Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 38
hverj 11 í ósköpunum þurfiti Kristbjörg
ætíð að leggja allt út á versta veg. Ja,
ekki öfimdaði hún Geirmund að
hlusta á þetta allan ársins hring. En
hvað sem öðru leið, þá vonaði Ásta
að slúðrið í Kristbjörgu ætti enga
stoð í veruleikanum. Hún vildi trúa
hinu besta um fólk og síst af öllu
vildi hún trúa nokkru slæmu um Sig-
urjón, vin þeirra á Læk.
3. Kafli.
Vikurnar liðu ein af annarri án
þess að nokkuð markvert gerðist í
Árdalshreppi. Sigurlína á Fossi var
farin að halda að hún hefði misst
spádómsgáfuna og væri að verða
rugluð. Lífið gekk sinn vanagang og
flestir undu glaðir við sitt.
Það var komið að því að rýja féð
og reka í afrétt. í Árdalnum hafði
það tíðkast svo lengi sem elstu menn
mundu, að smala sameiginlega til
rúnings. Annað var varla hægt, þar
sem beitilönd bæjanna voru óafgirt
og féð gekk mikið saman. Það var
því oft mikill viðbúnaður þegar líða
tók að rúningu. Yfirleitt tók verkið
tvo sólarhringa áður en allt fé var
komið á ijall. Fólkið í dalnum kom
eldsnemma morguns útaðYtraHóli
og síðan var smalað fram dalinn, en
féð tekið í aðhald í Mjóadal. Þar var
hlaðin rétt, sem Gangna-Siggi hafði
með miklu erfiði hlaðið. Réttin var
mesta þarfaþing og gerði það að
verkum að rúningurinn var mikið
auðveldari.
Fólkinu í Árdalnum fannst gaman
að smala, rýja og reka á fjall. Þarna
voru allir að vinna saman, ungir sem
aldnir kepptust við. Svo þegar einn
hafði lokið við að rýja sínar kindur,
þá hjálpaði hann og hans fólk þeim
næsta og þannig gekk það uns allt fé
var rúið. Rekið var inn í hollum og
þegar hvert holl var búið var féð látið
lemba sig og unglingarnir ráku það
síðan í átt til heiðarinnar. Yfirleitt
þurfti ekki að hvetja féð til fararinn-
ar. Æmar vom frelsinu fegnar og
óþreyjufullar að komast í ffjálsræðið
á heiðinni. Það vandasamasta var að
gæta þess að tvílemburnar hlypu
ekki af stað með annað lambið. En
bændurnir höfðu auga með þeim sem
vom að sleppa og þekktu hverja á.
Þessi mannfagnaður var ekki síður
gleðiefni fyrir yngra fólkið. Þarna
var kærkomið tækifæri til að hittast.
Yfirleitt vom slík tækifæri ekki
mörg yfir sumarið. Sumarmessa séra
Jóns í Árdal var jú árviss viðburður
og svo böllin, sem haldin vom á
verslunarstaðnum Óseyri. Yfirleitt
voru tveir dansleikir yfir sumarið,
kvennfélagsballið og svo haustfagn-
aðurinn, sem var yfirleitt um rétta-
leitið. En það var oftast undir hælinn
lagt hvort unga fólkið komst á þessar
skemmtanir. Sumir áttu ekki heiman-
gengt ef þannig stóð á hjá húsbænd-
unum. Verkin gengu fyrir, en þó var
alltaf hægt að láta sig dreyma um að
komast.
Þetta vor ákvað Gangna-Siggi að
smalað skyldi til rúnings þegar vika
var liðin af júlímánuði. Hann réði
öllum vor- og haustsmölunum, enda
var talið að best færi á því. Hann var
veðurglöggur maður og þekkti best
til heiðarinnar og gróðurfarsins þar.
Það var bjart veður og heiðskýrt.
Árla morgunsins var hópur fólks
mættur að Ytra-Hóli, þar sem Krist-
björg trakteraði mannskapinn á kaffi
og brauði áður en lagt var í smala-
mennskuna. Eins og oftast áður lá
vel á mannskapnum. Allir voru ríð-
andi á misgóðum hestum, en það
gerði ekkert til. Gangna- Siggi
þekkti reiðskjóta heimilanna ekki
síður en heiðina og staðsetti fólkið
eftir aldri og hversu vel það var ríð-
andi.
Þarna voru samankomin Gangna-
Siggi og elsti sonur hans, séra Jón
með báða syni sína, Halldóra og Ás-
björn með dæturnar þijár og kaupa-
manninn, Þorsteinn, Ásta, Björn, Jón
og Álfheiður frá Hóli og svo hjónin á
Ytra-Hóli ásamt syni sínum og nýj-
um kaupamanni, en Kristbjörg ætlaði
sér ekki að smala. Kaupamaðurinn á
Ytra-Hóli var fullorðinn maður frá
Óseyri, Þórir að nafni. Hann var ein-
hleypur, en vanur öllum sveitastörf-
um og hamhleypa til vinnu. Þóttist
Kristbjörg hafa komist í feitt að fá
hann til sín. Varð það því úr að hún
var heima að þessu sinni. Seinna um
daginn var svo von á einhveijum
utan úr sveitinni til að líta á hvort
eitthvað hefði slæðst af fé þaðan utan
að.
Eftir að hafa þegið veitingar hjá
Kristbjörgu hélt hópurinn af stað.
Gangna-Siggi sagði fyrir um smöl-
unina og fólkið dreifði sér um svæð-
ið til þess að komast á réttan stað.
Lárus kaupamaður á Fossi reið til
Gangna-Sigga og ávarpaði hann.
- Værirðu ekki til í að leyfa mér að
smala við hliðina á kaupakonunni á
Hóli, bað hann.
Gangna-Siggi leit undrandi á hann.
- Nei, drengur minn, nú smölum
við fé. Þú getur hugsað um stúlkum-
ar seinna. Þú kemur með mér á fjall-
ið enda ertu vel ríðandi. Stúlkan frá
Hóli verður niður við ána með Árna
frá Árdal.
Lárus leit fyldur á hann en
Gangna-Siggi glotti við tönn. Hon-
um leist ekki illa á kaupamann Ás-
bjöms, en það var greinilegt að hann
var mikill tralli. Ásbjörn sagði hann
vera góðan til verka, en líklega mátti
hann þakka fyrir að telpurnar hans
voru ekki orðnar eldri.
Þeir riðu samhliða upp fjallshlíðina
og Láms komst strax aftur í gott
skap. Veðrið var yndislegt og útreið-
ar voru honum mjög að skapi.
Smölunin gekk vel og féð rann
fram dalinn. Æmar vissu hvað var í
nánd og að frelsið var framundan.
Það var því ekki hægt að segja að féð
væri latrækt. Heiða var dálítið óör-
ugg með sig. Hún reið rauðum hesti
sem Ásta kallaði Ljóma og var talinn
alþægur. Hann hafði verið heima-
gangur á Hóli og meira að segja Óli
litli reið honum um allar trissur.
Heiða vissi að hún þyrfti ekki að
hafa áhyggjur, en hún var svo óvön
hestum að hún þakkaði sínum sæla
fyrir að tolla á baki. Líklega yrði hún
ekki til mikils gagns, en hún var þó
78 Heimaerbezt