Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Page 35

Heima er bezt - 01.02.1998, Page 35
Hjálmarsson, Efrimúla í Saurbæ, sem neitaði. Benjamín var fæddur 15. des. 1834, d. 19. maí 1919. Móð- ir hans var Hólmfríður Einarsdóttir, vinnukona á Fremrikotum í Skaga- firði. Hún dó á barnsæng án þess að geta um föður barnsins, en talið var að Benjamín væri sonur Bólu-Hjálm- ars (sjá Dalamenn II, 442). Þetta var aldrei staðfest. Börn þeirra Jóns og Björnfríðar voru: Lovísa Júlíana fædd 28. júlí 1889, dáin í Reykjavík 22. júní 1960, hélt heimili með móður sinni. Guð- mundur fæddur 7. des. 1890, sjó- maður, drukknaði ungur. Jónína fædd 21. júní 1892, dáin 7. apríl 1968, húsmóðir í Reykjavík. Jón fæddur 29. júní 1894, dáinn 15. júlí sama ár. Soffia Guðrún fædd 15. maí 1895, dáin 25. maí sama ár. Guðjón Bjarni fæddur 18. júlí 1897, sjómaður, drukknaði við Noreg um 1915. Ólaf- ur Páll læknir fæddur 5. okt. 1899, sjá síðar. Eleseus fæddur 1. júlí 1902, dáinn 1976, bifreiðastjóri í Reykja- vík. Dagbjört Oktavia fædd 20. okt. 1904, dáin 15. des. 1974, sjúkra- nuddari. Jón Dagbjartur fæddur 11. apríl 1907, dáinn 2. ágúst 1973, sundkennari og húsamálari í Reykja- vík. 33. Ólafur Páll Jónsson fæddur 5. okt. 1899, dáinn 1. des. 1965, hér- aðslæknir á Bíldudal og í Stykkis- hólmi. Hann var harðduglegur, lærði fyrst í Danmörku, síðar við Háskóla Islands, fór sem læknir fyrst á Strandir norður, síðan á Bíldudal, í Stykkishólm og síðast í Mosfells- sveit. Félagsmálamaður, mikill áhugamaður um tónmenntir og kór- stjóri. Vel liðinn hvarvetna og alls staðar saknað sem læknis og holls vinar. Hann kvæntist 1. sept. 1934 Ástu J. Guðmundsdóttur, f. 24. ágúst 1908, nuddlæknis Péturssonar. Börn: Steinunn Dóróthea hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík f. 27. janúar 1935. Björn f. 30. nóvember 1936, skólastjóri í Hafnarfirði. Bergljót f. 2. des. 1938, stúdent og kennari, sjá hana síðar. Baldur bankastarfsmaður í Reykjavík f. 14. maí 1940. Ragn- heiður húsfreyja í Reykjavík f. 8. okt. 1943. Jón húsasmíðameistari í Hafn- arfirði f. 23. mars 1945. Sverrir f. 13. maí 1948, kennari og myndlistar- maður í Hafnarfirði. 34. Bergljót Ólafsdóttir fædd 2. desember 1938, stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958. Kennari við Brekkjubæjarskóla á Akranesi 1967-87, Lækjarskóla i Hafnarfirði frá 1987. Maður, 23. apríl 1959, Björn Pétursson f. 20. júlí 1938, kennari og síðar framkvæmdastjóri á Akranesi, nú formaður Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Foreldrar: Pétur Björnsson, kaupmaður á Siglu- firði og síðar fulltrúi Áfengisvarna- ráðs í Reykjavík og k.h. Þóra Jóns- dóttir, um árabil gæslumaður ung- lingastarfs Góðtemplarareglunnar. Börn Bergljótar og Björns: Ásta (sjá síðar). Pétur f. 13. nóv. 1964, stúdent ffá Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi 1986, lauk prófi frá íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni 1989, er nú íþróttakennari á Akranesi. Þóra f. 30. nóv. 1969, stúd- ent frá Flensborgarskóla í Hafnar- firði 1989, B.A. í sálarfræði frá Há- skóla íslands 1994, nemi við Söng- skólann í Reykjavík. 35. Ásta Björnsdóttir fædd 7. febrúar 1960, stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1980, við skrif- stofustörf og nám í Háskóla íslands 1980-85, við kennslu í Grunnskóla Ísaíjarðar 1985-94. Árið 1974, þegar þáttur þessi var fluttur á fundi barnastúkunnar Stjarn- an á Akranesi, var Ásta fyrrverandi æðstitemplar stúkunnar. Þrjátíu og fimm börn kynntu þá ættliði sem hér eru taldir, en síðust stóð Ásta upp og kynnti sjálfa sig - lokahlekkinn í þeirri röð sem hófst með Þormóði Bresasyni, landnámsmanni á Akra- nesi. Kaffibúðingur 25 g smjör 2 msk flórsykur 1 msk romm 2 tsk kaffiduft (instant) 3 egg, aðskilin Til skrauts: 1,2 dl rjómi, þeyttur nokkrir valhnetukjarnar. Setjið smjörið, sykurinn, rommið og kaffiduftið í skál yfir pott með heitu vatni og hrærið þar til allt er bráðið. Bætið eggjarauðunum saman við og hrærið vel. Leyfið blöndunni að matreiðast yfir hitanum í 5 mínútur og hrærið í öðru hvoru. Takið af hitanum og kælið. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið gætilega saman við kaffi- blönduna. Ausið í litlar skálar og skreytið hverja skál með þeyttum rjóma og valhnetu. Handa 4. Heima er bezt 75

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.