Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 26
Bjartur og svalur morgunn í Hvítárnesi. manns. Ógnin náði aftur á móti sterkustum tökum að haustlagi eða síðla sumars þegar ganga þurfti að kvöld- lagi í myrkri ffamhjá opnum dyrum á útihúsum sem vafalaust voru sneisafull af draugum. Sama ógnin greip mig nú jafnvel enn sterkari tökum þar sem nú varð ekki gripið til fótanna og hlaupið fram- hjá hættunni, heldur lá ég heftur í svefnpokanum. Ég hlustaði með allar taugar og skilningarvit þanin til hins ýtrasta. Það var ekki um að villast, einhver vera var á hreyfingu í herberginu, það heyrðist þrusk og skrjáf eins og einhver væri að rísla við pappír. Ég hlustaði í ofvæni og beið, hvort einhver breyting yrði á eða jafnvel eitthvað yrði mér sýnilegt í myrkrinu. Hvorugt varð, hljóðið hélt áfram með sama móti en engin hvítklædd vera birtist augum mínum. Smám saman snerist þó hugarástandið frá óttaþrung- inni spennu til skynsamlegrar íhugunar. Hvað var það í farteski okkar sem gat framleitt þetta hljóð? Jú, á gólfinu var ein handtaskan og í henni var stór pakki af Lillu suðusúkkkulaði, velþekktri vöru á þeim árum. Sá hafði verið opnaður á ökuferðinni fyrr um daginn og við fengið okkur bita til að bæta okkur í munni og dreifa á braut leiðindum ferðarinnar fyrir yngstu farþegana. Hljóðið sem ég heyrði gat einmitt verið skrjáfið í pappírnum utan um pakkann. Ekki man ég fyrir víst hvort mér var í huga smávaxið nagdýr þegar ég tók á öllum þeim kjarki sem til ráðstöf- unar var, teygði mig í vasaljósið á borðinu og kveikti á því. Enga veru sá ég í ljósbjarmanum enda viðbragðs- fljót sú sem líklegust var. Ég tók til töskunnar með súkkulaðinu og athugaði það. Jú, ekki var um að villast, á því voru ummerki eftir lítinn munn með beittum tönnum. Sambýlingur okkar íslend- inga í húsum um allar aldir tilveru okkar, músin, hafði Haldið frá Hvítárnesi. I baksýn talið frá vinstri: Skriðufell, Norðurjökull og Leggjarbrjótur. fundið sér þarna sjaldgæft sælgæti. Þessi lausn gátunnar fékk svo enn frekari staðfestingu þegar ég litaðist nánar um við rúmbálkinn, hvílustað minn. í hominu þar sem mættist allt í senn, gafl hans, gólfið og þilið ofan bálks- ins, var greinilega gat á tréverkinu, rétt hæfilegar útidyr á snoturri músarholu. Þótt ég muni það ekki lengur glöggt þykist ég þess næsta fullviss að ég hafi sett töskuna góðu upp á borðið svo að hún yrði ekki fyrir fleiri heimsóknum af þessu tagi að sinni. Svefninn lét ekki á sér standa eftir þá geðshræringu sem á undan var gengin. Ekki minnist ég drauma ffá nóttinni þeirri en nokkur kvíði settist að mér morguninn eftir. Hann var bjartur og svalur og augljóslega hafði ver- ið þó nokkuð frost um nóttina. Ahyggjur mínar beindust að bílnum, að næturkuldinn hefði fryst kælivatnið eða kæmi í veg fyrir gangsetningu. Hvorug áhyggjan reynd- ist þó eiga við rök að styðjast, Rússajeppinn fór í gang án örðugleika og bar okkur þennan bjarta haustdag um Suð- urland allt til Þórsmerkur. Ekki var það sérlega fýrir- hyggjusöm ferðamennska að fara einbíla inn í Mörkina og leggja í Krossá þegar sá tími var kominn að lítil sem engin von var annarra ferðamanna. Ég skákaði víst í því skjóli að haustkuldarnir væru mér hagstæðir enda reynd- ist Krossáin enginn farartálmi. Við eyddum annarri haustnótt í sæluhúsi í Þórsmörk en þar bar enga atburði fyrir okkur sem söguefni væru. Eftir að hafa litast um í Mörkinni annan frostkaldan en sólbjartan morgunn beindum við för á mannfleiri slóðir í höfuðborginni en þóttumst nú orðin nokkru fróðari um hið fagra land sem við öll eigum að heimkynnum. Ljósmyndir: Guðmundur Gunnarsson. 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.