Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 29
Það kerfi, að landið kosti eina aðal- samgöngulínu kringum landið, sjó eða landleiðis, eftir því sem hafnir leyfa, sýslumar kosti sýsluvegi og hreppamir hreppavegi, er eðilegt og sanngjamt, og þannig var það einnig áður. En árið 1907 var það óhappaverk unnið, að viðhaldi á flutningabraut- inni um Ámes- og Rangárvallasýslu var dembt á sýslumar. Það var þegar bersýnilegt að sýslumar mundu með engu móti reisa rönd við þessu, jafn- vel þó öllum tekjum þeirra væri varið til viðhaldsins. Nú á síðasta ári hefur fýrst tekið svo í hnjúkana hvað viðhaldið snertir, að hreinn voði er fyrir dymm, ef ekki er þegar í stað tekið í taumana. Hvemig halda menn að vegur liti út í vorleys- ingum, sem nú veður víða svo niður úr, að við kafhlaupum liggur. Sérstak- lega á þetta sér stað um Holtaveginn, enda hefur hann í upphafi verið langt- um ver gerður, en aðrir hlutar brautar- innar. Nú er loks komið svo, að veitt hefur verið fé á fjárlögunum til endurbygg- ingar Flóabrautarinnar. En sá böggull fylgir skammrifi, að Ámessýsla er skylduð til þess að leggja fram 1/3 endurbyggingarkostnaðarins. En vesl- ings Rangæingar, þeir sitja uppi með versta kafla brautarinnar og fá ekki nokkum styrk. Þingmenn Rangæinga hafa á undanfomum árum, vægast sagt sýnt ámælisvert tómlæti í þessu máli. Það ætti þó ekki að vera ofvaxið áhugamönnum að gera þingmönnum annarra landshluta skiljanlegt að það væri til tjóns og háðungar fyrir landið að póstleiðin á aðalundirlendinu væri alófær vegna kafhlaupa, ekki einungis fyrir bíla, vagna og hesta, heldur líka gangandi menn. Sérstaklega ætti þetta að vera hægt ef þingmenn beggja sýslnanna fýlgdust þar að málum. Það er engin afsökun í þessu máli þó allir renni hým auga til annarra samgöngubóta, því þessi flutninga- braut leggst ekki niður, heldur verður hún notuð jöfnum höndum. En það er óneitanlega undarleg framför, ef taka verður upp gamla ferðalagið að tosast með klyljahesta vegleysur, þangað til hin langþráða jámbraut kemur. Gunnar Sigurðsson, frá Selalœk. Þjóðviljinn 20. september 1910. Nýtísku húsagerð Edisons Tómas Alfa Edison uppfindinga- maðurinn heimsfrægi, hefur ritað rit- gerð í tímaritið „Popular Electricity,“ er hann nefnir „The tomorrows of el- ectricity and invention." Eftir að hr. Edison hefur talað um framfarir í rafurmagnsfræði og upp- fundingum síðustu ár og líkumar fýrir áframhaldi í þeim greinum á komandi ámm, kemst hann svo að orði: „Eitt mikilvægasta atriðið í hækkun á lífsnauðsynjum, sem stöðugt fara vaxandi, er hin afar háa húsaleiga. Rafúrmagnssporbrautir hafa verið ákaflega mikilvægar fyrir fólkið, því þær hafa flutt það fyrir mjög lágt gjald út í borgarjaðrana, þar sem húsaleigan er lægri. En húsaleigan er þar einnig of há, og kemur það til af því að kostnaðurinn við byggingu húsanna er of mikill. Ég hef séð þetta fyrir löngu og varð það orsök til þess að ég fór að hugsa um að búa til hús úr sementssteypu, ódýrari og ending- arbetri en nokkur maður hefur þekkt áður. Timburhús funa og brenna en steypu- og jámbyggingar vara í það óendanlega. Lítum á gömlu róm- versku böðin. Veggir þeirra eru eins traustir í dag eins og þegar þeir vom byggðir fyrir þúsundum ára. Þegar ég var að ljúka við nokkrar tilraunir á mótum mínum, komu ábyrgðarfélög- in og sögðu upp ábyrgðum sínum af því að mínum fánýtu byggingartil- raunum fylgdi „siðferðileg hætta.“ Ég sagði við sjálfan mig að ég skyldi búa til byggingar sem hefðu enga siðferð- islega hættu og fór svo að hugsa um „Portland“ sementsiðnina. Ég hef nú þegar byggt margar stórar byggingar af mínu eigin, allar úr stáli og sem- entssteypu, og með þeim ónýtt þessa siðferðislegu hættu og nú er ég í óða önn að fullkomna þá hugmynd mína að byggja heil hús í einu lagi úr sem- entssteypu í jámmótum, sem ekkert getur grandað, jafnvel ekki eldingin. Áform mitt er mjög einfalt og óbrotið. Ég steypi húsin í mótum í staðinn fýr- ir að venjulega em þau byggð úr múr- steini. Fullkomið safn af mótum mín- um til að steypa í hús, sem er 30 fet á lengd og 25 fet á vídd, þriggja hæða hátt að meðtöldum kjallara, kosta 25000 dollara (93000 krónur) og ann- ar vélaútbúnaður, sem þarf til að láta verkið ganga vel 15000 dollara (55800 krónur). Það er hægt að steypa marga tugi húsa í mótunum árlega. Það er mögulegt að steypa hús á sex klukkustundum ef allt efni er tilbúið og við hendina. Þessi hús er hægt að byggja fýrir 1200 dollara hvert, þar með talin öll nýjustu þægindi, svo sem vatnsleiðslu, hitunaráhöld, bað o.s.frv. Þessi hús, byggð úr steini, mundu kosta 30,000 dollara. Mjög auðsætt er að breyta lögun húsanna, lit o.s.ffv., eftir vild. Mótin endast langan tíma og þau má flytja til eftir vild, og það er mjög auðvelt og auðlært að setja mótin saman og stjóma vélunum. Rottur og mýs eiga álíka erindi inn í þessi hús og inn í stálskápa bankanna. Steinsteypu- veggimir gera hvorki að fæða þær eða skýla þeim. Með mjög sanngjömum hagnaði er hægt að leigja þessi hús fýrir 10-12 dollara á mánuði. Er nokkur sá til, sem vill ekki held- ur lifa einn með fjölskyldu sinni í þessum ódým húsum, sem em mjög falleg og náttúrlega skreytt, þurfa enga aðgerð eða ábyrgð, og enginn þarf að vera hræddur við að brenni, en lifa í afar fjölmennum stórbygging- um, þar sem þarf að borg háa leigu, en er þó lítt mögulegt að snúa sér við fýrir þrengslum?“ Vilja Reykvísku húsbyggingameist- aramir ekki leggja í félag og kaupa ein Edisonsmótin, sem kosta á við vænan botvörpung og innleiða með þeim þá meginreglu að byggja úr ís- lensku efni? Síður myndi Reykjavík vera hætt | við að funa og brenna, ef megnið af Heima er bezt 69

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.