Heima er bezt - 01.02.1998, Side 36
Birgitta H.
Halldórsdóttir
ÞAQ
óEM
HJ
éstar- og sveitasaga
r
sta gat ekki varist brosi.
Henni féll ágætlega við Krist-
björgu, en hún vissi að óseðj-
andi forvitnin í henni fór í taugamar á
mörgum. Það var nú einu sinni þannig
að þó að Kristbjörg særði stundum
með tali sínu, þá var ekki hægt að
vera reiður við hana lengi. Hún var
bara Kristbjörg á Ytra-Hóli og Astu
fannst rétt að taka henni eins og hún
var. Galdurinn var bara sá að fara í
kringum hlutina og segja sem minnst,
því allt það sem Kristbjörgu var sagt,
var eins hægt að segja í sveitasímann,
þar sem allir hleruðu.
í þessum svifum kom Heiða inn.
Hún var nú komin í hversdagsföt og
tilbúin að hefja störf. Ingibjörg stóð
upp.
- Jæja, stúlka mín. Eg sé að þú ert
tilbúin til starfa. Eigum við ekki að
koma í fjósið, mig langar til að
kenna þér að mjólka. Ég sé að Óli
litli er að koma heim með kusurnar.
Gamla konan og stúlkan fóru út, en
Asta setti upp ketilinn. Hún vissi að
Kristbjörg myndi vera kaffiþyrst
þegar hún kæmi.
Þriðji hluti
Kristbjörg á Ytra-Hóli var á marg-
an hátt fonguleg kona. Hún var frem-
ur stórskorin, ljós yfirlitum, með
sterklega andlitsdrætti. Ástu líkaði
ágætlega við hana en þó var hún al-
veg sammála tengdamóður sinni með
það að Kristbjörg mætti oft á tíðum
gæta tungu sinnar betur. Það var nú
einu sinni þannig í svona þröngu
samfélagi að ógætileg orð gátu haft
slæmar afleiðingar. Einhver lítil Qöð-
ur sem fauk af stað var oft orðin að
heilli hænu, þegar hún var búin að
fjúka á milli bæja nokkrum sinnum.
Og ef eitthvað þess háttar var komið
af stað var oft erfitt að stoppa það.
Fábreytnin gerði það að verkum að
fréttir voru vel þegnar.
Ásta fór fram í dyr og tók á móti
Kristbjörgu. Þær kysstust og Ásta
bauð grannkonu sinni í bæinn. Vatn-
ið í katlinum var farið að sjóða, svo
að Ásta fór strax að renna á könnuna.
Kristbjörg settist og dæsti.
- Mér datt í hug að rölta yfir til
þín. Ég var orðin kaffilaus og Geir-
mundur fer ekki að Óseyri fyrr en í
næstu viku. Ég gat ekki hugsað mér
að vera kaffilaus allan tímann, ef þú
getur bjargað því.
- Þó nú væri. Við eigum nóg kaffi.
Það er ekkert vit að hafa þig kaffi-
lausa þangað til. En ég ætla að drífa
mig að renna á könnuna. Það er
hressandi að fá kaffisopa eftir göng-
una.
- Já, ég þigg það með þökkum.
Annars get ég ekki stoppað lengi,
verkin kalla. Hvernig er það annars,
varstu ekki að fá kaupakonu með
áætlunarbílnum?
- Jú, jú. Frænka mín var að koma
úr Reykjavík. Hún er ekki vön
sveitastörfum en mér líst vel á hana.
Hún fór í íjósið með Ingibjörgu. Það
er nú einu sinni þannig með hana
tengdamóður mína, að hún er afar
lagin við að kenna unglingum til
verka. Þú veist hvað það er misjafnt.
Kristbjörg varð vonsvikin á svip.
- Ég hélt ég fengi að sjá hana
stúlkukindina, en ég get líka labbað
76 Heimaerbezt