Heima er bezt - 01.02.1998, Side 40
Gils Guðmundsson:
Fra ystu nesjum II og III
Skjaldborg BÓKAÚTGÁFA
Ármúla 23- 108 Reykjavík - Sími 588-2400
nMeðal efnis þessa annars bindis „Frá ystu nesjum“ er veigamikil
ritgerð um höfuðbólið Vatnsfjörð við ísafjaröardjúp og höfðingja
þá og presta, sem þar hafa gert garðinn frægan fyrr og síðar,
ritgerð er eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum um Sigurð „skurð,“
sagt er frá Skúlamálunum ísfirsku á síðasta áratug 19. aldar, frásagnir
eru af Álfi Magnússyni, skáldmæltum en drykkfelldum hæfileika- og
ævintýramanni, sem víðkunnur var vestra á sinni tíð, og birt er ýmislegt
af kveðskap hans, og fróðleg er ritgerð Jóhanns Bárðarsonar um
þróunarsögu Bolungarvíkur. Loks skal nefna þjóðsögur og sagnaþætti,
sem skráð hefur Magnús Ftj. Magnússon, „skáldið á Þröm,“ fyrirmynd
Halldórs Laxness að Olafi Kárasyni Ljósvíkingi.
Ýmsar fleiri frásagnir er hér einnig að finna.
mNokkrir menn setja öðrum fremur, svip sinn á þetta lokabindi
„Frá ystu nesjum:" Kristján Jónsson frá Garðsstöðum á
hér langa ritgerð um Ögurbændur og Guðmundur Bene-
diktsson ritar um Sæbólsbændur. Eftir Ólaf Þ. Kristjánsson eru ritgerðimar
Bændur í Önundarfirði, Selárdalur, Ætt Guðmundar smiðs á Selabóli
og þátturinn Arnardals-Sigga. Tvær fróðlegar ritgerðir eru eftir Gísla
Ásgeirsson frá Álftamýri, Útvegur Arnfirðinga á ofanverðri 19. öld og
I verinu 1895. Um Holgers-strandið ritar Valdimar Þorvaldsson, sem
einnig á hér ritgerðir um Friðbert í Vatnadal og Þorleif á Suðureyri.
Ólafur Elímundarson ritar ítarlega um Goðafoss-strandið 1916 og
Björgunarafrek Látramanna. Skáldbóndinn Guðmundur Ingi Kristjánsson
ritar um Brynjólf biskup Sveinsson og fróðleg ritgerð, Faðir
þilskipaútgerðar á íslandi, er eftir Einar Bogason í Hringsdal. Um
fræðaþulinn Sighvat Borgfirðing skrifa þeir Kristinn Guðlaugsson, um
bóndann á Höfða og Finnur Sigmundsson, um ritstörf Sighvats og sagt
er frá heimsókn Friðþjófs Nansen að Höfða til þessa sérstæða fræðimanns.
Þá er hér að finna ýmsa þætti skráða af Magnúsi Hj. Magnússyni og
loks er löng ritgerð um Ólaf Þ. Kristjánsson, ævi hans og störf, eftir Gils
Guðmundsson.
Ur. 995.-
Bíi4flrl>»kurnar