Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 28
hálfa nyt í fyrstu skiptin sem vélin er borin á þær, en brátt taka þær að „selja“ svo vel, að ekki streftast meir úr þeim en hálfur peli í mesta lagi. Þannig reyndist það á Lágafelli, en nú er ekki hægt að nota vélina þar sökum „benzin“leysis, því nú er ekki „benzin“ fáanlegt til annars en bif- reiðaferða, ef dæma skal eftir umferð- inni um Reykjavíkurbæ. Síðan þetta var ritað, hefur frést að „benzin“ hafi komið með e/s Lagar- fossi frá Vesturheimi, svo líklega verður það þá falt öðrum en biffeiða- egendum einum hér eftir. Annars væri vert að athuga hvort eigi væri réttast að selja þá vöru eftir seðlum, eins og steinolíu og suðuspritt. Ritstj. Fjallkonan 24. október 1908. Nýr Metúsalem Það var í Maine fyrir nokkrum árum, þar sem skógarhöggsmenn höfðu aðsetur, að giftur maður að nafni Pétur, dó af slysi. Hann var mjög fátækur maður og ekkja hans því í vanda stödd. Jósef hét vinur hins látna, smiður góður. Til þess að spara ekkjunni út- gjöld, tók hann sig til og smíðaði utan um hinn framliðna. Þegar það var búið, sagði hann ekkjunni að hann ætlaði að grafa nafn og aldur vinar síns á lokið, en þegar ekkjan sagði honum að maður sinn hefði verið 28 ára, varð hann hugsandi. „Mér þykir þetta mjög slæmt,“ sagði hann. „Sannleikurinn er að ég hef aldrei getað skorið 8 í tölu í tré, svo nokkur mynd sé á.“ „Það er leiðinlegt,“ sagði ekkjan, en svo datt henni ráð í hug. „Geturðu skorið fallega 7 í tölu?“ spurði hún. „Já, eins fallega og nokkur annar maður.“ „Gott, þá geturðu skorið fema 7 í tölu. Allir vita að 4 sinnum 7 eru 28.“ Jósep féllst á þetta og skar ferna 7 í tölu á kistulokið. Presturinn kom á ákveðnum tíma til að halda húskveðjuna og þegar hann var búinn að tala dálitla stund, ætlaði hann að minnast á helstu æviatriði hins framliðna, eins og venja er til. „Þegar vor framliðni, ástkæri vinur og bróðir dó, var hann orðinn...“ Presturinn leit nú á kistulokið til að sjá aldurinn, og sá þar töluna 7777. Honum gat ekki dottið í hug að það ætti að þýða 28, og varð því svo bylt við að hann missti málið um stund. „Drottinn minn, hvernig gat hann umflúið syndaflóðið?“ varð honum loks að orði. Hann hafði lesið og heyrt um Metúsalem, en þessi var ögn eldri. (Eftir „Baldri.) Einar Jónsson myndhöggvari og safn hans í næst síðasta blaði Ingólfs ritar Jón Sigurðsson cand. phil. um landa vom, listamanninn Einar Jónsson, og myndasafn hans, og segir ffá viðtali sínu við hann nýlega. Einar er alltaf að bæta við safn sitt. Hann er hinn mesti eljumaður, vakinn og sofinn við iðju sína. Orðstír hans fer óðum vaxandi og er hann nú orð- inn góðkunnur í heimi listarinnar. Hr. J. S. segir meðal annars í grein sinni: „Einar sagði mér ffá því, að sig langaði til að gefa íslandi öll verk sín og það mundi verða efst í sér ef land- ið vildi leggja til sómasamlegt hús- næði. Hann sýndi mér jafnframt upp- drátt, sem hann hefur sjálfur gert af þessu fyrirhugaða safnhúsi. Ætlast hann jafnffamt til að þetta verði vísir til safns fyrir alls konar íslenska list, og að smám saman bætist við í húsið listaverk annarra Islendinga. - Verður ekki húsið dýrt? - Eg hef ekki gert neina sundurlið- aða áætlun, en kostnaður verður aldrei ókleifur. Að minnsta kosti verður þessi bygging óvenjulega ódýr af listasafnshúsi að vera. - Hlýtur ekki skreytingin á húsinu utan og innan, að kosta talsvert fé? - Nei, skrautið verður lítið og lát- laust og ef ég færi heim um sumar- tíma, mundi ég sennilega annast um það ókeypis.“ Nú liggur við sómi vor, að bregðast vel við, ef hr. Einar Jónsson býður landinu safn sitt. Og þeim mun meira ríður á að láta sér farast vel, sem hann virðist vera sárt leikinn af þeim, er ætluðu að kaupa af honum Ingólfs- myndina. Nefnd sú, er Iðnaðarmanna- félagið í Reykjavík kaus til þess að afla Ijár og annast kaupin á myndinni, hefur að sögn, misskilið hlutverk sitt svo hrapallega, að hún hefur tekið sér bessaleyfi til að segja listamanninum fyrir um hvernig myndin skyldi gerð. Nefndarmennirnir voru þó eigi kosnir til þess að verða listamenn sjálfir, heldur til þess að útvega landinu lista- verk eftir Einar Jónsson. Eftir því sem frá hefur verið skýrt i ísafold, hefur nefndin bakað E. J. töluvert tjón með ráðsmennsku sinni. Það er landinu ekki vansalaust, verði honum ekki bættur sá skaði og skap- raun sú, er hann hefúr haft af við- skiptum sínum við nefhdina. Þjóðólfur 8. nóvember 1911. Vegurinn austur Tvö helstu skilyrði fyrir velmegun og framþróun hvers þjóðfélags er framleiðsla og verslun, en undirstaða þessara tveggja slagæða þjóðfélag- anna eru góðar og greiðar samgöngur. Menningarþjóðimar hafa séð nauð- synina á því að taka aðalsamgöngum- ar á sjó og landi í sínar hendur og skera ekki fé við neglur sér þegar um þær hefur verið að ræða. Eins og kunnugt er hagar víðast svo til hér á landi að aðalsamgöngumar verða á sjó, en þó er undantekning með þetta á aðalundirlendinu, Suður- landsundirlendinu. Það ber síst að lasta að miklu fé hef- ur verið varið til strandferða hér við land, þó Suðurlandsundirlendið hafi þar borið skarðan hlut frá borði, vegna hafnleysis. Það virðist því sjálfsögð sanngimiskrafa að landið kostaði flutningabraut um aðalundirlendið. 68 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.