Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 24
GUÐMUNDUR GUNNARSSON:
etta haust voru enn
tvö atriði sem
hvöttu til að heim-
sækja Suðurland og höf-
uðstaðinn. Þá var að
heijast sú starfsemi er
síðan hefur dafinað og
þróast, að kennarar gætu
sótt námskeið sér til end-
urmenntunar og upprifj-
unar í fræðum sínum.
Hið fyrsta slíkra nám-
skeiða skyldi haldið í
Reykjavík um miðjan
september 1965 og þar
hafði ég fengið inn-
göngu.
Hitt tilefni langferðar
var að kennarar við hér-
aðsskólana, sem þá
stóðu í blóma alls 8 tals-
ins, höfðu einmitt fyrr á
árinu bundist samtökum
að efla innbyrðis kynni
og félagsanda með því
að koma sem flestir
saman um eina helgi í
einhverjum skólanna.
Hin fyrsta af slíkum
samkomum var einmitt fyrirhuguð síðari hluta mánaðar-
ins að Skógaskóla undir Eyjafjöllum.
Engin dagbók er fyrir hendi frá þessum tíma svo að
ekki verður fundin nákvæm dagsetning á upphafi ferðar-
innar en a. m. k. var liðin vika af september þegar lagt
var af stað. Vegna námskeiðsins og áðurnefndrar sam-
komu kennara átti ferðin að taka lengri tíma en venju-
lega, 2-3 vikur, og auk þess átti að bregða út af hinni
hefðbundnu þjóðleið frá Þingeyjarsýslu til Reykjavíkur
og kanna áður ókunnar slóðir. Ætlunin var að aka Kjal-
veg suður og auk þess líta augum hinn þekkta ferða-
mannastað, Þórsmörk.
Ýmislegt hafurtask þótti því nauðsynlegt að taka með í
langferðina, fatnað, nesti og viðlegubúnað. Því kom sér
vel að farkosturinn var sæmilega rúmgóður, einn virðu-
legasti fjallabíll þeirra tíma, Rússajeppinn góðkunni,
GAZ - 69.
Sá sem hér um ræðir var ekki alveg nýr af nálinni, ár-
gerð 1956, og því einn
hinna fyrstu er komu
hingað til lands og í ár-
anna rás hafði verið
byggt á hann traustlegt
hús. Ekki höfðu þó
þægindi innan þess ver-
ið aukin að sama skapi.
Óbreytt var sú sæta-
skipan að fremst í bíln-
um voru tveir stólar
fyrir bílstjóra og einn
farþega en aðrir farþeg-
ar áttu sæti á lang-
bekkjum meðfram
hliðum hússins. Rýmið
milli þeirra, aftan við
stólana, gat tekið við
töluverðum farangri og
meira en það. Þar var
útbúnaði okkar öllum
komið fyrir og dætur
okkar tvær, þá 10 og 5
ára sem með voru í
ferðinni, hreiðruðu ein-
hvern veginn um sig í
hrúgunni.
Nú ber þess að geta
að áður en við lögðum af stað höfðum við svo að segja
frá fyrstu hendi fengið upplýsingar um aðskiljanlegar
náttúrur sæluhússins í Hvítárnesi þar sem fyrirhuguð var
gisting á leiðinni suður Kjöl. Á Laugum voru þá búsett
hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir frá Úthlíð í Biskupstung-
um og Hróar Björnsson, smíðakennari við Laugaskóla.
Hvítárnes er einmitt á afrétti Biskupstungnamanna og
kunnu þau því mætavel skil á sögusögnum um reimleika
í húsinu og þar með að þeirra yrði eingöngu vart í einu
herbergi í suðausturhorni hússins. Orsök þess átti að
vera sú að einmitt þetta horn næði út í hinar fornu bæjar-
rústir sem þarna sést móta fyrir.
Með þessa vitneskju í veganesti ókum við af stað frá
Laugum eftir hádegi þennan septemberdag. Veðri var svo
háttað að norðanátt var á, skýjað loft en úrkomulaust og
brá fyrir sólarglömpum, haustkuldi hafði lagst yfir land-
ið. Eðli sínu trúr arkaði Rússajeppinn leiðina hægt en
örugglega og brá ekki þeim vana sínum þegar kom upp á
Haustið 1965 var ég búsettur að Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu, kennari við héraðsskól-
ann þar. Sumarleyfi mitt frá kennslu og próf-
um var frá mánaðarmótum maí - júníþar til
um miöjan október. Um árabil var það ófrá-
víkjanlegt að fara til Reykjavíkur í september
að heimsœkja móður mína og tvœr systur mín-
ar sem allar voru búsettar þar. Tímasetningin
helgaðist af því að þá var venjulega lokið sum-
arvinnu sem stunduð hafði verið, en kennsla
ekki byrjuð svo sem áður segir.
64 Heima er bezt