Heima er bezt - 01.02.1998, Side 34
27. Björn Jónsson dáinn 1767.
Flutti vestur og settist á ættaróðal
sitt, Núp í Dýrafirði. Núpur hafði
sennilega verið búinn að vera
aldaraðir í ættinni. Björn var ólærður
en hefur verið mikilhæfur maður,
mun hafa átt nokkuð af handritum og
hefúr m.a. verið nefndur í sambandi
við feril þess handrits af Passíusálm-
um sem varðveist hefur. Var það ein-
tak sem Flallgrímur gaf Ragnheiði,
dóttur Brynjólfs biskups. Björn var
fæddur að Núpi í Fljótshlíð 1689 en
deyr að Núpi í Dýrafirði. Hann
kvæntist ekki fyrr en hann kom í
Dýraljörð og þá bóndadóttur úr
Haukadal, Guðrúnu Magnúsdóttur
Dýrafjarðarsmiðs Níelssonar. Móðir
hennar var Herdís Björnsdóttir úr
Haukadal. Þeirra börn voru Herdís,
átti Jón Þorvaldsson á Höll í Hauka-
dal, Jón hreppstjóri í Hjarðardal og
Magnús, dáinn 1777, bóndi á Núpi
og að lokum:
28. Sigríður Björnsdóttir fædd
1739, dáin 1804, gift Guðmundi
Bárðarsyni í Arnardal (sjá Arnardal-
sætt, l.b. s. 57 og áfram). Frá þeim er
mikill fjöldi kominn, en um Sigríði er
ekki mikið kunnugt, heimildir eru fá-
tækar um alþýðu íslands. Margt
bendir á að heimilið í Arnardal hafi
verið menningarheimili, nægar bækur
notaðar og barnafræðsla í betra lagi.
29. Magnús Guðmundsson fædd-
ur 1781, dáinn 24. júní 1833. Hrepp-
stjóri í Bæ í Staðardal í Súganda-
firði, sögufrægu óðali sem jafnvel er
talið landnámsjörð, dalurinn grasi
vafinn og stutt til sjávar og á fengsæl
fiskimið. Það er ekki á aðra hallað
þó Magnús sé talinn mesti bóndi sem
þar hefiir búið. Hann bjó í Bæ frá
1811 til dánardags.
Nálægt bæjardyrum var höggvið
ártalið 1831 og mun Magnús hafa
gert það, en ætt hans bjó áfram í Bæ.
Kona Magnúsar var Bergljót Öss-
urardóttir, fædd 2. nóv. 1790, dáin
1837. Þau urðu því ekki gömul Bæj-
arhjónin.
Þau áttu þrjú börn, Maríu konu
Torfa Halldórssonar útgerðarmanns á
Flateyri og mikils ættföður þar og
synina Össur og Jón sem báðir voru
hraustmenni og dugnaðarbændur í
Bæ.
Össur kvæntist 1831 Salome Jóns-
dóttur, miklum kvenskörungi. Þau
bjuggu fyrst í Bæ, síðar í Súðavík.
Meðan Salome bjó í Súðavík bjarg-
aði hún með annarri konu, mönnum
af skipi í Álftafirði.
30. Jón Magnússon fæddur 14.
apríl 1816, dáinn 1. ágúst 1847.
Bóndi í Bæ í Súgandafirði 1839-47,
flytur þá um vorið að Sandeyri á
Snæfjallaströnd og deyr þar um sum-
arið. Sagður smiður og bóndi sem
lifir á grasnyt og sjómennsku. Kona
hans var Guðrún Guðmundsdóttir
fædd 1815, varð ekki gömul. For-
eldrar hennar voru Guðmundur Guð-
mundsson vinnumaður og skutlari í
Vigur, drukknaði 9. jan. 1827, og
kona hans Guðbjörg Þorláksdóttir.
Eftir lát Jóns giftist Guðrún Helga
Guðmundssyni.
Nokkrar heimildir eru til um heim-
ilið í Bæ, t.d. eru þar 1845 þrettán
manns í heimili, hjónin tvö og börn
þeirra og sjö ára dóttir húsmóðurinn-
ar, Jensína Guðrún. Faðir Jensínu var
Jón Eyjólfsson, stúdent, síðar prest-
ur, kennari og verslunarmaður. Jens-
ína átti Friðrik Jónsson, Rafnseyrar-
húsum. Manntalið 1845 telur einnig
tvo vinnumenn, konu annars þeirra,
tvær vinnukonur, smala og niður-
setning. Þarna var unnið úr því sem
búið gaf af sér, ullin af kindunum,
kjötið sem bæði fyrr og síðar hélt líf-
inu í Islendingum, fiskur verkaður til
sölu og matar, sjórinn fast sóttur og á
kvöldin, þar sem bókakostur var
góður eins og í Bæ, var lesið úr
þeim. Það var menning og menntun
þess tíma.
Börn Jóns og Guðrúnar voru tvö,
Magnús fæddur 30. júní 1840,
drukknaði við sjötta mann 28. febr.
1898. Hann var tvíkvæntur, fyrri
kona Guðbjörg Kristjánsdóttir, síðari
Vigdís Kristjánsdóttir. Dóttir Jóns og
Guðrúnar var:
31. Lovísa Jónsdóttir fædd 9. júní
1841, dáin á Auðkúlu í Arnarfirði
25. ágúst 1884. Húsmóðir Hrafnseyr-
arhúsum 1861-73. Vinnukona á
Hrafnseyri eftir lát manns síns. Mað-
ur Guðmundur Jónsson fæddur 3.
júní 1834, dáinn úr taugaveiki 1873.
Foreldrar Guðmundar voru Jón Ás-
geirsson prestur á Hrafnseyri og
kona hans Guðrún Guðmundsdóttir á
Auðkúlu Arasonar. Séra Jón var ann-
álaður ræðumaður, kennimaður góð-
ur, afburðamaður að afli og fimi,
alltaf fátækur vegna drykkfelldni og
vegna þess að hann gekk svo lítt eftir
tekjum sínum að orð fór af. Einhvers
staðar stendur um þau hjón Lovísu
og Guðmund, að þau hafi átt erfitt, á
hvern hátt veit ég ekki, ef til vill
bæði fátækt og heilsuleysi.
Börn þeirra hjóna voru mörg og
mannvænleg: Jón Dagbjartur fæddur
30. júlí 1862, sjá hér síðar. Kristján
Bjarni fæddur 21. ágúst 1865, sjó-
maður á Flateyri, dóttir hans var
Lovísa Rannveig kona Ibsens Guð-
mundssonar formanns á Suðureyri.
Magnús Bergur smiður á Flateyri,
fæddur 4. okt. 1868, Guðrún Þor-
björg fædd 4. maí 1871, var í smala-
mennsku 1888, drukknaði þá af snjó-
brú í Dynjandisá. Solveig Sigurborg
fædd 19. maí 1872, Guðmunda fædd
1873, dáin mjög ung.
32. Jón Dagbjartur Guðmunds-
son fæddur 30. júlí 1862, dáinn 27.
febrúar 1907. Vinnumaður Hrafns-
eyrarhúsum 1887-89, Baulhúsum
1890 og vinnuhjú þar 1891, Rauðs-
stöðum 1892, vinnuhjú Hjallkárseyri
1893, Ósi 1894-1904, bóndi þar frá
1897, Hokinsdal 1907. Hann var vel
liðinn af öllum, alltaf fátækur en
hjálpsamur og starfsmaður góður.
Kona Jóns, 29. des. 1889, var
Björnfríður Benjamínsdóttir fædd
27. mars 1868 að Botni í Súganda-
firði, dáin 19. febr. 1950 í Reykjavík,
vel hagmælt og heppin ljósmóðir
(Ljósmæður á íslandi, 1, 69). For-
eldrar: Jónína Guðmundsdóttir,
vinnukona að Botni f. 1833, d. 27.
júli 1909, sem lýsir föður Benjamín
74 Heima er bezt