að tala meira um
það.
- Kannt þú ekki fleira um Erlend afa
þinn en það sem þú ert þegar búinn
að segja mér?
- Jú, eitthvað fleira er til. Síðasta
haustið sem afi lifði, var 1904. Hann
átti þá svartan forystusauð og slátraði
honum þá um haustið. Eg man eftir
því að ég var á blóðvellinum, þegar
afi var að gera sauðinn til. Þá sagði
hann við aðkomumann, Svein á
Hvítsstöðum, sem var að hjálpa pabba
við slátrunina:
„Hann á að fara í erfið mitt, þessi,“
og átti auðvitað við sauðinn.
Nú, svo var ekki meira rætt um
þetta að sinni. Sauðarkrofið var hengt
upp í eldhús og reykt. En í apríl um
vorið dó afi, og þá var soðið af þessu
ágæta hangikjöti handa þeim, sem
fylgdu gamla manninum til grafar.
Þannig rættist það sem hann hafði
sagt haustið áður, hvort sem það var
tilviljun eða þá hitt, að hann hafi
gmnað hversu langt hann ætti eftir.
Saga til næsta bæjar
- Efvið víkjum nú ofurlítið að sjálf-
um þér: Það hefur svo orðið hlutskipti
þitt að búa á slóðum forfeðra þinna?
- Já. Ég fæddist á Jarðlangsstöðum,
eins og ég sagði áðan, fyrir réttum
áttatíu árum. Foreldrar mínir vom
Ragnhildur Erlendsdóttir, bónda á
Jarðlangsstöðum, og Guðlaugar Jóns-
dóttur konu hans. Faðir minn var ætt-
aður úr Dölum, sonur Bjöms Krist-
jánssonar, bónda að Seljalandi í
Hörðudal í Dalasýslu, og Hólmfríðar
Jónsdóttur konu hans. Sagt var að í
móðurætt minni væri margt kraftmik-
illa karla, og líklega er eitthvað til í
því, eins og ffam hefur komið hér á
undan.
Foreldrar mínir byrjuðu búskapinn
á Jarðlangsstöðum og bjuggu þar fyrst
rétt um hálfan annan áratug, til 1905.
Þá fluttust þau að Ölvaldsstöðum í
sömu sveit og bjuggu þar það sem eft-
ir var búskapar þeirra. Af mér er það
að segja, að ég fluttist að Jarðlangs-
stöðum árið 1926, fór þá að búa þar
og bjó til ársins 1942. Þá hætti ég og
fluttist til Reykjavíkur.
Veturinn 1916-17 var ég á ung-
lingaskóla hjá séra Ólafi í Hjarðar-
holti í Dölum, en rúmlega tvítugur fór
ég á bændaskólann á Hólum. Það var
fyrsti veturinn sem Páll Zophoníasson
var skólastjóri þar.
Á Hólum var ég í tvo vetur og lauk
búfræðiprófi þaðan. Ég hafði sama
hátt á og margir jafnaldrar mínir á
þeim árum. Ég keypti mér afsláttar-
hross, reið því norður, lét fella það þar
og lagði matinn á borð með mér um
veturinn.
Uppistaðan í fæði okkar skólapilt-
anna var hrossakjöt, það var ódýrasta
kjötið, og þá var meira horft í aurana
en nú. Á vorin gengum við flestir
heim, og ég líka, þótt ég væri langt að
kominn. Ég man, að ég var að
strekkja við að hafa dagleiðirnar sem
lengstar og gista sem sjaldnast, svo að
farareyririnn entist mér alla leið heim.
Auðvitað var gistingin ekki dýr, þetta
tvær til þijár krónur, en menn urðu þó
að eiga þessar krónur til.
Þetta er harla ólíkt því sem nú
tíðkast. í fyrra vissi ég dæmi þess, að
skólapiltar frá Hólum komu með
flugvél hingað til Reykjavíkur og fóru
með bílum héðan, sumir upp í Borg-
arfjörð, aðrir austur í Ámessýslu, og
þó var frí þeirra ekki nema ein einasta
helgi.
Þetta hefði þótt saga til næsta bæjar,
þegar ég var á Hólum, en það hefúr
nú líka margt breyst síðan.
Hlakka til að hitta þá
- Eg heyri Erlendur, að þér verður
oft hugsað til forfeðranna, þess fólks
sem lifði í landinu á undan okkur.
- Já, það er alveg rétt. Mér verður
oft hugsað til forfeðra minna og ég
vildi gjama að ég hefði fengið fleiri
eiginleika frá þeim en raun er á. Haft
var eftir séra Einari á Borg, sem var
vel heima í sögu, að það væri alveg
sama hvar gripið væri niður í Islend-
ingasögumar, það væri hvergi hægt
að reka hann á stampinn, „karlinn í
Stangarholti.“ Það var Guðmundur
afabróðir minn. Ég hygg, að Guð-
mundur hafi KUNNAÐ sögurnar
okkar, og mér er ekki grunlaust um að
hann hafi lagt nokkra stund á að líkj-
ast fornmönnum í ýmsu.
Ég hef miklar mætur á þessum
gömlu mönnum, og ég væri síður en
svo á móti því að fá að hitta þá og
spjalla við þá. Reyndar held ég að
þetta sé meira en óskhyggjan ein. Mér
hefúr verið sagt að afi minn fylgist
alltaf með mér og sé vemdari minn, ef
ég má komast svo að orði. Hvort sem
þeta er rétt eða ekki, þá er hitt alveg
víst, að EINHVER fylgist með ferð-
um mínum og lætur sig varða líðan
mína, það hef ég margoft orðið var
við.
Skrifað í desember 1976.
Heima er bezt 61