Heima er bezt - 01.02.1998, Side 33
valmenni, afburðamaður að hreysti
og harðfengi. Fyrri kona hans, 1544,
var Guðrún Hannesdóttir hirðstjóra
Eggertssonar á Núpi í Dýrafirði.
Þorlákur og Guðrún áttu aðeins einn
son, Gissur sýslumann á Núpi. Síðari
kona Þorláks var Vigdís Þórólfsdóttir
frá Hjalla í Ölfusi Eyjólfssonar. Þau
áttu mörg börn. Guðrún Hannesdóttir
og tvær systur hennar giftust bræðr-
um: Guðrún átti Þorlák, Katrín Giss-
ur biskup og Margrét átti Halldór í
Selárdal. Þorlákur er fyrstur þessarar
ættar sem býr óslitið á Núpi í Dýra-
firði, fallegri jörð í fallegu umhverfi.
Þar bjó um árabil Hannes tengdafað-
ir hans og það er eimitt með konu
sinni sem Þorlákur fær Núpinn og
eru miklar sögur og jarðamál þar á
bak við. Þau giftust árið 1544. En
saga er til um að árið 1521 hafi Guð-
rún Björnsdóttir Guðnasonar, kona
Hannesar hirðstjóra Eggertssonar,
verið ein heima þegar óaldarflokkur
undir stjórn Ara Andréssonar hafi
gert árás á Núp. Guðrún flýði í
kirkju. Varð Ari með dómi á Öxarár-
þingi að skila öllu því sem hann
rændi.
Núpur var eitt besta og þekktasta
höfuðból á íslandi.
Guðmundur Arason á Reykhólum
átti fyrir konu Helgu Þorleifsdóttur
Árnasonar, systur Björns ríka á
Skarði (sjá hér fyrr). Guðmundur var
efalaust ríkasti bóndi á íslandi um
sína daga. Hann átti mörg höfuðból,
meðal þeirra var Núpur og honum
fýlgdu 33 jarðir. Guðmundur erfði
þessa jörð eftir föður sinn, sem hefur
fengið hana með konu sinni, Ólöfu
Þórðardóttur. Trúlega hafa þau gift
sig 1394.
En hver var nú áhöfnin á Núpi
1446:
42 kýr, 13 uxar þrevetrir og eldri, 8
tvævetrir með kvígum, 18 naut vet-
urgömul, 12 vetrarkálfar, aðrir kálfar
eigi taldir, 140 ær, 97 gamlir sauðir
og hrútar og 67 veturgamlir, 100
lömb, 10 svín gömul og 2 gyltur að
auki, með sjö grísum hvor, 7 geld-
hestar og stóðhestur, 6 hryssur og 8
tryppi.
23. Gissur Þorláksson, sýslumað-
ur Núpi, fæddur um 1550, fórst í
snjóflóði á Hrafnseyrarheiði seint á
þorra 1596. Gissur var mætur maður,
sigldi og var utanlands um tíma, tók
að búa á Núpi 1584 og bjó þar til
æviloka, var jarðaður hjá föður sín-
um fyrir kirkjudyrum að Núpi.
Kona Gissurar var Ragnheiður
Staðarhóls-Pálsdóttir Jónssonar og
konu hans Helgu Aradóttur lög-
manns Jónssonar biskups Arasonar.
Staðarhóls-Páll var af voldugum
höfðingjaættum, sérvitur úr hófi
fram og með litríkari persónum sem
sagan segir frá. Sagt er að ást þeirra
Páls og Helgu hafi verið svo mikil að
þau yfirgáfu ekki rúmið fyrstu sex
vikur hjónabandsins, en heldur rén-
aði ástin með árunum.
Gissur og Ragnheiður áttu tvo syni,
Magnús bartskera á Lokinhömrum,
merkan mann, og Jón lögréttumann
og sagnaritara sem síðar getur.
Sveinn prófastur í Holti í Önundar-
firði var fenginn til að færa Ragn-
heiði tíðindin um fráfall manns
hennar, var það talið vandaverk því
konan var skapstór eins og sumir for-
feður hennar. Sagt er að hún hafi eft-
ir fyrstu viðbrögð sín sagt við prest:
„Fyrst þú hryggðir mig, séra
Sveinn, þá er þér skyldast að gleðja
mig aftur.“
Og nokkru síðar bað sr. Sveinn
hennar og brúðkaup þeirra fór fram
að Núpi 14. sept. 1600. Þau lifðu í
hjónabandi 36 ár og áttu tvo syni,
Gissur prest á Álftamýri og Brynjólf
Sveinsson biskup. Ýmsar sagnir eru
til um Ragnheiði. Sonur Gissurar
eins og fyrr segir:
24. Jón Gissurarson bóndi og lög-
réttumaður á Núpi, fæddur um 1590,
dáinn 5. nóv. 1648. Lögréttumaður
írá 1628. Hann var merkur maður,
sigldur og lærður gullsmiður, fræði-
maður, skrifaði um siðaskipti á ís-
landi. Hann kvæntist árið 1616 Þóru
Ólafsdóttur frá Hjarðardal í Dýra-
firði, Jónssonar sýslumanns í Hjarð-
ardal Ólafssonar. Sonur þeirra og
eina barn var:
25. Torfi Jónsson fæddur 9. okt.
1617, dáinn 20. júlí 1689. Hann virð-
ist hafa alist að einhverju leyti upp
hjá frændum sínum í Holti í Önund-
arfirði, sr. Sveini og Jóni syni hans.
Hann er 11 árum yngri en Brynjólfur
Sveinsson biskup, sem var hálfbróðir
Jóns föður hans. Þar hefur því hafist
þeirra samstarf og Torfi varð stúdent
1638 frá Skálholti, fór utan til
Kaupmannahafnar en gerðist síðan
heyrari í Skálholti. Fékk Hrafnseyri
en sleppti henni vegna þess að
Brynjólfur biskup vildi hafa hann í
nágrenni við sig. Hann varð svo
prestur í Gaulverjabæ og var það frá
1662 til æviloka 1689.
Hann var vel gefinn og mikill
merkisklerkur, samdi ævisögu Brynj-
ólfs, varð stórauðugur, einbirni ríkra
foreldra, erfði föðurbróður sinn
Magnús og að miklu leyti Brynjólf
biskup.
Torfi var mjög handgenginn bisk-
upi og ekki spillti það að þeir urðu
svilar, áttu sína systurina hvor, bisk-
upinn Margréti en Torfi Sigríði, dæt-
ur Halldórs lögmanns Ólafssonar.
Torfi sá að lokum um jarðarför
Brynjólfs og í kistu Brynjólfs voru
látnar bækur: Nýja testamentið á
grísku, Davíðssálmar og Fjórir guð-
spjallamenn, sem Jón biskup Arason
á Hólum lét útleggja og þrykkja.
(Biskupas. J.H., II, 377; Menn og
menntir, I, 410-12).
Börn þeirra Sigríðar voru Sveinn
klausturhaldari á Munkaþverá, og
Ragnheiður, átti Jón Sigurðsson
sýslumann í Einarsnesi og:
26. Jón Torfason, prófastur á
Breiðabólstað í Fljótshlíð, fæddur
um 1657, dáinn 1716. Nam í Skál-
holtsskóla, fór til háskólans í Kaup-
mannahöfn, var heyrari í Skálholti,
vígður 1686 til Breiðabólstaðar og
hélt staðinn til æviloka og með að-
stoðarprestum því hann var ekki
hraustur maður. Kona hans, 1686,
var Sigríður Björnsdóttir, dáin 1716,
sýslumanns á Espihóli Pálssonar á
Espihóli Guðbrandssonar biskups
Þorlákssonar. Sonur þeirra:
Heimaerbezt 73