Heima er bezt - 01.02.1998, Síða 23
Húmdöggin milda hugrif hjá oss vekur
hugarins beiskju alla frá oss tekur.
Sólmánuður er þriðji mánuður sumars og samkvæmt
gamla almanakinu er hannn fyrsti mánuður ársins. Hann
byrjar fyrsta mánudag eftir 17. júní og endar fyrsta
laugardag eftir 21. júlí:
Sólmánuður sólarríkur,
sýnir bæði Ijós ogyl.
Blítt um vanga blærinn strýkur,
blessun öllu gerir skil.
Landsins ávöxt byggðum bera,
bændur sjá sinn iðju vott,
og á sjónum sáttir gera,
sjómenn kveða um Ægi gott.
Glitrar hafsins góður spegill,
gerir mynd af bátsins kinn.
Ifjöru bíður fagur Þengill,
fagnar skipi brátt um sinn.
Heyannir er tjórði mánuður sumars og byrjar iyrsta
sunnudag eftir 21. júlí og endar fyrsta mánudag eftir 20.
ágúst:
Heyannir byrja á hásumardegi,
hæfði það bændum á íslenskum vegi.
Blessun hvers bónda á frostköldum vetri,
að bera fram forða á landmannsins setri.
Tvímánuður er fimmti mánuður sumars og byrjar fyrsta
þriðjudag eftir 20. ágúst og endar fyrsta mánudag eftir
19. september:
Um tvímánuð ég tala vil,
telur hann góða daga.
Oft þá koma kuldaskil,
sem koma mjög til baga.
Lækkar sól um landið hér,
lóur hópinn halda.
Kveðjuljóðin kyrja mér,
og kveðja landið kalda.
Jón S. Bergmann var fæddur á Króksstöðum í Miðfirði
30. ágúst 1874. Hann orti eftirfarandi stökur:
Það er bölvun okkar enn,
eins og fleiri landa,
þar sem tómir meðalmenn
molda frjálsan anda.
Bátar fiskum fylltu skut,
fjarri Víkursandi;
samt fær Mörður hærri hlut
hérna á þessu landi.
Beittu í laumi kjafti og kló,
kærleika til vara.
Þá ertu efni I Oddfellow
eða frímúrara.
Það er eins og andleg pest
eyrun gegnum skríði,
þegar ég á pokaprest
predikandi hlýði.
Yfir lífsins öldusog
eftir blindri hending,
held ég inn á he!jar\>og
hann er þrautalending.
Sigurborg Björnsdóttir frá Barká í Hörgárdal f. 1878
orti eftirfarandi:
Kvöld
Nú er ekki lengur Ijótt
að líta út á kvöldin.
Myrkrið er að missa þrótt,
máninn tekur völdin.
Mælt við rukkara
Settu upp hattinn, hnepptu frakkann,
hafðu á þér fararsnið.
Mér finnst betra að horfa á hnakkann
heldur en sjá I andlitið.
Um skáld
Ljótt er fyrir Ijóðasmið
lækinn frjálsa að binda,
þagga niður kvæðaklið
kátra fjallalinda.
Auður og örbirgð
Sumir eru fangar og sumir eru gestir
og sumir eiga hvergi í veröldinni skjól.
Þó er löngu sannað að þeir eru ekki bestir
sem eiga þessi dýru og fögru höfuðból.
Látum við svo lokið þættinum að sinni en minnum á
heimilisfangið:
Heima er bezt,
Skjaldborg,
Armúla 23,
128 Reykjavík.
Heima er bezt 63